Íbúum í Árborg fjölgar að jafnaði um sextíu á mánuði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. desember 2019 19:30 Tíu þúsundasti íbúinn í Árborg hefur verið heiðraður en það er nýfæddur drengur, sem ætlar að setjast að á Selfossi með foreldrum sínum og bróður, sem eru nýflutt heim eftir að hafa búið í útlöndum. Íbúum í sveitarfélaginu fjölgar að jafnaði um sextíu á mánuði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti í heimsókn með fullt fangið af gjöfum til tíu þúsundasta íbúans í sveitarfélaginu, sem býr í Furugrund 38 á Selfossi með fjölskyldu sinni. Litli snáðinn sem hefur ekki enn fengið nafn fæddist 19. nóvember og var 19 merkur og 50 sentímetrar. „Þetta er ekta Selfyssingur í húð og hár. Ég varð hissa þegar ég frétti að hann væri númer tíu þúsund, ég var eitthvað búin að vera að lesa mig til um þetta en ég var ekki búin að púsla þessu saman“, segir Þuríður Elva Eggertsdóttir, nýbökuð móðir. Hún segir að mikið af fjölskyldufólki sæki í sveitarfélagi, það sé mjög gott að ala upp börn á Selfossi, bærinn sé líka mikill íþróttabær, auk þess að vera flottur og traustur. Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi. „Já, það hefur fjölgað um þrjátíu síðan drengurinn fæddist, þetta eru um sex tíu mánuði, þannig að við megum hafa okkur öll við til að búa þessu fólki mannvænt umhverfi“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Þuríður Elva segir það hafa komið fjölskyldunni skemmtilega á óvart að tíu þúsundasti íbúinn í Árborg væru sonur þeirra Michaels.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nýjasta hverfið á Selfossi mun byggjast upp í Björkulandi en þar mun um tvö þúsund manns búa. Nýlega voru auglýstar 120 íbúðir lausar til umsóknar á sex lóðum í hverfinu og bárust um 300 umsóknir um þær. Hvenær ætlar þú að koma og verðlauna ellefu þúsundasta íbúann? „Með þessu áframhaldi þá verður það bara um næstu jól, eða fyrir næstu jól, þetta er jólabarnið í ár, það er spurning hver verður það á næsta ári“, segir Gísli Halldór og hlær. Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Tíu þúsundasti íbúinn í Árborg hefur verið heiðraður en það er nýfæddur drengur, sem ætlar að setjast að á Selfossi með foreldrum sínum og bróður, sem eru nýflutt heim eftir að hafa búið í útlöndum. Íbúum í sveitarfélaginu fjölgar að jafnaði um sextíu á mánuði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti í heimsókn með fullt fangið af gjöfum til tíu þúsundasta íbúans í sveitarfélaginu, sem býr í Furugrund 38 á Selfossi með fjölskyldu sinni. Litli snáðinn sem hefur ekki enn fengið nafn fæddist 19. nóvember og var 19 merkur og 50 sentímetrar. „Þetta er ekta Selfyssingur í húð og hár. Ég varð hissa þegar ég frétti að hann væri númer tíu þúsund, ég var eitthvað búin að vera að lesa mig til um þetta en ég var ekki búin að púsla þessu saman“, segir Þuríður Elva Eggertsdóttir, nýbökuð móðir. Hún segir að mikið af fjölskyldufólki sæki í sveitarfélagi, það sé mjög gott að ala upp börn á Selfossi, bærinn sé líka mikill íþróttabær, auk þess að vera flottur og traustur. Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi. „Já, það hefur fjölgað um þrjátíu síðan drengurinn fæddist, þetta eru um sex tíu mánuði, þannig að við megum hafa okkur öll við til að búa þessu fólki mannvænt umhverfi“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Þuríður Elva segir það hafa komið fjölskyldunni skemmtilega á óvart að tíu þúsundasti íbúinn í Árborg væru sonur þeirra Michaels.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nýjasta hverfið á Selfossi mun byggjast upp í Björkulandi en þar mun um tvö þúsund manns búa. Nýlega voru auglýstar 120 íbúðir lausar til umsóknar á sex lóðum í hverfinu og bárust um 300 umsóknir um þær. Hvenær ætlar þú að koma og verðlauna ellefu þúsundasta íbúann? „Með þessu áframhaldi þá verður það bara um næstu jól, eða fyrir næstu jól, þetta er jólabarnið í ár, það er spurning hver verður það á næsta ári“, segir Gísli Halldór og hlær.
Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira