Réðst ítrekað á unnustu sína og nauðgaði annarri konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 20:38 Maðurinn var ákærður fyrir mörg brot. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fjögurra ára dóm yfir karlmanni fyrir nauðgun, þjófnað og líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa ráðist á þáverandi unnustu sína og beitt hana ofbeldi. Þá var honum einnig gefið að sök að hafa nauðgað annarri konu síðar sama ár. Málinu var áfrýjað í janúar síðastliðnum að beiðni ákærða. Maðurinn neitaði sök í þeim liðum ákærunnar er sneru að líkamsárás og nauðgun en játaði þjófnað á veski og armbandsúri, sem hann var ákærður fyrir árið 2018.Reyndi með ógnandi tón að fá unnustuna ofan af tilkynningu Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi verið ákærður í maí 2017 fyrir að hafa á þriggja daga tímabili í júní árið 2015 ráðist á þáverandi unnustu sína, í nokkrum atlögum. Þannig hafi hann slegið hana ítrekað í andlit og líkama, skallað hana, rifið í hár hennar og dregið hana um á hárinu, sparkað í líkama hennar og tekið hana hálstaki. Unnustan hlaut mikið mar á líkama við árásirnar. Í skýrslu lögreglu sem rakin er í dómi kemur fram að þegar lögregla vitjaði fólksins eftir tilkynningu um mikil öskur í konu hefði gengið illa að fá manninn til að opna fyrir lögreglumönnum. Þá hafi maðurinn ítrekað, að því er lögreglu fannst, reynt, með ógnandi tón, að fá unnustu sína til að segja að ekkert hefði gengið á. Hafði engar skýringar á áverkunum Manninum var svo gefið að sök að hafa nauðgað hinni konunni í desember 2015 með ofbeldi, þannig að hún hlaut m.a. sár á kynfærum, sár og rispur í andliti, húðroða og depilbæðingar á hálsi og marbletti á lærum og fótleggjum. Maðurinn sagði fyrir dómi að allt sem fram hefði farið á milli þeirra umrætt kvöld hefði verið með samþykki konunnar. Þau hefðu verið vinir á Facebook, hist á Laugaveginum og hún boðið honum heim til sín. Þá lýsti hann því að konan hefði „brjálast í miðjum klíðum“ en hafði engar skýringar á áverkum hennar. Konan sagði fyrir dómi að hún hefði hitt manninn í miðbænum á þessum tíma. Hann hefði borið sig illa og grátið. Hún hefði fundið til með honum og boðið honum heim til sín til að borða og spjalla. Ekkert kynferðislegt hefði verið í gangi á milli þeirra. Þau hefðu svo drukkið bjór og neytt amfetamíns, hún einu sinni en hann oftar. Maðurinn hafi svo reynt að kyssa hana en hún hafnað honum þar sem hún ætti kærasta. Maðurinn hafi ekki látið segjast, ýtt henni í gólfið og nauðgað henni. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa stolið farsíma konunnar þegar hann var búinn að nauðga henni. Auk þessara mála var maðurinn einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa annars vegar stolið veski, sem innihélt m.a. 8000 krónur í reiðufé og greiðslukort, úr innkaupakerru í verslun Krónunnar og hins vegar armbandsúri að verðmæti 19.900 krónum úr skartgripaverslun í Kópavogi. Maðurinn játaði þessi brot sín, líkt og áður sagði. Maðurinn á að baki sakaferil frá árinu 1987. Líkt og héraðsdómur dæmdi Landsréttur manninn í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, líkamsárás og þjófnað. Til frádráttar refsivistinni kemur gæsluvarðhaldsvist sem hann sætti frá 8.-12. júní 2015 og fangelsisvist sem hann sætti á Spáni vegna framsals til Íslands frá október til maí 2018. Þá var manninum gert að greiða fyrrverandi unnustu sinni eina milljón króna í miskabætur en henni höfðu verið dæmdar 700 þúsund króna bætur í héraði. Miskabætur mannsins til hinnar konunnar voru ákveðnar tvær milljónir króna, líkt og í héraðsdómi. Manninum var einnig gert að greiða sakar- og áfrýjunarkostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag fjögurra ára dóm yfir karlmanni fyrir nauðgun, þjófnað og líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa ráðist á þáverandi unnustu sína og beitt hana ofbeldi. Þá var honum einnig gefið að sök að hafa nauðgað annarri konu síðar sama ár. Málinu var áfrýjað í janúar síðastliðnum að beiðni ákærða. Maðurinn neitaði sök í þeim liðum ákærunnar er sneru að líkamsárás og nauðgun en játaði þjófnað á veski og armbandsúri, sem hann var ákærður fyrir árið 2018.Reyndi með ógnandi tón að fá unnustuna ofan af tilkynningu Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi verið ákærður í maí 2017 fyrir að hafa á þriggja daga tímabili í júní árið 2015 ráðist á þáverandi unnustu sína, í nokkrum atlögum. Þannig hafi hann slegið hana ítrekað í andlit og líkama, skallað hana, rifið í hár hennar og dregið hana um á hárinu, sparkað í líkama hennar og tekið hana hálstaki. Unnustan hlaut mikið mar á líkama við árásirnar. Í skýrslu lögreglu sem rakin er í dómi kemur fram að þegar lögregla vitjaði fólksins eftir tilkynningu um mikil öskur í konu hefði gengið illa að fá manninn til að opna fyrir lögreglumönnum. Þá hafi maðurinn ítrekað, að því er lögreglu fannst, reynt, með ógnandi tón, að fá unnustu sína til að segja að ekkert hefði gengið á. Hafði engar skýringar á áverkunum Manninum var svo gefið að sök að hafa nauðgað hinni konunni í desember 2015 með ofbeldi, þannig að hún hlaut m.a. sár á kynfærum, sár og rispur í andliti, húðroða og depilbæðingar á hálsi og marbletti á lærum og fótleggjum. Maðurinn sagði fyrir dómi að allt sem fram hefði farið á milli þeirra umrætt kvöld hefði verið með samþykki konunnar. Þau hefðu verið vinir á Facebook, hist á Laugaveginum og hún boðið honum heim til sín. Þá lýsti hann því að konan hefði „brjálast í miðjum klíðum“ en hafði engar skýringar á áverkum hennar. Konan sagði fyrir dómi að hún hefði hitt manninn í miðbænum á þessum tíma. Hann hefði borið sig illa og grátið. Hún hefði fundið til með honum og boðið honum heim til sín til að borða og spjalla. Ekkert kynferðislegt hefði verið í gangi á milli þeirra. Þau hefðu svo drukkið bjór og neytt amfetamíns, hún einu sinni en hann oftar. Maðurinn hafi svo reynt að kyssa hana en hún hafnað honum þar sem hún ætti kærasta. Maðurinn hafi ekki látið segjast, ýtt henni í gólfið og nauðgað henni. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa stolið farsíma konunnar þegar hann var búinn að nauðga henni. Auk þessara mála var maðurinn einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa annars vegar stolið veski, sem innihélt m.a. 8000 krónur í reiðufé og greiðslukort, úr innkaupakerru í verslun Krónunnar og hins vegar armbandsúri að verðmæti 19.900 krónum úr skartgripaverslun í Kópavogi. Maðurinn játaði þessi brot sín, líkt og áður sagði. Maðurinn á að baki sakaferil frá árinu 1987. Líkt og héraðsdómur dæmdi Landsréttur manninn í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, líkamsárás og þjófnað. Til frádráttar refsivistinni kemur gæsluvarðhaldsvist sem hann sætti frá 8.-12. júní 2015 og fangelsisvist sem hann sætti á Spáni vegna framsals til Íslands frá október til maí 2018. Þá var manninum gert að greiða fyrrverandi unnustu sinni eina milljón króna í miskabætur en henni höfðu verið dæmdar 700 þúsund króna bætur í héraði. Miskabætur mannsins til hinnar konunnar voru ákveðnar tvær milljónir króna, líkt og í héraðsdómi. Manninum var einnig gert að greiða sakar- og áfrýjunarkostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent