Fótbolti

Tap í fyrsta leik Klinsmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klinsmann hissa á svip.
Klinsmann hissa á svip. vísir/getty
Jürgen Klinsmann stýrði Herthu Berlin í fyrsta skipti þegar liðið tapaði fyrir Borussia Dortmund, 1-2, í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Jadon Sancho og Thorgan Hazard skoruðu mörk Dortmund sem var manni færri allan seinni hálfleikinn eftir að Mats Hummels var rekinn af velli.

Dortmund er í 3. sæti deildarinnar en Hertha Berlin í því sextánda.

RB Leipzig tyllti sér á topp deildarinnar með 2-3 sigri á botnliði Paderborn.

Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og eftir fjögurra mínútna leik voru þeir komnir 0-2 yfir. Timo Werner skoraði svo þriðja mark Leipzig á 26. mínútu. Paderborn minnkaði muninn í seinni hálfleik en tókst ekki að stela stigi af Leipzig.

Alfreð Finnbogason var fjarri góðu gamni þegar Augsburg gerði 1-1 jafntefli við Köln. Augsburg, sem hefur ekki tapað í þremur leikjum í röð, er í 12. sæti deildarinnar.

Þá gerðu Hoffenheim og Düsseldorf 1-1 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×