Stjarna Íslands á EM: Réttindalaus og launalaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2019 09:00 Anton Sveinn McKee. EPA/PATRICK B. KRAEMER Anton Sveinn McKee notaði athygli sem hann fékk fyrir frábæran árangur sinn á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug til að vekja máls á stöðu íslenska afreksíþróttafólksins í dag. Anton Sveinn komst í úrslit í þremur sundgreinum á EM og náði fjórða sætinu í 200 metra bringusundi. Hann setti sjö Íslandsmet í átta einstaklingssundum og tvö þeirra voru einnig Norðurlandamet. Það er þó ekki nógu góður tónn í íslenska sundmanninum í pistli sem hann birti inn á Instagram síðu sinni. „Eftir frábært EM í Glasgow var ég spurður út í framhaldið í sundinu. Eins og staðan er í dag þá er ég réttindalaus og launalaus,“ skrifaði Anton Sveinn McKee. Anton er á styrk frá Afrekssjóði ÍSÍ og úthlutun sjóðsins hefur aldrei verið eins há eins og fyrir árið 2019 en dugar ekki til í tilfelli Antons. „Vissulega styður Afrekssjóður við bakið á mér en ekki meira en þannig að ég kem út á núlli, ef ekki í mínus (tekjutap við launalaust leyfi),“ skrifar Anton. Það er að heyra á honum að hann muni ekki endast lengi í keppnissundinu ef þetta breytist ekki. „Því miður er eldmóðurinn einn ekki nóg til að hvetja mann að halda áfram til að verða afreksmaður og fyrirmynd á Íslandi og því ég ég ekki fram á langan feril, sem er sárt að segja þar sem árangurinn á EM er bara byrjunin og ég veit að mun meira er inni,“ skrifar Anton. Hann vill að þetta málefni sé rétt nánar og að Íslendingar spyrji sig hvort Ísland vilji eiga afreksmenn í Ólympíuíþróttum eins og margar aðrar þjóðir „hafa ákveðið að styðja af krafti“ „Ef svo, þá þarf eitthvað að breytast, staðan í dag er því miður ekki nógu góð,“ skrifar Anton eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann bætir einnig við: „Þetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum.“ View this post on InstagramÞetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum. Áfram Ísland A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) on Dec 8, 2019 at 9:35am PST Sund Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía lagði Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Sjá meira
Anton Sveinn McKee notaði athygli sem hann fékk fyrir frábæran árangur sinn á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug til að vekja máls á stöðu íslenska afreksíþróttafólksins í dag. Anton Sveinn komst í úrslit í þremur sundgreinum á EM og náði fjórða sætinu í 200 metra bringusundi. Hann setti sjö Íslandsmet í átta einstaklingssundum og tvö þeirra voru einnig Norðurlandamet. Það er þó ekki nógu góður tónn í íslenska sundmanninum í pistli sem hann birti inn á Instagram síðu sinni. „Eftir frábært EM í Glasgow var ég spurður út í framhaldið í sundinu. Eins og staðan er í dag þá er ég réttindalaus og launalaus,“ skrifaði Anton Sveinn McKee. Anton er á styrk frá Afrekssjóði ÍSÍ og úthlutun sjóðsins hefur aldrei verið eins há eins og fyrir árið 2019 en dugar ekki til í tilfelli Antons. „Vissulega styður Afrekssjóður við bakið á mér en ekki meira en þannig að ég kem út á núlli, ef ekki í mínus (tekjutap við launalaust leyfi),“ skrifar Anton. Það er að heyra á honum að hann muni ekki endast lengi í keppnissundinu ef þetta breytist ekki. „Því miður er eldmóðurinn einn ekki nóg til að hvetja mann að halda áfram til að verða afreksmaður og fyrirmynd á Íslandi og því ég ég ekki fram á langan feril, sem er sárt að segja þar sem árangurinn á EM er bara byrjunin og ég veit að mun meira er inni,“ skrifar Anton. Hann vill að þetta málefni sé rétt nánar og að Íslendingar spyrji sig hvort Ísland vilji eiga afreksmenn í Ólympíuíþróttum eins og margar aðrar þjóðir „hafa ákveðið að styðja af krafti“ „Ef svo, þá þarf eitthvað að breytast, staðan í dag er því miður ekki nógu góð,“ skrifar Anton eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann bætir einnig við: „Þetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum.“ View this post on InstagramÞetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum. Áfram Ísland A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) on Dec 8, 2019 at 9:35am PST
Sund Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía lagði Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Sjá meira