Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2019 21:00 Kosningabaráttan er á lokametrunum og það er sigling á Panduleni Itula. AP/Sonja Smith Talið er líklegt að framboð tannlæknisins Panduleni Itula til forseta Namibíu muni velgja sitjandi forseta og SWAPO-stjórnmálaflokki hans verulega undir uggum í forseta- og þingkosningunum sem framundan eru í ríkinu. Frá því að Namibía varð sjálfstætt ríki hefur frambjóðandi SWAPO-flokksins ávallt unnið forsetakosningarnar. Næstkomandi þriðjudag fara forseta- og þingkosningar fram í Namibía. Yfirleitt eru úrslitin nánast fyrirfram ráðin í kosningum en SWAPO-flokkurinn hefur farið með völd í landinu frá því að það varð sjálfstætt árið 1990. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn 80 prósent atkvæða í þingkosningunum. Sitjandi forseti, Hage Geingob, hlaut 87 prósenta fylgi í forsetakosningunum.Ekki í jafn sterkri stöðu og áður En nú mun mögulega draga til tíðinda en í umfjöllun Associated Press, sem meðal annars er birt á vef New York Times, kemur fram að vegna mikils atvinnuleysis í landinu og Samherjamálsins, sé SWAPO-flokkurinn ekki í jafn sterkri stöðu og áður.Reyndar er fastlega gert ráð fyrir að SWAPO-flokkurinn muni halda meirihluta sínum á þingi en talið er mögulegt að forsetakosningarnar geti orðið spennandi vegna framboðs úr óvæntri átt.Hage Geingob, forseti Namibíu.EPA/NIC BOTHMATannlæknir sem er óháður en samt meðlimur í SWAPO Tannlæknirinn Panduleni Itula býður sig fram sem óháður frambjóðandi þrátt fyrir að vera meðlimur í SWAPO-flokknum. Búist er við að hann muni taka til sín þónokkurn hluta atkvæða sem alla jafna myndu falla í skaut forsetaframbjóða SWAPO-flokksins, hins sitjandi forseta, Geingob.Itula hefur heitið því að berjast gegn spillingu, sem er í brennidepli í aðdraganda kosninganna, vegna Samherjamálsins. Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Geingob, meðlimir í SWAPO-flokknum hafa sagt af sér vegna málsins. Þá vill Itula einnig berjast gegn atvinnuleysi, sem samkvæmt frétt AP virðist vera helsta kosningamálið.46 prósent ungs fólks í Namibíu er atvinnulaust og streymi ungt fólk á kjörstað er talið mögulegt að Itula geti jafnvel náð forsetastólnum af Geingob. Þannig herma óstaðfestar fregnir af bráðabirgðatalningu utankjörfundaratkvæða hermanna og starfsmanna sendiráða að Geingob og Itula séi hnífjafnir.„Itula er holdgervingur óánægju ungu kynslóðarinnar og ákveðna afla innan SWAPO flokksins,“ segir stjórnmálaskýrandinn Henning Melber um kosningarnar. „Það að hann bjóði sig fram sem óháður frambjóðandi en haldi áfram að vera meðlimur SWAPO-flokksins er áhugaverð þversögn“. Stuðningsmenn Itula eru víða.AP/Sonja Smith.Skiptar skoðanir um hvort Samherjamálið hafi teljandi áhrif Annar stjórnmálaskýrandi segir líklegt að aldrei þessu vant muni unga kynslóðin í Namíbíu mæta á kjörstað.„Ef það gerist eru það góðar fréttir fyrir Itula en slæmar fréttir fyrir Geingob,“ segir Ndumba Kamwanyah.Mikið hefur verið fjallað um Samherjamálið í namibískum fjölmiðlum. Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks og einn af þeim sem vann umfjöllunina um málið er nýkominn heim frá Namibíu þar sem hann var að fylgjast með gangi mála í Namibíu.Í Silfrinu í dag sagði Helgiað mikil ólga væri í landinu vegna málsins.Í frétt AP er haft eftir Graham Hopwood, framkvæmdastjóra Rannsóknarseturs stjórnsýslumála í Namibíu að atvinnuleysi í Namibíu yrði stærsta kosningamálið. Ólíklegt væri hins vegar að Samherjamálið myndi hafa mikil áhrif á úrslit kosninganna, þar sem stærstur hluti kjósenda hafi þegar verið búinn að ákveða sig þegar málið kom upp.Kosningarnar verða sem fyrr segir haldnar á þriðjudaginn en umfjöllun AP má lesa hér. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Esau laus úr haldi lögreglu Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, er laus úr haldi lögreglu eftir að samkomulag náðist um að ógilda handtökuskipun á hendur honum. 24. nóvember 2019 15:21 Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57 Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Irv Gotti er látinn Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Talið er líklegt að framboð tannlæknisins Panduleni Itula til forseta Namibíu muni velgja sitjandi forseta og SWAPO-stjórnmálaflokki hans verulega undir uggum í forseta- og þingkosningunum sem framundan eru í ríkinu. Frá því að Namibía varð sjálfstætt ríki hefur frambjóðandi SWAPO-flokksins ávallt unnið forsetakosningarnar. Næstkomandi þriðjudag fara forseta- og þingkosningar fram í Namibía. Yfirleitt eru úrslitin nánast fyrirfram ráðin í kosningum en SWAPO-flokkurinn hefur farið með völd í landinu frá því að það varð sjálfstætt árið 1990. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn 80 prósent atkvæða í þingkosningunum. Sitjandi forseti, Hage Geingob, hlaut 87 prósenta fylgi í forsetakosningunum.Ekki í jafn sterkri stöðu og áður En nú mun mögulega draga til tíðinda en í umfjöllun Associated Press, sem meðal annars er birt á vef New York Times, kemur fram að vegna mikils atvinnuleysis í landinu og Samherjamálsins, sé SWAPO-flokkurinn ekki í jafn sterkri stöðu og áður.Reyndar er fastlega gert ráð fyrir að SWAPO-flokkurinn muni halda meirihluta sínum á þingi en talið er mögulegt að forsetakosningarnar geti orðið spennandi vegna framboðs úr óvæntri átt.Hage Geingob, forseti Namibíu.EPA/NIC BOTHMATannlæknir sem er óháður en samt meðlimur í SWAPO Tannlæknirinn Panduleni Itula býður sig fram sem óháður frambjóðandi þrátt fyrir að vera meðlimur í SWAPO-flokknum. Búist er við að hann muni taka til sín þónokkurn hluta atkvæða sem alla jafna myndu falla í skaut forsetaframbjóða SWAPO-flokksins, hins sitjandi forseta, Geingob.Itula hefur heitið því að berjast gegn spillingu, sem er í brennidepli í aðdraganda kosninganna, vegna Samherjamálsins. Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Geingob, meðlimir í SWAPO-flokknum hafa sagt af sér vegna málsins. Þá vill Itula einnig berjast gegn atvinnuleysi, sem samkvæmt frétt AP virðist vera helsta kosningamálið.46 prósent ungs fólks í Namibíu er atvinnulaust og streymi ungt fólk á kjörstað er talið mögulegt að Itula geti jafnvel náð forsetastólnum af Geingob. Þannig herma óstaðfestar fregnir af bráðabirgðatalningu utankjörfundaratkvæða hermanna og starfsmanna sendiráða að Geingob og Itula séi hnífjafnir.„Itula er holdgervingur óánægju ungu kynslóðarinnar og ákveðna afla innan SWAPO flokksins,“ segir stjórnmálaskýrandinn Henning Melber um kosningarnar. „Það að hann bjóði sig fram sem óháður frambjóðandi en haldi áfram að vera meðlimur SWAPO-flokksins er áhugaverð þversögn“. Stuðningsmenn Itula eru víða.AP/Sonja Smith.Skiptar skoðanir um hvort Samherjamálið hafi teljandi áhrif Annar stjórnmálaskýrandi segir líklegt að aldrei þessu vant muni unga kynslóðin í Namíbíu mæta á kjörstað.„Ef það gerist eru það góðar fréttir fyrir Itula en slæmar fréttir fyrir Geingob,“ segir Ndumba Kamwanyah.Mikið hefur verið fjallað um Samherjamálið í namibískum fjölmiðlum. Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks og einn af þeim sem vann umfjöllunina um málið er nýkominn heim frá Namibíu þar sem hann var að fylgjast með gangi mála í Namibíu.Í Silfrinu í dag sagði Helgiað mikil ólga væri í landinu vegna málsins.Í frétt AP er haft eftir Graham Hopwood, framkvæmdastjóra Rannsóknarseturs stjórnsýslumála í Namibíu að atvinnuleysi í Namibíu yrði stærsta kosningamálið. Ólíklegt væri hins vegar að Samherjamálið myndi hafa mikil áhrif á úrslit kosninganna, þar sem stærstur hluti kjósenda hafi þegar verið búinn að ákveða sig þegar málið kom upp.Kosningarnar verða sem fyrr segir haldnar á þriðjudaginn en umfjöllun AP má lesa hér.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Esau laus úr haldi lögreglu Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, er laus úr haldi lögreglu eftir að samkomulag náðist um að ógilda handtökuskipun á hendur honum. 24. nóvember 2019 15:21 Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57 Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Irv Gotti er látinn Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Esau laus úr haldi lögreglu Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, er laus úr haldi lögreglu eftir að samkomulag náðist um að ógilda handtökuskipun á hendur honum. 24. nóvember 2019 15:21
Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57
Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28