Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2019 16:48 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. AP/Oded Balilty Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, verður ákærður fyrir spillingu. Ríkissaksóknari Ísrael tilkynnti það nú fyrir skömmu en hann er meðal annars sakaður um mútur, mútuþægni og svik, svo eitthvað sé nefnt, en um þrjú mismunandi málaferli er í raun að ræða. Þetta er í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Ísrael er ákærður fyrir glæpi en rannsóknir hafa staðið yfir um árabil. Times of Israel segir að mánuðir gætu liðið þar til Netanyahu verður formlega ákærður. Alvarlegasta málið, sem kallast „Mál 4000“ er forsætisráðherrann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings, með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu.Útgefandi Bezeq, eigandi og eigikona eigandans verða einnig ákærð. Í öðru, „Máli 1000“. er Netanyahu sagður hafa fengið gjafir að andvirði um 200 þúsund dollara, sem nemur um 10 milljónum íslenskra króna, frá ísraelska Hollywood-milljarðamæringnum Arnon Milchan og öðrum stuðningsmönnum. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa beitt embætti sínu í hag Milchan. Þriðja málið, „Mál 2000“, snýr að því að forsætisráðherrann er sakaður um að hafa beðið útgefanda ísraelsks dagblaðs um jákvæða umfjöllun í staðinn fyrir að hjálp við að styrkja stöðu útgefandans gagnvart samkeppnisaðila. Netanyahu hefur ávallt neitað sök í öllum málunum þremur og heldur því fram að rannsóknirnar gegn honum séu nornaveiðar og samsæri sem fjölmiðlar, vinstri sinnaðir pólitíkusar, lögreglan og saksóknarar skipulögðu. Ísrael Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, verður ákærður fyrir spillingu. Ríkissaksóknari Ísrael tilkynnti það nú fyrir skömmu en hann er meðal annars sakaður um mútur, mútuþægni og svik, svo eitthvað sé nefnt, en um þrjú mismunandi málaferli er í raun að ræða. Þetta er í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Ísrael er ákærður fyrir glæpi en rannsóknir hafa staðið yfir um árabil. Times of Israel segir að mánuðir gætu liðið þar til Netanyahu verður formlega ákærður. Alvarlegasta málið, sem kallast „Mál 4000“ er forsætisráðherrann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings, með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu.Útgefandi Bezeq, eigandi og eigikona eigandans verða einnig ákærð. Í öðru, „Máli 1000“. er Netanyahu sagður hafa fengið gjafir að andvirði um 200 þúsund dollara, sem nemur um 10 milljónum íslenskra króna, frá ísraelska Hollywood-milljarðamæringnum Arnon Milchan og öðrum stuðningsmönnum. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa beitt embætti sínu í hag Milchan. Þriðja málið, „Mál 2000“, snýr að því að forsætisráðherrann er sakaður um að hafa beðið útgefanda ísraelsks dagblaðs um jákvæða umfjöllun í staðinn fyrir að hjálp við að styrkja stöðu útgefandans gagnvart samkeppnisaðila. Netanyahu hefur ávallt neitað sök í öllum málunum þremur og heldur því fram að rannsóknirnar gegn honum séu nornaveiðar og samsæri sem fjölmiðlar, vinstri sinnaðir pólitíkusar, lögreglan og saksóknarar skipulögðu.
Ísrael Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira