Stjarna Íslands á EM: Réttindalaus og launalaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2019 09:00 Anton Sveinn McKee. EPA/PATRICK B. KRAEMER Anton Sveinn McKee notaði athygli sem hann fékk fyrir frábæran árangur sinn á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug til að vekja máls á stöðu íslenska afreksíþróttafólksins í dag. Anton Sveinn komst í úrslit í þremur sundgreinum á EM og náði fjórða sætinu í 200 metra bringusundi. Hann setti sjö Íslandsmet í átta einstaklingssundum og tvö þeirra voru einnig Norðurlandamet. Það er þó ekki nógu góður tónn í íslenska sundmanninum í pistli sem hann birti inn á Instagram síðu sinni. „Eftir frábært EM í Glasgow var ég spurður út í framhaldið í sundinu. Eins og staðan er í dag þá er ég réttindalaus og launalaus,“ skrifaði Anton Sveinn McKee. Anton er á styrk frá Afrekssjóði ÍSÍ og úthlutun sjóðsins hefur aldrei verið eins há eins og fyrir árið 2019 en dugar ekki til í tilfelli Antons. „Vissulega styður Afrekssjóður við bakið á mér en ekki meira en þannig að ég kem út á núlli, ef ekki í mínus (tekjutap við launalaust leyfi),“ skrifar Anton. Það er að heyra á honum að hann muni ekki endast lengi í keppnissundinu ef þetta breytist ekki. „Því miður er eldmóðurinn einn ekki nóg til að hvetja mann að halda áfram til að verða afreksmaður og fyrirmynd á Íslandi og því ég ég ekki fram á langan feril, sem er sárt að segja þar sem árangurinn á EM er bara byrjunin og ég veit að mun meira er inni,“ skrifar Anton. Hann vill að þetta málefni sé rétt nánar og að Íslendingar spyrji sig hvort Ísland vilji eiga afreksmenn í Ólympíuíþróttum eins og margar aðrar þjóðir „hafa ákveðið að styðja af krafti“ „Ef svo, þá þarf eitthvað að breytast, staðan í dag er því miður ekki nógu góð,“ skrifar Anton eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann bætir einnig við: „Þetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum.“ View this post on InstagramÞetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum. Áfram Ísland A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) on Dec 8, 2019 at 9:35am PST Sund Mest lesið Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Enski boltinn Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Handbolti Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Enski boltinn „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfubolti Fleiri fréttir Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Shiffrin segist of hrædd og ver ekki titilinn á HM Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Mahomes kennir sjálfum sér um tapið í nótt Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“ Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Sjá meira
Anton Sveinn McKee notaði athygli sem hann fékk fyrir frábæran árangur sinn á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug til að vekja máls á stöðu íslenska afreksíþróttafólksins í dag. Anton Sveinn komst í úrslit í þremur sundgreinum á EM og náði fjórða sætinu í 200 metra bringusundi. Hann setti sjö Íslandsmet í átta einstaklingssundum og tvö þeirra voru einnig Norðurlandamet. Það er þó ekki nógu góður tónn í íslenska sundmanninum í pistli sem hann birti inn á Instagram síðu sinni. „Eftir frábært EM í Glasgow var ég spurður út í framhaldið í sundinu. Eins og staðan er í dag þá er ég réttindalaus og launalaus,“ skrifaði Anton Sveinn McKee. Anton er á styrk frá Afrekssjóði ÍSÍ og úthlutun sjóðsins hefur aldrei verið eins há eins og fyrir árið 2019 en dugar ekki til í tilfelli Antons. „Vissulega styður Afrekssjóður við bakið á mér en ekki meira en þannig að ég kem út á núlli, ef ekki í mínus (tekjutap við launalaust leyfi),“ skrifar Anton. Það er að heyra á honum að hann muni ekki endast lengi í keppnissundinu ef þetta breytist ekki. „Því miður er eldmóðurinn einn ekki nóg til að hvetja mann að halda áfram til að verða afreksmaður og fyrirmynd á Íslandi og því ég ég ekki fram á langan feril, sem er sárt að segja þar sem árangurinn á EM er bara byrjunin og ég veit að mun meira er inni,“ skrifar Anton. Hann vill að þetta málefni sé rétt nánar og að Íslendingar spyrji sig hvort Ísland vilji eiga afreksmenn í Ólympíuíþróttum eins og margar aðrar þjóðir „hafa ákveðið að styðja af krafti“ „Ef svo, þá þarf eitthvað að breytast, staðan í dag er því miður ekki nógu góð,“ skrifar Anton eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann bætir einnig við: „Þetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum.“ View this post on InstagramÞetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum. Áfram Ísland A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) on Dec 8, 2019 at 9:35am PST
Sund Mest lesið Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Enski boltinn Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Handbolti Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Enski boltinn „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfubolti Fleiri fréttir Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Shiffrin segist of hrædd og ver ekki titilinn á HM Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Mahomes kennir sjálfum sér um tapið í nótt Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“ Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Sjá meira