Sigmundur Davíð hefur heimildir fyrir því að börn séu farin að hafa verulegar áhyggjur og hann hefur heyrt sögu af því úr íslenskum leikskóla að barn nokkur hafi hætt við að eignast gæludýr enda myndi það deyja um aldur fram vegna loftslagsbreytinga.
„Nú berast fréttir af því að „loftslagskvíði” sé farinn að hafa veruleg áhrif á geðheilsu fólks. Víða um lönd koma börn skelfingu lostin heim úr skólanum sannfærð um að jörðin sé að farast og þau eigi enga framtíð,“ segir Sigmundur.
Hann segir að loftslagskvíði hrjáir marga Breta.
„Þótt ég hafi tekist á við bresk stjórnvöld vil ég ekki að Ísland sé notað til að auka á kvíða þessara nágranna okkar. Þess vegna skrifaði ég grein til að hughreysta þá. Ég vona að bókstafstrúarmenn takk því ekki illa enda er markmiðið að tala fyrir skynsamlegum lausnum á vandanum.“