Milljón manns sögð hafa mótmælt í Kólumbíu Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2019 08:08 Frá mótmælum í höfuðborginni Bogotá í gær. AP Rúmlega milljón manns eru sögð hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum víðs vegar um Kólumbíu í gær. Mótmæli fóru fram í fjölda borga, meðal annars höfuðborginni Bogotá, Medellín í norðvesturhluta landsins og Cali í suðvesturhluta landsins. Mótmælendurnir beina reiði sinni að umbótatillögum stjórnar landsins í efnahagsmálum og almenna óánægju í garð ríkisstjórnar Iván Duque Márquez forseta. Talsmenn stofnana og hreyfinga sem stóðu að mótmælaaðgerðunum segja að á aðra milljón manna hafi tekið þátt í aðgerðunum. Segja þeir gærdaginn hafa verið sögulegan og sigur fyrir landið. Um leið hafa þeir hvatt til þess að þeir fái fund með forsetanum til að ræða kröfugerð þeirra. „Kólumbíumenn hafa talað í dag. Við heyrum í þeim. Samfélagsviðræður hafa verið eitt meginstef þessarar ríkisstjórnar og við þurfum að dýpka hana í öllum geirum samfélagsins,“ sagði Duque án þess þó að svara því til hvort til standi að eiga beinar viðræður við skipuleggjendur mótmælanna.Til óeirða kom á fjölda staða og var herinn víða kallaður út. Þannig var hópur grímuklæddra mótmælanda sem kastaði steinum og öðru lauslegu í átt að lögreglu í Bogotá. Beitti lögregla táragasi gegn mótmælendunum. Talsmenn yfirvalda segja að 42 mótmælendur og 37 lögreglumenn hafi slasast í mótmælunum. Þá hafi 37 verið handteknir. Kólumbía Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Rúmlega milljón manns eru sögð hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum víðs vegar um Kólumbíu í gær. Mótmæli fóru fram í fjölda borga, meðal annars höfuðborginni Bogotá, Medellín í norðvesturhluta landsins og Cali í suðvesturhluta landsins. Mótmælendurnir beina reiði sinni að umbótatillögum stjórnar landsins í efnahagsmálum og almenna óánægju í garð ríkisstjórnar Iván Duque Márquez forseta. Talsmenn stofnana og hreyfinga sem stóðu að mótmælaaðgerðunum segja að á aðra milljón manna hafi tekið þátt í aðgerðunum. Segja þeir gærdaginn hafa verið sögulegan og sigur fyrir landið. Um leið hafa þeir hvatt til þess að þeir fái fund með forsetanum til að ræða kröfugerð þeirra. „Kólumbíumenn hafa talað í dag. Við heyrum í þeim. Samfélagsviðræður hafa verið eitt meginstef þessarar ríkisstjórnar og við þurfum að dýpka hana í öllum geirum samfélagsins,“ sagði Duque án þess þó að svara því til hvort til standi að eiga beinar viðræður við skipuleggjendur mótmælanna.Til óeirða kom á fjölda staða og var herinn víða kallaður út. Þannig var hópur grímuklæddra mótmælanda sem kastaði steinum og öðru lauslegu í átt að lögreglu í Bogotá. Beitti lögregla táragasi gegn mótmælendunum. Talsmenn yfirvalda segja að 42 mótmælendur og 37 lögreglumenn hafi slasast í mótmælunum. Þá hafi 37 verið handteknir.
Kólumbía Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira