Segir innflytjendur löngu búna að greiða fyrir íslenskukennslu með sköttum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 11:30 Framlag til íslenskukennslu á Íslandi hefur nær staðið í stað í tíu ár. vísir/sigurjón Innflytjendum hefur fjölgað ört síðustu ár á Íslandi og eru nú 13% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur fjárframlag ríkisins til íslenskukennslu nær staðið í stað síðustu tíu ár, hvorki fylgt fjölgun innflytjenda né vísitölu neysluverðs. „Að mínu mati vantar skýrari stefnu og meira fjármagn, núna strax,“ segir Aneta M. Matuszewska, skólastjóri Retor Fræðslu, sem kennir innflytjendum íslensku. Í íslenskuskólanum komast færri að en vilja og sumir hafa ekki efni á náminu.Aneta segir aðsókn í íslenskukennslu mikla og mikilvægt sé að innflytjendur standi betur í samfélaginu með því að kunna tungumálið.visir/sigurjón„Ef við viljum ekki stéttaskiptingu og að innflytjendur séu fastir í láglaunastörfum, ef við viljum samfélag sem skapar frábær tækifæri til innflytjenda til að láta drauma rætast, þá þarf að hugsa um þetta núna, helst í gær.“ Aneta segist áætla varlega þegar hún segir að innflytjendur hafi greitt 24 milljarða í tekjuskatt á þessu ári. Þeir séu nú þegar búnir að borga fyrir kennsluna með sköttum. „Sem ættu að koma til okkar tilbaka. Það þarf að nota það fjármagn til að fjárfesta í íslenskukennslu til að skapa okkur framtíð,“ segir Aneta.Hefur fullan hug á að gera betur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir hækkun styrkja vera of litla síðustu ár miðað við fjölgun innflytjenda.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir fullan hug á að hækka framlag til íslenskukennsluEr hugur til að hækka?„Já, við teljum það mikilvægt og við nefnum þetta sérstaklega í ríkisfjármálaáætlun. Ég hef fullan hug á því að við gerum betur hvað þetta varðar.Hvenær má vænta þess að það komi meira framlag? Við erum að skoða þetta í næstu ríkisfjármálaáætlun því við viljum að aðgengi að tungumálinu okkar sé greitt og gott þannig búum við til réttlátara samfélag og þannig viljum við hafa hlutina.Er einhver sérstök tala í huga? Við erum að skoða þetta allt og það er best að sjá hvað kemur út úr því þegar við erum að móta ríkisfjármálaáætlun.Hér má sjá framlag ríkisins til íslenskukennslu síðustu þrettán ár. Mikil hækkun var á framlaginu árið 2008. Það hefur hækkað örlítið á síðustu árum en þó í engu samræmi við fjölgun innflytjenda og vísitölu neysluverðs.vísir/hafsteinn Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Innflytjendum hefur fjölgað ört síðustu ár á Íslandi og eru nú 13% þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur fjárframlag ríkisins til íslenskukennslu nær staðið í stað síðustu tíu ár, hvorki fylgt fjölgun innflytjenda né vísitölu neysluverðs. „Að mínu mati vantar skýrari stefnu og meira fjármagn, núna strax,“ segir Aneta M. Matuszewska, skólastjóri Retor Fræðslu, sem kennir innflytjendum íslensku. Í íslenskuskólanum komast færri að en vilja og sumir hafa ekki efni á náminu.Aneta segir aðsókn í íslenskukennslu mikla og mikilvægt sé að innflytjendur standi betur í samfélaginu með því að kunna tungumálið.visir/sigurjón„Ef við viljum ekki stéttaskiptingu og að innflytjendur séu fastir í láglaunastörfum, ef við viljum samfélag sem skapar frábær tækifæri til innflytjenda til að láta drauma rætast, þá þarf að hugsa um þetta núna, helst í gær.“ Aneta segist áætla varlega þegar hún segir að innflytjendur hafi greitt 24 milljarða í tekjuskatt á þessu ári. Þeir séu nú þegar búnir að borga fyrir kennsluna með sköttum. „Sem ættu að koma til okkar tilbaka. Það þarf að nota það fjármagn til að fjárfesta í íslenskukennslu til að skapa okkur framtíð,“ segir Aneta.Hefur fullan hug á að gera betur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir hækkun styrkja vera of litla síðustu ár miðað við fjölgun innflytjenda.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir fullan hug á að hækka framlag til íslenskukennsluEr hugur til að hækka?„Já, við teljum það mikilvægt og við nefnum þetta sérstaklega í ríkisfjármálaáætlun. Ég hef fullan hug á því að við gerum betur hvað þetta varðar.Hvenær má vænta þess að það komi meira framlag? Við erum að skoða þetta í næstu ríkisfjármálaáætlun því við viljum að aðgengi að tungumálinu okkar sé greitt og gott þannig búum við til réttlátara samfélag og þannig viljum við hafa hlutina.Er einhver sérstök tala í huga? Við erum að skoða þetta allt og það er best að sjá hvað kemur út úr því þegar við erum að móta ríkisfjármálaáætlun.Hér má sjá framlag ríkisins til íslenskukennslu síðustu þrettán ár. Mikil hækkun var á framlaginu árið 2008. Það hefur hækkað örlítið á síðustu árum en þó í engu samræmi við fjölgun innflytjenda og vísitölu neysluverðs.vísir/hafsteinn
Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira