Landhelgisgæslan bar sigurorð af breska flughernum Andri Eysteinsson skrifar 8. desember 2019 14:49 Marvin Ingólfsson tekur við NATO-bikarnum. Landhelgisgæslan Eftir 75 ár af sársauka tókst Landhelgisgæslunni loks að ná fram hefndum gegn konunglega breska flughernum því á föstudagskvöld bar Landhelgisgæslan sigurorð af flughernum í knattspyrnuleik. Leikurinn var æsispennandi og lauk ekki fyrr en eftir vítaspyrnukeppni. Stefán Logi Magnússon markvörður var hetja liðs gæslunnar, varði eitt víti breta og skoraði sjálfur úr lokaspyrnunni. Lið Landhelgisgæslunnar var skipað starfsmönnum af flugrekstrarsviði, varnarmálasviði, aðgerðasviði, siglingasviði og sprengjuleit. Auk Stefáns Loga léku knattspyrnukempurnar Atli Jóhannsson, Björn Pálsson, Tryggvi Sveinn Bjarnason og Ásgeir Þór Ingólfsson með liði Landhelgisgæslunnar sem fór mikinn á leikmannamarkaðnum í aðdraganda leiksins.Leikmenn flykkjast að Stefáni Loga Magnússyni.LandhelgisgæslanLeikurinn var hnífjafn og spennandi. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3-3. Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur, jafnaði metin fyrir Landhelgisgæsluna með síðustu spyrnu leiksins en skömmu áður hafði Jóhann Eyfeld, sigmaður, minnkað muninn í 3-2. Breski flugherinn hefur undanfarnar vikur sinnt loftrýmisgæslu á Íslandi. Markaði leikurinn lok hennar. Ellis Williams, yfirmaður flughersins, veitti að leik loknum fyrirliða Landhelgisgæslunnar, Marvin Ingólfssyni NATO-bikarinn sjálfan. Mikil gleði greip um sig og fögnuðu liðsmenn LHG með víkingaklappi. Landhelgisgæslan Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Sjá meira
Eftir 75 ár af sársauka tókst Landhelgisgæslunni loks að ná fram hefndum gegn konunglega breska flughernum því á föstudagskvöld bar Landhelgisgæslan sigurorð af flughernum í knattspyrnuleik. Leikurinn var æsispennandi og lauk ekki fyrr en eftir vítaspyrnukeppni. Stefán Logi Magnússon markvörður var hetja liðs gæslunnar, varði eitt víti breta og skoraði sjálfur úr lokaspyrnunni. Lið Landhelgisgæslunnar var skipað starfsmönnum af flugrekstrarsviði, varnarmálasviði, aðgerðasviði, siglingasviði og sprengjuleit. Auk Stefáns Loga léku knattspyrnukempurnar Atli Jóhannsson, Björn Pálsson, Tryggvi Sveinn Bjarnason og Ásgeir Þór Ingólfsson með liði Landhelgisgæslunnar sem fór mikinn á leikmannamarkaðnum í aðdraganda leiksins.Leikmenn flykkjast að Stefáni Loga Magnússyni.LandhelgisgæslanLeikurinn var hnífjafn og spennandi. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3-3. Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur, jafnaði metin fyrir Landhelgisgæsluna með síðustu spyrnu leiksins en skömmu áður hafði Jóhann Eyfeld, sigmaður, minnkað muninn í 3-2. Breski flugherinn hefur undanfarnar vikur sinnt loftrýmisgæslu á Íslandi. Markaði leikurinn lok hennar. Ellis Williams, yfirmaður flughersins, veitti að leik loknum fyrirliða Landhelgisgæslunnar, Marvin Ingólfssyni NATO-bikarinn sjálfan. Mikil gleði greip um sig og fögnuðu liðsmenn LHG með víkingaklappi.
Landhelgisgæslan Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Sjá meira