Lenti í bílveltu kasólétt af tvíburum: Örlagavaldur í lífi þeirra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 12:00 Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir er heimsótt í þriðja þætti af Hvar er best að búa? Mynd/Hvar er best að búa? „Við vorum með plan en það varð sprenging í lífi okkar, sem ýtti okkur í allt aðra átt,“ segir Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum Othman Karoune og fjórum dætrum þeirra í hafnarborginni Essaouira í Marokkó. Þau hafa búið til skiptist á Íslandi og í Marokkó og eru viðmælendur Lóu Pind í þriðja þætti af Hvar er best að búa? Í maí á síðasta ári voru Birta, Othman, eldri dætur þeirra tvær og yngri dæturnar ófæddar á leið frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur til að fara á frumsýninguna á bíómyndinni Kona fer í stríð sem faðir Birtu og Othman störfuðu við. Það var hávaðarok undir Hafnarfjalli sem feykti bílnum út af veginum. En bíllinn var ekki bara farartæki þeirra heldur líka heimili. Birta var þá komin 32 á vikur á leið með tvíbura og til stóð að keyra eftir fæðinguna til Suður-Frakklands þar sem þau ætluðu að dvelja á landareign sjálfsþurftarbónda. En þau plön breyttust þegar þau misstu heimili sitt í húsbílnum. Birta lýsir þessari örlagaveltu í lífi þeirra í myndskeiði úr þætti kvöldsins, sem hér fylgir. Mynd/Hvar er best að búa? Birta og Othman eru heimsótt til Essaouira í Marokkó, þar sem þau búa núna, í þriðja þætti af Hvar er best að búa? sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:10 í kvöld. „Hvar er best að búa?“ er átta þátta röð. Fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, meðal annars fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Þættirnir eru framleiddir af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Marokkó Tengdar fréttir Húsbifreið fauk út af undir Hafnarfjalli Þrír fullorðnir og tvö börn voru í bifreiðinni og voru þau flutt á slysadeild. 22. maí 2018 18:33 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Við vorum með plan en það varð sprenging í lífi okkar, sem ýtti okkur í allt aðra átt,“ segir Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum Othman Karoune og fjórum dætrum þeirra í hafnarborginni Essaouira í Marokkó. Þau hafa búið til skiptist á Íslandi og í Marokkó og eru viðmælendur Lóu Pind í þriðja þætti af Hvar er best að búa? Í maí á síðasta ári voru Birta, Othman, eldri dætur þeirra tvær og yngri dæturnar ófæddar á leið frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur til að fara á frumsýninguna á bíómyndinni Kona fer í stríð sem faðir Birtu og Othman störfuðu við. Það var hávaðarok undir Hafnarfjalli sem feykti bílnum út af veginum. En bíllinn var ekki bara farartæki þeirra heldur líka heimili. Birta var þá komin 32 á vikur á leið með tvíbura og til stóð að keyra eftir fæðinguna til Suður-Frakklands þar sem þau ætluðu að dvelja á landareign sjálfsþurftarbónda. En þau plön breyttust þegar þau misstu heimili sitt í húsbílnum. Birta lýsir þessari örlagaveltu í lífi þeirra í myndskeiði úr þætti kvöldsins, sem hér fylgir. Mynd/Hvar er best að búa? Birta og Othman eru heimsótt til Essaouira í Marokkó, þar sem þau búa núna, í þriðja þætti af Hvar er best að búa? sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:10 í kvöld. „Hvar er best að búa?“ er átta þátta röð. Fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, meðal annars fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Þættirnir eru framleiddir af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Marokkó Tengdar fréttir Húsbifreið fauk út af undir Hafnarfjalli Þrír fullorðnir og tvö börn voru í bifreiðinni og voru þau flutt á slysadeild. 22. maí 2018 18:33 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Húsbifreið fauk út af undir Hafnarfjalli Þrír fullorðnir og tvö börn voru í bifreiðinni og voru þau flutt á slysadeild. 22. maí 2018 18:33