Heilbrigðisyfirvöld í Illinois-ríki í Bandaríkjunum hafa staðfest fregnir af andláti bandaríska rapparans Jarad Anthony Higgins, sem gekk undir nafninu Juice Wrld. Higgins var 21 árs.
Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Higgins hafi fallið frá fyrr í dag en að dánarorsök hans sé enn óþekkt.
Þekktasta lag rapparans, sem bar titilinn Lucid Dreams, náði miklum vinsældum víða um heim á síðasta ári, þar á meðal hér á landi.
Samkvæmt heimildum bandaríska slúðurmiðilsins TMZ lést Higgins eftir að hafa fengið flogakast á flugvelli í Chicago. Lögreglan í Chicago staðfestir við BBC að Higgins hafi verið lagður inn á sjúkrahús í morgun í kjölfar læknisfræðilegs neyðartilvik. Var hann úrskurður látinn á sjúkrahúsinu.
Lögregla hefur hafið rannsókn á andláti Higgins.
Rapparinn Juice Wrld lést í dag einungis 21 árs
Eiður Þór Árnason skrifar
