Handbolti

Þriðja sinn í vetur sem Fram skorar 40 mörk eða meira í leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karen var marka- og stoðsendingahæst hjá Fram gegn Aftureldingu.
Karen var marka- og stoðsendingahæst hjá Fram gegn Aftureldingu. vísir/bára
Fram valtaði yfir Aftureldingu, 40-19, þegar liðin mættust í Safamýrinni í Olís-deild kvenna í dag. Þetta er í þriðja sinn í vetur sem Fram skorar 40 mörk eða meira í leik.

Fram er áfram á toppi deildarinnar, nú með 18 stig, einu stigi á undan Val. Afturelding er án stiga á botni deildarinnar.

Framarar voru tíu mörkum yfir í hálfleik, 20-10, og náðu mest 23 marka forskoti, 40-17.

Karen Knútsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fram og gaf fimm stoðsendingar. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sex mörk.

Markverðirnir Hafdís Renötudóttir og Katrín Ósk Magnúsdóttir vörðu samtals 24 skot (56%).

Telma Rut Frímannsdóttir var markahæst Mosfellinga með fimm mörk. Kristín Arndís Ólafsdóttir skoraði fjögur mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×