Viðurkennir ekki ósigur í Namibíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2019 08:58 Panduleni Itula viðurkennir ekki ósigur. AP/Sonja Smith Panduleni Itula, forsetaframbjóðandi í Namibíu, hefur ekki viðurkennt ósigur í forsetakosningunum sem haldnar voru í síðasta mánuði. Hann segist vera réttkjörinn forseti Namibíu og að hann muni gefa ríkisstjórn landsins sex mánuði til að endurheimta fé sem tapast hefur vegna spillingar.Þessi ummæli lét Itula falla í gær á fjöldafundi stjórnarandstöðuflokka í Oshakati í Namibíu. Greint var frá því að Hage Geingob, sitjandi forseti Namibíu og frambjóðandi SWAPO-flokksins, hafi hlotið endurkjör með 56,3 prósent atkvæða. Itula, sem bauð sig fram sem óháður kom næstur, með 29,3 prósent atkvæða. Á fundinum í gær lýsti Itula hins vegar því yfir að það væri hann sem væri réttkjörinn forseti, ekki Geingob. „Ég segi ykkur það einu sinni enn að það var ég sem sigraði kosningarnar. Þið eruð sigurvegarnir og það getur enginn tekið það frá ykkur,“ sagði Itula. Greint var frá því fyrir helgi að Itula hyggðist kæra niðurstöðu kosninganna þar sem kjörstjórn kosninganna hafi ekki framkvæmt þær á gagnsæjan eða heiðarlegan hátt.Hage Geingob, forseti Namibíu.Vísir/APGefur ríkisstjórninin sex mánuði Á fundinum í gær sendi Itula skýr skilaboð til kjörstjórnarinnar og forsetans um að hann liti svo á að endanleg niðurstaða kosninganna lægi ekki fyrir. Þá sagði hann einnig að hann gæfi ríkisstjórninni sex mánuði til að endurheimta það fé sem tapast hefur vegna spillingar í landinu. Kosningarnar voru haldnar skugga Samherjamálsins. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins og sitja nú í gæsluvarðhaldi. Þá harmaði hann það að „þúsundir sjómanna“ hefðu misst vinnuna og lífsviðurværi sitt á undanförnum mánuðum. „Við erum á slæmum stað. Það er búið að selja landið okkar burt. Þið hafið kannski ekki tekið eftir því en mikið af okkar ríkidæmi hefur verið selt burt,“ sagði Itula sem lofaði stuðningsmönnum sínum að réttlætið myndi ná fram að ganga og að nýr forseti myndi taka við völdum fyrir 25. desember. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45 Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. 1. desember 2019 08:26 Íhuga að kalla Jóhannes fyrir dóm í Namibíu Líkur eru á því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom Samherjaskjölunum svonefndu í hendur Wikileaks, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í máli á hendur sex mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir spillingu, fjársvik og mútuþægni. 4. desember 2019 13:44 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Panduleni Itula, forsetaframbjóðandi í Namibíu, hefur ekki viðurkennt ósigur í forsetakosningunum sem haldnar voru í síðasta mánuði. Hann segist vera réttkjörinn forseti Namibíu og að hann muni gefa ríkisstjórn landsins sex mánuði til að endurheimta fé sem tapast hefur vegna spillingar.Þessi ummæli lét Itula falla í gær á fjöldafundi stjórnarandstöðuflokka í Oshakati í Namibíu. Greint var frá því að Hage Geingob, sitjandi forseti Namibíu og frambjóðandi SWAPO-flokksins, hafi hlotið endurkjör með 56,3 prósent atkvæða. Itula, sem bauð sig fram sem óháður kom næstur, með 29,3 prósent atkvæða. Á fundinum í gær lýsti Itula hins vegar því yfir að það væri hann sem væri réttkjörinn forseti, ekki Geingob. „Ég segi ykkur það einu sinni enn að það var ég sem sigraði kosningarnar. Þið eruð sigurvegarnir og það getur enginn tekið það frá ykkur,“ sagði Itula. Greint var frá því fyrir helgi að Itula hyggðist kæra niðurstöðu kosninganna þar sem kjörstjórn kosninganna hafi ekki framkvæmt þær á gagnsæjan eða heiðarlegan hátt.Hage Geingob, forseti Namibíu.Vísir/APGefur ríkisstjórninin sex mánuði Á fundinum í gær sendi Itula skýr skilaboð til kjörstjórnarinnar og forsetans um að hann liti svo á að endanleg niðurstaða kosninganna lægi ekki fyrir. Þá sagði hann einnig að hann gæfi ríkisstjórninni sex mánuði til að endurheimta það fé sem tapast hefur vegna spillingar í landinu. Kosningarnar voru haldnar skugga Samherjamálsins. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins og sitja nú í gæsluvarðhaldi. Þá harmaði hann það að „þúsundir sjómanna“ hefðu misst vinnuna og lífsviðurværi sitt á undanförnum mánuðum. „Við erum á slæmum stað. Það er búið að selja landið okkar burt. Þið hafið kannski ekki tekið eftir því en mikið af okkar ríkidæmi hefur verið selt burt,“ sagði Itula sem lofaði stuðningsmönnum sínum að réttlætið myndi ná fram að ganga og að nýr forseti myndi taka við völdum fyrir 25. desember.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45 Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. 1. desember 2019 08:26 Íhuga að kalla Jóhannes fyrir dóm í Namibíu Líkur eru á því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom Samherjaskjölunum svonefndu í hendur Wikileaks, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í máli á hendur sex mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir spillingu, fjársvik og mútuþægni. 4. desember 2019 13:44 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45
Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. 1. desember 2019 08:26
Íhuga að kalla Jóhannes fyrir dóm í Namibíu Líkur eru á því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom Samherjaskjölunum svonefndu í hendur Wikileaks, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í máli á hendur sex mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir spillingu, fjársvik og mútuþægni. 4. desember 2019 13:44