Langþráð markmið næst með lagningu rafmagns í Langadal og Bása Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2019 12:01 Frá framkvæmdunum á leiðinni inn í Langadal. Ferðafélag Íslands Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarið við lagningu rafmagns í Langadal og Bása í Þórsmörk. Fyrir vikið verða ekki lengur brenndir þúsundir lítra af olíu á þessum vinsæla ferðamannastað. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ferðalangar hafa kost á gistingu á þremur stöðum í Þórsmörk. Húsadal, Langadal og Básum. Átta ár eru síðan rafmagn var leitt í Húsadal, sem stendur næstur mannabyggðum, og síðan hafa forsvarsmenn ferðafélaganna sem halda úti skálunum í Langadal og Básum látið sig dreyma um að fá rafmagn þangað.Þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna sækja Þórsmörk heim á hverju sumri.Ferðafélag ÍslandsStefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála hjá Ferðafélagi Íslands sem rekur skálann í Langadal, segir verksummerki og rask vegna framkvæmdanna með ólíkindum lítil. Jarðýtur á afar stórum beltum hafa verið notaðar og telur Stefán Jökull að verksummerki verði nánast ósjáanleg þegar frost fari úr jörðu. Framkvæmdakostnaður Ferðafélags Íslands nemur rúmum fjórum milljónum króna og giskar Stefán Jökull á að kostnaður Útivistar, sem rekur skála í Básum, sambærilegan. Ferðafélögin nýta framkvæmdirnar til að leggja nýja vatnslögn auk þess sem til stendur að hefja framkvæmdir við endurbyggingu skálans í Langadal sumarið 2021.Stefán Jökull segir framkvæmdir við Skagfjörðsskála á döfinni árið 2021. Undirbúningsvinna sé hafin.Vísir/VilhelmFerðafélögin eru ekki rekin í hagnaðarskyni og taka þau ekki lán fyrir framkvæmdum. Stefán Jökull segir það útskýra hvers vegna framkvæmdir á borð við þessar taki sinn tíma.En hvaða þýðingu hafa þessar framkvæmdir? „Þýðingin er talsvert mikil í því samhengi að við erum að fara að spara okkur talsvert margar ferðir með gas og annað inn í Þórsmörk. Við erum að fara að spara okkur um sex þúsund lítra af olíu sem við höfum notað til kyndingu á húsunum,“ segir Stefán Jökull. Þó breytingin sé verulega umhverfisvæn mun hún ekki hafa meiriháttaráhrif á gesti í Þórsmörk að sögn Stefáns Jökuls. „Það verður eðlilega hægt að hlaða síma, myndavélar og önnur tæki sem hefur verið erfitt hingað til því allt hefur verið rekið á tólf volta rafmagni úr sólarsellum. Lýsingin verður eðlilega talsvert betri og síðan verður mun jafnari hiti í húsunum og þægilegri aðkoma að öllu.“ Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarið við lagningu rafmagns í Langadal og Bása í Þórsmörk. Fyrir vikið verða ekki lengur brenndir þúsundir lítra af olíu á þessum vinsæla ferðamannastað. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ferðalangar hafa kost á gistingu á þremur stöðum í Þórsmörk. Húsadal, Langadal og Básum. Átta ár eru síðan rafmagn var leitt í Húsadal, sem stendur næstur mannabyggðum, og síðan hafa forsvarsmenn ferðafélaganna sem halda úti skálunum í Langadal og Básum látið sig dreyma um að fá rafmagn þangað.Þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna sækja Þórsmörk heim á hverju sumri.Ferðafélag ÍslandsStefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála hjá Ferðafélagi Íslands sem rekur skálann í Langadal, segir verksummerki og rask vegna framkvæmdanna með ólíkindum lítil. Jarðýtur á afar stórum beltum hafa verið notaðar og telur Stefán Jökull að verksummerki verði nánast ósjáanleg þegar frost fari úr jörðu. Framkvæmdakostnaður Ferðafélags Íslands nemur rúmum fjórum milljónum króna og giskar Stefán Jökull á að kostnaður Útivistar, sem rekur skála í Básum, sambærilegan. Ferðafélögin nýta framkvæmdirnar til að leggja nýja vatnslögn auk þess sem til stendur að hefja framkvæmdir við endurbyggingu skálans í Langadal sumarið 2021.Stefán Jökull segir framkvæmdir við Skagfjörðsskála á döfinni árið 2021. Undirbúningsvinna sé hafin.Vísir/VilhelmFerðafélögin eru ekki rekin í hagnaðarskyni og taka þau ekki lán fyrir framkvæmdum. Stefán Jökull segir það útskýra hvers vegna framkvæmdir á borð við þessar taki sinn tíma.En hvaða þýðingu hafa þessar framkvæmdir? „Þýðingin er talsvert mikil í því samhengi að við erum að fara að spara okkur talsvert margar ferðir með gas og annað inn í Þórsmörk. Við erum að fara að spara okkur um sex þúsund lítra af olíu sem við höfum notað til kyndingu á húsunum,“ segir Stefán Jökull. Þó breytingin sé verulega umhverfisvæn mun hún ekki hafa meiriháttaráhrif á gesti í Þórsmörk að sögn Stefáns Jökuls. „Það verður eðlilega hægt að hlaða síma, myndavélar og önnur tæki sem hefur verið erfitt hingað til því allt hefur verið rekið á tólf volta rafmagni úr sólarsellum. Lýsingin verður eðlilega talsvert betri og síðan verður mun jafnari hiti í húsunum og þægilegri aðkoma að öllu.“
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira