Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 12:24 Hér sést köngulóin sem fannst í Garðabæ í síðustu viku. Hún er með afar díl í laginu eins og stundaglas á maganum, sem er einkennandi fyrir svörtu ekkjuna. Mynd/Aðsend Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. Flestar hafa komið til landsins með vínberjapokum. Ein slík til viðbótar, sem líklega er svört ekkja, fannst í Garðabæ í lok síðustu viku. Vísir greindi frá því á föstudag að par í Garðabæ, þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson, hefði keypt vínberjapoka frá Kaliforníu í verslun krónunnar þar í bæ á miðvikudag. Með pokanum fylgdi heldur ófrýnilegur laumufarþegi: könguló sem líklega er af tegund svörtu ekkjunnar. Sjá einnig: Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Köngulóin er með rauðan díl á búknum í laginu eins og stundaglas, sem getur einmitt verið eitt af einkennismerkjum köngulóa af tegund svörtu ekkjunnar. Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að hann geti ekki greint nákvæma tegund köngulóarinnar. Hún tilheyri þó Latrodectus-ættkvíslinni, ættkvísl ekkjuköngulóa. Á meðal tegunda innan ættkvíslarinnar eru svartar ekkjur. Þrjátíu og ein tegund köngulóa tilheyrir ættkvíslinni, samkvæmt upplýsingum fengnum af Wikipedia. Þá segir í svari Matthíasar að á árunum 1998 til 2016 séu skráð ellefu eintök af ekkjuköngulóm hér á landi. Níu þeirra fundust á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Selfossi og eitt á Húsavík. Þar af komu sex eintök með vínberjum, líkt og í tilfelli nýjustu ekkjunnar í Garðabæ. Ekki fengust þó upplýsingar um hvaðan vínberjaekkjurnar komu en sú nýjast virðist hafa ferðast hingað frá Kaliforníu, líkt og áður sagði. Þá kom ein köngulóin með varningi frá Mexíkó og tvö eintök fundust í gámi. Engar upplýsingar fylgja tveimur eintökum, að sögn Matthíasar. Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Þá eru ekkjuköngulær yfirleitt eitraðar. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. Fréttastofa vitjaði svörtu ekkjunnar í Garðabæ á laugardaginn. Í spilaranum hér að neðan má sjá innlitið úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Dýr Skordýr Tengdar fréttir Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30 Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira
Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. Flestar hafa komið til landsins með vínberjapokum. Ein slík til viðbótar, sem líklega er svört ekkja, fannst í Garðabæ í lok síðustu viku. Vísir greindi frá því á föstudag að par í Garðabæ, þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson, hefði keypt vínberjapoka frá Kaliforníu í verslun krónunnar þar í bæ á miðvikudag. Með pokanum fylgdi heldur ófrýnilegur laumufarþegi: könguló sem líklega er af tegund svörtu ekkjunnar. Sjá einnig: Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Köngulóin er með rauðan díl á búknum í laginu eins og stundaglas, sem getur einmitt verið eitt af einkennismerkjum köngulóa af tegund svörtu ekkjunnar. Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að hann geti ekki greint nákvæma tegund köngulóarinnar. Hún tilheyri þó Latrodectus-ættkvíslinni, ættkvísl ekkjuköngulóa. Á meðal tegunda innan ættkvíslarinnar eru svartar ekkjur. Þrjátíu og ein tegund köngulóa tilheyrir ættkvíslinni, samkvæmt upplýsingum fengnum af Wikipedia. Þá segir í svari Matthíasar að á árunum 1998 til 2016 séu skráð ellefu eintök af ekkjuköngulóm hér á landi. Níu þeirra fundust á höfuðborgarsvæðinu, eitt á Selfossi og eitt á Húsavík. Þar af komu sex eintök með vínberjum, líkt og í tilfelli nýjustu ekkjunnar í Garðabæ. Ekki fengust þó upplýsingar um hvaðan vínberjaekkjurnar komu en sú nýjast virðist hafa ferðast hingað frá Kaliforníu, líkt og áður sagði. Þá kom ein köngulóin með varningi frá Mexíkó og tvö eintök fundust í gámi. Engar upplýsingar fylgja tveimur eintökum, að sögn Matthíasar. Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Þá eru ekkjuköngulær yfirleitt eitraðar. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. Fréttastofa vitjaði svörtu ekkjunnar í Garðabæ á laugardaginn. Í spilaranum hér að neðan má sjá innlitið úr kvöldfréttum Stöðvar 2.
Dýr Skordýr Tengdar fréttir Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30 Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira
Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. 23. nóvember 2019 20:30
Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24