Allir hrífast Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 11:30 Ballettinn á æfingu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hátíðarballettinn frá Pétursborg, St. Petersburg Festival Ballet, er staddur hér á landi. Í dag, laugardaginn 23. nóvember klukkan 14.00, verður þriðja sýning ballettsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Svanavatninu í Hörpu. Ballettflokkurinn, sem stofnaður var árið 2009, er á ferðlagi um átta mánuði ári og var síðast í Lettlandi og Lithaén og eftir sýningar hér á landi liggur leiðin til Finnlands. „Við erum hrifin af Íslandi og íslenskum áheyrendum, við höfum fengið mjög hlýjar móttökur,“ segir Irene Veres, framkvæmdastjóri dansflokksins. Þetta er í sjöunda sinn sem dansflokkurinn kemur til Íslands. Vinsælasti ballettinn Hljómsveitarstjórinn Vadim Nikitin segir Svanavatnið við tónlist Pjotr Tsjaíkovskíj vera vinsælasta ballett sögunnar. „Það felst alltaf viss áhætta í því að segja á svið Þyrnirós og Hnetubrjótinn en það er engin áhætta samfara því að setja Svanavatnið á svið því allir hrífast af verkinu.“ Irene framkvæmdastjóri og Vadim hljómsveitarstjóri.Fréttablaðið/Anton „Sagan, sem er full af töfrum, fjallar um ást og illsku. Hún er mjög sterk og allir tengja við hana og sömuleiðis hina dásamlegu tónlist Tsjaíkovskíj, “ segir Irene. Sagan segir af prinsessunni Odette sem illur galdramaður breytir í svan. Vitanlega kemur prins við sögu og galdramaðurinn leggur einnig álög á hann. Í lokin sameinast elskendurnir í dauðanum. Dásamleg hljómsveit Vadim og Irene eru spurð hvort viðtökur áhorfenda séu eins um allan heim eða ólíkar. „Þær eru mjög ólíkar,“ segir Vadim. „Í Kína situr fólk grafkyrrt og þögult og þessi mikla þögn verður til þess að maður heldur að því líki kannski ekki sýningin, en í lokin klappa áhorfendur og hrópa af ánægju. Í Japan finnur maður mjög greinilega að áhorfendur lifa sig inn í sýninguna og vilja vera hluti af henni og það sama á við um Ítali. Á Íslandi skynjar maður hrifningu áhorfenda þótt hér sé ekki balletthefð.“ Vadim ber mikið lof á Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Hljómsveitin er alveg dásamleg. Ég er að koma hingað í þriðja sinn og hlakkaði til að vinna með hljómsveitinni, því fylgir sönn ánægja. Hljóðfæraleikararnir eru vel undirbúnir og afar opnir. Þið getið sannarlega verið stolt af Sinfóníuhljómsveitinni ykkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Ballett Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Hátíðarballettinn frá Pétursborg, St. Petersburg Festival Ballet, er staddur hér á landi. Í dag, laugardaginn 23. nóvember klukkan 14.00, verður þriðja sýning ballettsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Svanavatninu í Hörpu. Ballettflokkurinn, sem stofnaður var árið 2009, er á ferðlagi um átta mánuði ári og var síðast í Lettlandi og Lithaén og eftir sýningar hér á landi liggur leiðin til Finnlands. „Við erum hrifin af Íslandi og íslenskum áheyrendum, við höfum fengið mjög hlýjar móttökur,“ segir Irene Veres, framkvæmdastjóri dansflokksins. Þetta er í sjöunda sinn sem dansflokkurinn kemur til Íslands. Vinsælasti ballettinn Hljómsveitarstjórinn Vadim Nikitin segir Svanavatnið við tónlist Pjotr Tsjaíkovskíj vera vinsælasta ballett sögunnar. „Það felst alltaf viss áhætta í því að segja á svið Þyrnirós og Hnetubrjótinn en það er engin áhætta samfara því að setja Svanavatnið á svið því allir hrífast af verkinu.“ Irene framkvæmdastjóri og Vadim hljómsveitarstjóri.Fréttablaðið/Anton „Sagan, sem er full af töfrum, fjallar um ást og illsku. Hún er mjög sterk og allir tengja við hana og sömuleiðis hina dásamlegu tónlist Tsjaíkovskíj, “ segir Irene. Sagan segir af prinsessunni Odette sem illur galdramaður breytir í svan. Vitanlega kemur prins við sögu og galdramaðurinn leggur einnig álög á hann. Í lokin sameinast elskendurnir í dauðanum. Dásamleg hljómsveit Vadim og Irene eru spurð hvort viðtökur áhorfenda séu eins um allan heim eða ólíkar. „Þær eru mjög ólíkar,“ segir Vadim. „Í Kína situr fólk grafkyrrt og þögult og þessi mikla þögn verður til þess að maður heldur að því líki kannski ekki sýningin, en í lokin klappa áhorfendur og hrópa af ánægju. Í Japan finnur maður mjög greinilega að áhorfendur lifa sig inn í sýninguna og vilja vera hluti af henni og það sama á við um Ítali. Á Íslandi skynjar maður hrifningu áhorfenda þótt hér sé ekki balletthefð.“ Vadim ber mikið lof á Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Hljómsveitin er alveg dásamleg. Ég er að koma hingað í þriðja sinn og hlakkaði til að vinna með hljómsveitinni, því fylgir sönn ánægja. Hljóðfæraleikararnir eru vel undirbúnir og afar opnir. Þið getið sannarlega verið stolt af Sinfóníuhljómsveitinni ykkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Dans Menning Ballett Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira