Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 21:24 Köngulóin er með afar einkennandi rauðan díl á maganum. Mynd/Aðsend Eintak af svörtu ekkjunni, eitraðri könguló, gæti hafa fundist í vínberjapoka frá Kaliforníu sem keyptur var í verslun í Garðabæ. Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. Ekki hefur þó fengist staðfest að um sé að ræða umrædda tegund. „Við keyptum vínber fyrir tveimur dögum í Krónunni, græn vínber, og vorum búin að borða nokkur vínber úr pokanum í fyrradag og ætluðum svo að fá okkur fleiri í gærkvöldi,“ segir Jón Helgi Steingrímsson, einn kaupenda vínberjapokans, í samtali við Vísi. Kærustuparið Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson. Það var Anya sem kom fyrst auga á köngulóna.Mynd/Aðsend „Eftir að við skoluðum vínberin og settum í skál sá kærastan mín þessa könguló í vínberjunum og við fríkuðum aðeins út, við bjuggumst ekki við þessu. Síðan sá ég einmitt þetta rauða stundaglas á köngulónni, sem er einkennandi fyrir svörtu ekkjuna. Þá varð ég hræddur og setti lok yfir hana. Síðan settum við hana í glerglas og erum búin að vera að geyma hana þar síðan.“ Ekki hefur fengist staðfest að um sé að ræða eintak af svörtu ekkjunni, sem er eitruð. Á myndum sem teknar voru af köngulónni sést þó rauði depillinn, sem er í laginu eins og stundaglas og er eitt af einkennismerkjum tegundarinnar, nokkuð vel. Þá lýsir Jón því að köngulóin sé ekki ýkja stór - á stærð við rúman tíkall. Það kemur vissulega heim og saman við lýsingu á tegundinni sem finna má á Vísindavefnum. „Kvendýr L.macas (hinnar eiginlegu svörtu ekkju) er skínandi svart, um 2,5 cm á lengd og oft með rauðan blett undir afturbolnum. Bletturinn er oft í laginu eins og stundaglas eða þá tveir rauðir dílar.“ Köngulónni var komið fyrir í krukku í snarhasti.Mynd/Aðsend Jón kveðst hafa sent ábendingu um köngulóna á Matvælastofnun en hefur ekki fengið svör við erindi sínu. „Við geymum hana þangað til við vitum hvað við eigum að gera.“ Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í áðurnefndri umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Hún notar öflugt eitur til að lama bráð sína, gerir leifturárás á bráðina og bítur snöggt í hana. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. „Þess má geta að eitur svörtu ekkjunnar er 15 sinnum öflugara en eitur skröltorms en sem betur fer er magnið margfalt minna,“ segir í umfjöllun á Vísindavefnum. Þá halda tegundir svörtu ekkjunnar til víða um heim: í Afríku, Suður- og Norður- Ameríku, sunnanverðri Evrópu, Norður-Afríku, miðausturlöndum og á miðbaugsvæðunum. Hér má sjá mynd af svartri ekkju sem fengin er af Getty. Rauða stundaglasið sést vel á maganum.Vísir/getty Ekki fer mörgum sögum af heimsóknum svörtu ekkjunnar hingað til lands. Árið 2017 greindi Morgunblaðið þó frá óvæntum laumufarþega upp úr fötu með portúgölskum bláberjum á heimili í Garðabæ. Þar var á ferðinni svokölluð kranskónguló, skyld hinni eitruðu svörtu ekkju. Vísir hafði samband við Erling Ólafsson skordýrafræðing vegna málsins en hann var ekki til viðtals. Þá hefur Vísir einnig sent fyrirspurn um köngulóna á skordýrafræðing hjá Náttúrufræðistofnun. Hér að neðan má sjá stutt myndband af hinni meintu svörtu ekkju sem fannst í vínberjapokanum. Og hér að neðan er svo annað enn styttra, af sömu könguló. Dýr Garðabær Skordýr Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Sjá meira
Eintak af svörtu ekkjunni, eitraðri könguló, gæti hafa fundist í vínberjapoka frá Kaliforníu sem keyptur var í verslun í Garðabæ. Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. Ekki hefur þó fengist staðfest að um sé að ræða umrædda tegund. „Við keyptum vínber fyrir tveimur dögum í Krónunni, græn vínber, og vorum búin að borða nokkur vínber úr pokanum í fyrradag og ætluðum svo að fá okkur fleiri í gærkvöldi,“ segir Jón Helgi Steingrímsson, einn kaupenda vínberjapokans, í samtali við Vísi. Kærustuparið Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson. Það var Anya sem kom fyrst auga á köngulóna.Mynd/Aðsend „Eftir að við skoluðum vínberin og settum í skál sá kærastan mín þessa könguló í vínberjunum og við fríkuðum aðeins út, við bjuggumst ekki við þessu. Síðan sá ég einmitt þetta rauða stundaglas á köngulónni, sem er einkennandi fyrir svörtu ekkjuna. Þá varð ég hræddur og setti lok yfir hana. Síðan settum við hana í glerglas og erum búin að vera að geyma hana þar síðan.“ Ekki hefur fengist staðfest að um sé að ræða eintak af svörtu ekkjunni, sem er eitruð. Á myndum sem teknar voru af köngulónni sést þó rauði depillinn, sem er í laginu eins og stundaglas og er eitt af einkennismerkjum tegundarinnar, nokkuð vel. Þá lýsir Jón því að köngulóin sé ekki ýkja stór - á stærð við rúman tíkall. Það kemur vissulega heim og saman við lýsingu á tegundinni sem finna má á Vísindavefnum. „Kvendýr L.macas (hinnar eiginlegu svörtu ekkju) er skínandi svart, um 2,5 cm á lengd og oft með rauðan blett undir afturbolnum. Bletturinn er oft í laginu eins og stundaglas eða þá tveir rauðir dílar.“ Köngulónni var komið fyrir í krukku í snarhasti.Mynd/Aðsend Jón kveðst hafa sent ábendingu um köngulóna á Matvælastofnun en hefur ekki fengið svör við erindi sínu. „Við geymum hana þangað til við vitum hvað við eigum að gera.“ Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í áðurnefndri umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Hún notar öflugt eitur til að lama bráð sína, gerir leifturárás á bráðina og bítur snöggt í hana. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. „Þess má geta að eitur svörtu ekkjunnar er 15 sinnum öflugara en eitur skröltorms en sem betur fer er magnið margfalt minna,“ segir í umfjöllun á Vísindavefnum. Þá halda tegundir svörtu ekkjunnar til víða um heim: í Afríku, Suður- og Norður- Ameríku, sunnanverðri Evrópu, Norður-Afríku, miðausturlöndum og á miðbaugsvæðunum. Hér má sjá mynd af svartri ekkju sem fengin er af Getty. Rauða stundaglasið sést vel á maganum.Vísir/getty Ekki fer mörgum sögum af heimsóknum svörtu ekkjunnar hingað til lands. Árið 2017 greindi Morgunblaðið þó frá óvæntum laumufarþega upp úr fötu með portúgölskum bláberjum á heimili í Garðabæ. Þar var á ferðinni svokölluð kranskónguló, skyld hinni eitruðu svörtu ekkju. Vísir hafði samband við Erling Ólafsson skordýrafræðing vegna málsins en hann var ekki til viðtals. Þá hefur Vísir einnig sent fyrirspurn um köngulóna á skordýrafræðing hjá Náttúrufræðistofnun. Hér að neðan má sjá stutt myndband af hinni meintu svörtu ekkju sem fannst í vínberjapokanum. Og hér að neðan er svo annað enn styttra, af sömu könguló.
Dýr Garðabær Skordýr Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Sjá meira