Ólíkar raddir Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 10:00 „Við erum báðar nýorðnar mæður og sú reynsla fléttast inn í ljóðin.“ Fréttablaðið/Anton Brink Melkorka Ólafsdóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir eru meðlimir í ljóðakollektívinu Svikaskáld og báðar senda frá sér ljóðabók fyrir þessi jól. Þetta eru fyrstu ljóðabækur þeirra í fullri lengd en Melkorka hefur áður gefið út lítil ljóðahefti og báðar hafa átt efni í bókum sem Svikaskáld hafa gefið út. Melkorka er flautuleikari og hefur starfað með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Björk. Ragnheiður Harpa er sviðslistakona og hefur fengist við leikhús, gjörninga og myndlist ásamt skrifum.Sameiginleg reynsla Bók Melkorku nefnist Hérna eru fjöllin blá. „Þetta er nokkurs konar þroskasaga sem fjallar um sammannlegar og kvenlegar sorgir; ástarsorg, nýja ást, draum um barn, missi og uppfyllingu draumsins. Eins og titill bókarinnar ber með sér gefur fjarlægðin og tíminn nýja sýn á upplifanir ljóðmælanda. Þetta er mjög persónuleg bók, skrifuð á nokkrum árum,“ segir hún. Sítrónur og náttmyrkur er titillinn á bók Ragnheiðar Hörpu. „Þetta er líka ákveðinn leiðangur í gegnum myrkur samskipta og tilfinninga en þar eru sítrónur vegvísir á leiftrin og fegurðina í kringum okkur. Leiftrin sem gera okkur kleift að átta okkur á heiminum á nýjan hátt,“ segir hún. „Við erum báðar nýorðnar mæður og sú reynsla fléttast inn í ljóðin, en mér finnst raddir okkar vera ólíkar,“ segir Melkorka. „Ljóð Ragnheiðar eru draumkennd og það er leikur, litróf og skuggaspil í verkum hennar. Ég kem úr tónlistinni og það endurspeglast kannski svolítið í ljóðunum mínum og þar eru líka mikil náttúruminni.“Gagnrýni og hvatning Þær segja að það sé ákaflega gefandi reynsla að vera hluti af Svikaskáldum, en skáldin í hópnum eru sex. „Þar er alltaf hægt er að sækja í yfirlestur og fá spurningar, gagnrýni og hvatningu. Svo fengum við Melkorka báðar ritstjóra og yfirlesara annars staðar frá,“ segir Ragnheiður Harpa og bætir við: „Það er afskaplega gefandi að fagna sigrum hverrar annarrar og sækja innblástur í það sem hinar eru að gera, lesa og hugsa. Við fáum mikla hvatningu og stuðning innan hópsins.“ Þær eru spurðar hvort þær ætli að halda sig við ljóðin í framtíðinni. „Ég hef lítið skrifað annað en ljóð. Mér finnst mjög gaman að þýða og væri til í að gera meira af því og skrifa jafnvel stuttar sögur,“ segir Melkorka. „Ég hef skrifað fyrir leikhús og gert smásögur en hið stutta og kjarnyrta ljóðaform heillar mig. Þegar ég var nýbúin að fæða son minn gat ég ekkert lesið annað en ljóð því ég hélt ekki athyglinni lengur en mínútu. Það að geta fangað stóran heim í fáum orðum er það sem dregur mig að ljóðinu,“ segir Ragnheiður Harpa. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Melkorka Ólafsdóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir eru meðlimir í ljóðakollektívinu Svikaskáld og báðar senda frá sér ljóðabók fyrir þessi jól. Þetta eru fyrstu ljóðabækur þeirra í fullri lengd en Melkorka hefur áður gefið út lítil ljóðahefti og báðar hafa átt efni í bókum sem Svikaskáld hafa gefið út. Melkorka er flautuleikari og hefur starfað með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Björk. Ragnheiður Harpa er sviðslistakona og hefur fengist við leikhús, gjörninga og myndlist ásamt skrifum.Sameiginleg reynsla Bók Melkorku nefnist Hérna eru fjöllin blá. „Þetta er nokkurs konar þroskasaga sem fjallar um sammannlegar og kvenlegar sorgir; ástarsorg, nýja ást, draum um barn, missi og uppfyllingu draumsins. Eins og titill bókarinnar ber með sér gefur fjarlægðin og tíminn nýja sýn á upplifanir ljóðmælanda. Þetta er mjög persónuleg bók, skrifuð á nokkrum árum,“ segir hún. Sítrónur og náttmyrkur er titillinn á bók Ragnheiðar Hörpu. „Þetta er líka ákveðinn leiðangur í gegnum myrkur samskipta og tilfinninga en þar eru sítrónur vegvísir á leiftrin og fegurðina í kringum okkur. Leiftrin sem gera okkur kleift að átta okkur á heiminum á nýjan hátt,“ segir hún. „Við erum báðar nýorðnar mæður og sú reynsla fléttast inn í ljóðin, en mér finnst raddir okkar vera ólíkar,“ segir Melkorka. „Ljóð Ragnheiðar eru draumkennd og það er leikur, litróf og skuggaspil í verkum hennar. Ég kem úr tónlistinni og það endurspeglast kannski svolítið í ljóðunum mínum og þar eru líka mikil náttúruminni.“Gagnrýni og hvatning Þær segja að það sé ákaflega gefandi reynsla að vera hluti af Svikaskáldum, en skáldin í hópnum eru sex. „Þar er alltaf hægt er að sækja í yfirlestur og fá spurningar, gagnrýni og hvatningu. Svo fengum við Melkorka báðar ritstjóra og yfirlesara annars staðar frá,“ segir Ragnheiður Harpa og bætir við: „Það er afskaplega gefandi að fagna sigrum hverrar annarrar og sækja innblástur í það sem hinar eru að gera, lesa og hugsa. Við fáum mikla hvatningu og stuðning innan hópsins.“ Þær eru spurðar hvort þær ætli að halda sig við ljóðin í framtíðinni. „Ég hef lítið skrifað annað en ljóð. Mér finnst mjög gaman að þýða og væri til í að gera meira af því og skrifa jafnvel stuttar sögur,“ segir Melkorka. „Ég hef skrifað fyrir leikhús og gert smásögur en hið stutta og kjarnyrta ljóðaform heillar mig. Þegar ég var nýbúin að fæða son minn gat ég ekkert lesið annað en ljóð því ég hélt ekki athyglinni lengur en mínútu. Það að geta fangað stóran heim í fáum orðum er það sem dregur mig að ljóðinu,“ segir Ragnheiður Harpa.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“