Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 20:00 Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. „Við vorum að rannsaka umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Skoðuðum komur kvenna sem sannarlega voru að koma vegna heimilisofbeldis og sögðu sjálfar frá því,“ segir Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild HÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem svo umfangsmikil rannsókn er gerð á Íslandi. Á tímabilinu sögðust 1500 konur hafa leitað á spítalann vegna heimilisofbeldis, eða um 150 konur að meðaltali á ári. Margar þeirra koma ítrekað. „Þetta er ein annan hvern dag, svona um það bil. Sem sannarlega segja að heimilisofbeldi sé ástæðan, oft er erfitt að segja frá því þegar þú kemur á spítalann, að segja „maðurinn minn gerði þetta.““ Um fjörutíu prósent kvenna voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi. Þá höfðu um tíu prósent verið teknar hálstaki. Um þrjú prósent kvenna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Það eru 45 konur. Drífa segir svokallaða yfirborðsáverka algengasta. „Það er gömul mýta að tala um að þetta sé innan sundbolasvæðis, það er ekki rétt. Þetta eru skrámur, marblettir, rispur, tognanir, ofreynsla á hrygg og síðan eru þetta líka beinbrot, við sjáum alveg slatta af því,“ segir Drífa. Auk þess að leggja mat á umfangið var markmiðið að kanna kostnað spítalans vegna ofbeldisins. Fengin voru gögn frá hagdeild spítalans þar sem einungis er lagt mat á hvað grunnmeðferð vegna áverkanna kostaði. „Þetta eru um hundrað milljónir sem þetta kostaði á þessu tíu ára tímabili en ég ítreka að þetta er bara beinn kostnaður, ekki sálfræðikostnaður, eða lyf til að sofa eftir svona atvik, eða kostnaður til kominn vegna þess að konur eru frá vinnu.“ Ætla má að kostnaðurinn sé mun hærri. „Það er til finnsk rannsókn sem segir að um tíu til fimmtíu prósent af heimilisofbeldismálum sem fattast að séu heimilisofbeldismál á spítalanum. Þannig ef við margföldum þetta og förum að gera áætlun, má segja að ef þetta er helmingurinn eru þetta um 200 milljónir en ef þetta er tíu prósent að þá er þetta kannski heill milljarður,“ segir Drífa að lokum. Landspítalinn Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. „Við vorum að rannsaka umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Skoðuðum komur kvenna sem sannarlega voru að koma vegna heimilisofbeldis og sögðu sjálfar frá því,“ segir Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild HÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem svo umfangsmikil rannsókn er gerð á Íslandi. Á tímabilinu sögðust 1500 konur hafa leitað á spítalann vegna heimilisofbeldis, eða um 150 konur að meðaltali á ári. Margar þeirra koma ítrekað. „Þetta er ein annan hvern dag, svona um það bil. Sem sannarlega segja að heimilisofbeldi sé ástæðan, oft er erfitt að segja frá því þegar þú kemur á spítalann, að segja „maðurinn minn gerði þetta.““ Um fjörutíu prósent kvenna voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi. Þá höfðu um tíu prósent verið teknar hálstaki. Um þrjú prósent kvenna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Það eru 45 konur. Drífa segir svokallaða yfirborðsáverka algengasta. „Það er gömul mýta að tala um að þetta sé innan sundbolasvæðis, það er ekki rétt. Þetta eru skrámur, marblettir, rispur, tognanir, ofreynsla á hrygg og síðan eru þetta líka beinbrot, við sjáum alveg slatta af því,“ segir Drífa. Auk þess að leggja mat á umfangið var markmiðið að kanna kostnað spítalans vegna ofbeldisins. Fengin voru gögn frá hagdeild spítalans þar sem einungis er lagt mat á hvað grunnmeðferð vegna áverkanna kostaði. „Þetta eru um hundrað milljónir sem þetta kostaði á þessu tíu ára tímabili en ég ítreka að þetta er bara beinn kostnaður, ekki sálfræðikostnaður, eða lyf til að sofa eftir svona atvik, eða kostnaður til kominn vegna þess að konur eru frá vinnu.“ Ætla má að kostnaðurinn sé mun hærri. „Það er til finnsk rannsókn sem segir að um tíu til fimmtíu prósent af heimilisofbeldismálum sem fattast að séu heimilisofbeldismál á spítalanum. Þannig ef við margföldum þetta og förum að gera áætlun, má segja að ef þetta er helmingurinn eru þetta um 200 milljónir en ef þetta er tíu prósent að þá er þetta kannski heill milljarður,“ segir Drífa að lokum.
Landspítalinn Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira