Í gæsluvarðhaldi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun og mansal Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2019 22:10 Gæsluvarðhaldsúrskurður var staðfestur á föstudag af Landsrétti. Vísir/EgillA Maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til föstudaginn 13. desember næstkomandi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. Brotin beinast öll að sömu konunni samkvæmt dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Maðurinn hefur áður hlotið fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til að drepa konuna og auk þess tvo dóma fyrir önnur ofbeldisbrot. Þetta kemur fram á RÚV. Lögregla var kölluð að íbúð brotaþolans í lok síðasta mánaðar og var maðurinn handtekinn á staðnum. Konan hafði flúið íbúð sína undan kærða en hún bar hann þeim sökum að hafa gengið í skrokk á sér og lýsti konan mikilli hræðslu við hann. Samkvæmt vitni í málinu áttu kærði og brotaþoli í sambandi og hafi það verið hamingjusamt þar til fyrir um þremur mánuðum síðan þegar kærði byrjaði í neyslu. Þá hafi brotaþoli ekki viljað hafa hann á heimilinu og hafi hann ekki dvalið hjá henni vegna mikillar hræðslu í garð hans. Hún sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi óttast að hann myndi vinna henni eða börnum hennar mein. Krafðist vændis til að fjármagna neyslu sína Konan sakaði manninn um að hafa fyrr þennan sama dag gert hana út í vændi, hann hafi sent mann á heimil hennar þar sem hann hafði við hana samræði gegn greiðslu. Þegar maðurinn hafi yfirgefið húsnæðið hafi kærði hrifsað greiðsluna af konunni og hótað henni ofbeldi hlýddi hún honum ekki. „Síðar þennan sama dag hafi kærði viljað að hún fengi annan viðskiptavin í heimsókn og þegar brotaþoli hafi neitað hafi kærði reiðst og beitt hana ofbeldi svo á henni sá. Þá hafi brotaþoli enn fremur greint lögreglu frá því að kærði hefði nauðgað henni fyrr um daginn.“ Brotaþolinn greindi lögreglu frá því að kærði hafi beitt hana ofbeldi margoft áður, hann hafi neytt hana til að stunda vændi og stofnað auglýsingu á einkamál.is þar sem hann auglýsti vændisstarfsemi hennar. Þegar konan var færð á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis komu í ljós ýmsir áverkar sem samræmast frásögn hennar. Þegar brotaþoli gaf formlega skýrslu á lögreglustöðinni greindi hún frá því að ákærði væri í neyslu og hann hafi krafist þess að hún seldi sig í vændi til að fjármagna neyslu hans. „Hann hefði hótað henni lífláti þegar hún hefði neitað að selja sig aftur þennan dag.“ Í kjölfar þess sló hann hana með flötum lófa í andlitið og rifið í báða framhandleggi hennar. Hann hafi síðan nauðgað brotaþola, kallað hana hóru og sagt henni að þegja. Hún greindi einnig frá því að ákærði hafi beitt hana kynferðisofbeldi oft áður og hafi það hafist fyrir rúmu ári síðan. Hún taldi að þau skipti væru fleiri en 100. Dómsmál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til föstudaginn 13. desember næstkomandi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. Brotin beinast öll að sömu konunni samkvæmt dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Maðurinn hefur áður hlotið fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til að drepa konuna og auk þess tvo dóma fyrir önnur ofbeldisbrot. Þetta kemur fram á RÚV. Lögregla var kölluð að íbúð brotaþolans í lok síðasta mánaðar og var maðurinn handtekinn á staðnum. Konan hafði flúið íbúð sína undan kærða en hún bar hann þeim sökum að hafa gengið í skrokk á sér og lýsti konan mikilli hræðslu við hann. Samkvæmt vitni í málinu áttu kærði og brotaþoli í sambandi og hafi það verið hamingjusamt þar til fyrir um þremur mánuðum síðan þegar kærði byrjaði í neyslu. Þá hafi brotaþoli ekki viljað hafa hann á heimilinu og hafi hann ekki dvalið hjá henni vegna mikillar hræðslu í garð hans. Hún sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi óttast að hann myndi vinna henni eða börnum hennar mein. Krafðist vændis til að fjármagna neyslu sína Konan sakaði manninn um að hafa fyrr þennan sama dag gert hana út í vændi, hann hafi sent mann á heimil hennar þar sem hann hafði við hana samræði gegn greiðslu. Þegar maðurinn hafi yfirgefið húsnæðið hafi kærði hrifsað greiðsluna af konunni og hótað henni ofbeldi hlýddi hún honum ekki. „Síðar þennan sama dag hafi kærði viljað að hún fengi annan viðskiptavin í heimsókn og þegar brotaþoli hafi neitað hafi kærði reiðst og beitt hana ofbeldi svo á henni sá. Þá hafi brotaþoli enn fremur greint lögreglu frá því að kærði hefði nauðgað henni fyrr um daginn.“ Brotaþolinn greindi lögreglu frá því að kærði hafi beitt hana ofbeldi margoft áður, hann hafi neytt hana til að stunda vændi og stofnað auglýsingu á einkamál.is þar sem hann auglýsti vændisstarfsemi hennar. Þegar konan var færð á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis komu í ljós ýmsir áverkar sem samræmast frásögn hennar. Þegar brotaþoli gaf formlega skýrslu á lögreglustöðinni greindi hún frá því að ákærði væri í neyslu og hann hafi krafist þess að hún seldi sig í vændi til að fjármagna neyslu hans. „Hann hefði hótað henni lífláti þegar hún hefði neitað að selja sig aftur þennan dag.“ Í kjölfar þess sló hann hana með flötum lófa í andlitið og rifið í báða framhandleggi hennar. Hann hafi síðan nauðgað brotaþola, kallað hana hóru og sagt henni að þegja. Hún greindi einnig frá því að ákærði hafi beitt hana kynferðisofbeldi oft áður og hafi það hafist fyrir rúmu ári síðan. Hún taldi að þau skipti væru fleiri en 100.
Dómsmál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira