„Líklegra að refsing Rússa verði þyngd frekar en milduð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2019 14:30 Rússar mega ekki keppa á alþjóðlegum íþróttamótum næstu fjögur árin. vísir/getty Alþjóðalega lyfjaeftirlitið (Wada) hefur dæmt Rússland í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum íþróttakeppnum vegna stórfellds lyfjamisferlis sem rússneska ríkið átti þátt í að skipuleggja. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands, segir að niðurstaða Wada hafi ekki komið sér á óvart. Hann átti jafnvel von á því að refsingin yrði þyngri. „Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið eftir einu og öllu í ráðleggingum frá nefndinni sem lagði þetta til. Það kemur ekki á óvart að þessi ákvörðun hafi verið samþykkt einróma því þetta er algjör lágmarksrefsing,“ sagði Birgir í samtali við Vísi.Refsingin verður aldrei milduðBirgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands.Rússar hafa þriggja vikna frest til að áfrýja dómnum. Geri þeir það fer málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn (Cas). „Þeir áfrýja líklega. En Cas getur líka breytt þessu í hina áttina og þyngt dóminn,“ sagði Birgir. „Ég myndi segja að það væri líklegra að refsingin verði þyngd frekar en milduð. Hún verður aldrei milduð. Miðað við alvarleika brotanna er þetta ekki þyngsta refsingin sem hægt var að beita.“ Birgir segir að engin fordæmi séu fyrir dómi sem þessum. Í fyrra breyttust reglurnar á þann veg að Wada fór að dæma í málum sem þessum í stað Alþjóða ólympíunefndarinnar. „Þetta var ákall frá hreyfingunni og þeim eru í lyfjaeftirliti að reyna að vernda hreint íþróttafólk; að lyfjaeftirlitið sé sjálfstætt. Ákvarðanavaldið var tekið af Alþjóða ólympíunefndinni,“ sagði Birgir.Fá að njóta vafansRússar unnu til gullverðlauna í íshokkí karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyengchang. Þeir kepptu þó undir hlutlausum fána.vísir/gettyRússneskir íþróttamenn geta þó enn keppt á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin undir hlutlausum fána, eins og gert var á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í fyrra. Þar kepptu 168 rússneskir íþróttamenn undir hlutlausum fána. En hvað þurfa rússneskir íþróttamenn að gera til að fá keppnisleyfi á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin? „Eins og með Ólympíuleikana 2016 sýndu þeir fram á ákveðinn fjölda prófa utan Rússlands og að þeir séu prófaðir af öðrum en Rússum. Í þessu tilfelli er það aðallega að þeir séu ekki hluti af þessu skjali sem felldi Rússa og þeir voru búnir að eiga við,“ sagði Birgir. „Þeir þurfa að sýna að þeirra nafn sé ekki tengt lyfjamisferlinu. Og þeir fá að njóta vafans ef það koma ekki fram nein gögn sem sýna fram á það.“Miklu fleiri vildu sjá harðari refsinguHöfuðstöðvar rússnesku ólympíunefndarinnar.vísir/gettyBirgir segir að miklu fleiri hafi búist við að dómurinn yfir Rússum yrði þyngri. „Þetta er lágmarksrefsing í raun og það er ekki mörgum sem finnst þetta vera hörð refsing. Miklu fleiri vildu sjá harðari refsingu, eins og allsherjar bann á rússneskt íþróttafólk, og telja að það hafi verið eina lausnin til að vekja þá sem bera ábyrgð á þessu til umhugsunar og hefði meira forvarnargildi í framtíðinni,“ sagði Birgir. „En ef slíkt bann hefði verið sett á er óhjákvæmilega verið að neita saklausu íþróttafólki um tækifæri að keppa. Þetta er alls ekki einfalt,“ bætti Birgir við. Lyfjamisferli Rússa Rússland Tengdar fréttir Wada dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum Rússar hafa 21 dag til að áfrýja dómnum. 9. desember 2019 10:26 Rússar mega keppa á EM 2020 Þrátt fyrir fjögurra ára bannið mega Rússar keppa á EM karla í fótbolta á næsta ári. 9. desember 2019 10:56 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Sjá meira
Alþjóðalega lyfjaeftirlitið (Wada) hefur dæmt Rússland í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum íþróttakeppnum vegna stórfellds lyfjamisferlis sem rússneska ríkið átti þátt í að skipuleggja. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands, segir að niðurstaða Wada hafi ekki komið sér á óvart. Hann átti jafnvel von á því að refsingin yrði þyngri. „Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið eftir einu og öllu í ráðleggingum frá nefndinni sem lagði þetta til. Það kemur ekki á óvart að þessi ákvörðun hafi verið samþykkt einróma því þetta er algjör lágmarksrefsing,“ sagði Birgir í samtali við Vísi.Refsingin verður aldrei milduðBirgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaefirlits Íslands.Rússar hafa þriggja vikna frest til að áfrýja dómnum. Geri þeir það fer málið fyrir Alþjóða íþróttadómstólinn (Cas). „Þeir áfrýja líklega. En Cas getur líka breytt þessu í hina áttina og þyngt dóminn,“ sagði Birgir. „Ég myndi segja að það væri líklegra að refsingin verði þyngd frekar en milduð. Hún verður aldrei milduð. Miðað við alvarleika brotanna er þetta ekki þyngsta refsingin sem hægt var að beita.“ Birgir segir að engin fordæmi séu fyrir dómi sem þessum. Í fyrra breyttust reglurnar á þann veg að Wada fór að dæma í málum sem þessum í stað Alþjóða ólympíunefndarinnar. „Þetta var ákall frá hreyfingunni og þeim eru í lyfjaeftirliti að reyna að vernda hreint íþróttafólk; að lyfjaeftirlitið sé sjálfstætt. Ákvarðanavaldið var tekið af Alþjóða ólympíunefndinni,“ sagði Birgir.Fá að njóta vafansRússar unnu til gullverðlauna í íshokkí karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyengchang. Þeir kepptu þó undir hlutlausum fána.vísir/gettyRússneskir íþróttamenn geta þó enn keppt á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin undir hlutlausum fána, eins og gert var á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í fyrra. Þar kepptu 168 rússneskir íþróttamenn undir hlutlausum fána. En hvað þurfa rússneskir íþróttamenn að gera til að fá keppnisleyfi á alþjóðlegum mótum næstu fjögur árin? „Eins og með Ólympíuleikana 2016 sýndu þeir fram á ákveðinn fjölda prófa utan Rússlands og að þeir séu prófaðir af öðrum en Rússum. Í þessu tilfelli er það aðallega að þeir séu ekki hluti af þessu skjali sem felldi Rússa og þeir voru búnir að eiga við,“ sagði Birgir. „Þeir þurfa að sýna að þeirra nafn sé ekki tengt lyfjamisferlinu. Og þeir fá að njóta vafans ef það koma ekki fram nein gögn sem sýna fram á það.“Miklu fleiri vildu sjá harðari refsinguHöfuðstöðvar rússnesku ólympíunefndarinnar.vísir/gettyBirgir segir að miklu fleiri hafi búist við að dómurinn yfir Rússum yrði þyngri. „Þetta er lágmarksrefsing í raun og það er ekki mörgum sem finnst þetta vera hörð refsing. Miklu fleiri vildu sjá harðari refsingu, eins og allsherjar bann á rússneskt íþróttafólk, og telja að það hafi verið eina lausnin til að vekja þá sem bera ábyrgð á þessu til umhugsunar og hefði meira forvarnargildi í framtíðinni,“ sagði Birgir. „En ef slíkt bann hefði verið sett á er óhjákvæmilega verið að neita saklausu íþróttafólki um tækifæri að keppa. Þetta er alls ekki einfalt,“ bætti Birgir við.
Lyfjamisferli Rússa Rússland Tengdar fréttir Wada dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum Rússar hafa 21 dag til að áfrýja dómnum. 9. desember 2019 10:26 Rússar mega keppa á EM 2020 Þrátt fyrir fjögurra ára bannið mega Rússar keppa á EM karla í fótbolta á næsta ári. 9. desember 2019 10:56 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Sjá meira
Wada dæmir Rússa í fjögurra ára bann frá alþjóðlegum keppnum Rússar hafa 21 dag til að áfrýja dómnum. 9. desember 2019 10:26
Rússar mega keppa á EM 2020 Þrátt fyrir fjögurra ára bannið mega Rússar keppa á EM karla í fótbolta á næsta ári. 9. desember 2019 10:56
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu