Tuttugu mánuðir í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2019 16:46 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Fréttablaðið/GVA Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og tolla-, lyfsölu- og lyfjalagabrot. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir innflutning á 900 millilítrum af amfetamínbasa, 95 steratengdum töflum og 120 millilítra af steravökva. Maðurinn var tekinn til hliðar á grænu tollahliði við komuna til Keflavíkur frá Katowice þann 1. febrúar á þessu ári. Við leit í farangri fundust sterar á töfluformi og Ballantines flaska í poka í farangrinum. Hann sagðist hafa tekið flöskuna fyrir vin sinn og að hún væri óátekin. Stroka af flöskunni gaf til kynna að um amfetamín væri að ræða. Var hann þá færður í fangaklefa og sagði að lokinni líkamsleit að einhver sem hann þekkti ekki hefði látið hann hafa flöskuna með þeim skilaboðum um að hann mætti ekki drekka innihaldið. Hjá lögreglu sagðist hann hafa búið á Íslandi í þrjú ár en skroppið í frí til Póllands. Hann hefði keypt töflurnar og vökva sjálfur og ætlað að neyta. Hins vegar hefði ónefndur maður búsettur á Íslandi, líklega af litháískum uppruna, beðið hann fyrir flöskunni og heitið honum greiðslur fyrir. Hann tjáði lögreglu í fyrstu maður sem hann hitti á djamminu hefði látið hann hafa þúsund zlot og lofað tífaldri þeirri upphæð kæmi hann með flöskuna til landsins. Hann hefði talið að um dýrt áfengi væri að ræða. Í skýrslu hjá lögreglu mánuði síðar breytti hann framburðinum og sagðist ekki hafa komið með neina flösku til landsins. Engin lás hafi verið á tösku hans og einhver hefði líklega sett flöskuna í töskuna. Aðspurður um fyrri framburð sagðist hann hafa verið stressaður og á þunglyndislyfjum. Tollverðirnir sögðu fyrir dómi ekkert eftirminnilegt við háttalag ákærða. Héraðsdómur lagði því til grundvallar að maðurinn hefði vitað af flöskunni í farangrinum. Í ljósi styrkleika amfetamínsbasans og magns þótti dómi augljóst að efnið hefði verið ætlað til söludreifingar. Var refsing hans ákveðin tuttugu mánuðir í fangelsi. Dómsmál Fíkn Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og tolla-, lyfsölu- og lyfjalagabrot. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir innflutning á 900 millilítrum af amfetamínbasa, 95 steratengdum töflum og 120 millilítra af steravökva. Maðurinn var tekinn til hliðar á grænu tollahliði við komuna til Keflavíkur frá Katowice þann 1. febrúar á þessu ári. Við leit í farangri fundust sterar á töfluformi og Ballantines flaska í poka í farangrinum. Hann sagðist hafa tekið flöskuna fyrir vin sinn og að hún væri óátekin. Stroka af flöskunni gaf til kynna að um amfetamín væri að ræða. Var hann þá færður í fangaklefa og sagði að lokinni líkamsleit að einhver sem hann þekkti ekki hefði látið hann hafa flöskuna með þeim skilaboðum um að hann mætti ekki drekka innihaldið. Hjá lögreglu sagðist hann hafa búið á Íslandi í þrjú ár en skroppið í frí til Póllands. Hann hefði keypt töflurnar og vökva sjálfur og ætlað að neyta. Hins vegar hefði ónefndur maður búsettur á Íslandi, líklega af litháískum uppruna, beðið hann fyrir flöskunni og heitið honum greiðslur fyrir. Hann tjáði lögreglu í fyrstu maður sem hann hitti á djamminu hefði látið hann hafa þúsund zlot og lofað tífaldri þeirri upphæð kæmi hann með flöskuna til landsins. Hann hefði talið að um dýrt áfengi væri að ræða. Í skýrslu hjá lögreglu mánuði síðar breytti hann framburðinum og sagðist ekki hafa komið með neina flösku til landsins. Engin lás hafi verið á tösku hans og einhver hefði líklega sett flöskuna í töskuna. Aðspurður um fyrri framburð sagðist hann hafa verið stressaður og á þunglyndislyfjum. Tollverðirnir sögðu fyrir dómi ekkert eftirminnilegt við háttalag ákærða. Héraðsdómur lagði því til grundvallar að maðurinn hefði vitað af flöskunni í farangrinum. Í ljósi styrkleika amfetamínsbasans og magns þótti dómi augljóst að efnið hefði verið ætlað til söludreifingar. Var refsing hans ákveðin tuttugu mánuðir í fangelsi.
Dómsmál Fíkn Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira