Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Andri Eysteinsson skrifar 8. desember 2019 12:30 Eggjum var kastað í það sem talið var vera hús ritstjóra DV. Vísir/Vilhelm Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. Birtu þeir myndirnar í Instagram-story þar sem þeir töldu að um væri að ræða heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttir, ritstjóra DV. DV birti á prenti myndir af heimilum ýmissa þekktra tónlistarmanna. Þar á meðal heimili Herra Hnetusmjörs, söngkvennanna GDRN og Bríetar og söngvaranna Auðar og Flóna. Bóel segir í samtali við Vísi að gærkvöldið hafi verið skrýtið en Bóel fagnaði þrítugsafmæli sínu í gær.„Við erum í rólegheitum heima þegar við heyrum dynk, eins og sé verið að henda snjóboltum í rúðuna,“ segir Bóel og bætir við að hverfið sem fjölskyldan býr í sé fjölskylduvænt og því mikið af börnum á ferð.Bóel segir að þegar „snjóboltarnir“ hafi orðið nokkuð margir hafi þau athugað málið og séð eggjarauðurnar á húsinu. Hún hafi þá séð hóp af því sem hún telur vera 12 til 14 ára krakka hlaupa í burtu frá húsinu.Setti Bóel þá myndir af eggjunum á Facebook-hóp íbúa hverfisins og hvatti foreldra til þess að biðja börn sín um að virða eigur annarra. Var henni þá bent á, í ummælum við myndina, umfjöllun um myndbirtingu tónlistarmanna á Instagram.Sjá einnig: Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV„Þá sendum við strax skilaboð á þá. Þeir voru fljótir að bregðast við, birtu leiðréttingu og báðust afsökunar,“ segir Bóel.Bóel segir að enn sem komið er hafi enginn gefið sig fram og viðurkennt að hafa kastað eggjunum. „Ef þessir krakkar gefa sig fram, þá mega þeir endilega koma og þrífa húsið,“ segir Bóel.Fréttastofa náði tali af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur ritstjóra DV en hún vildi ekki tjá sig um málið.Margir eru ósáttir við umfjöllun DV.Skjáskot Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tónlist Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. Birtu þeir myndirnar í Instagram-story þar sem þeir töldu að um væri að ræða heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttir, ritstjóra DV. DV birti á prenti myndir af heimilum ýmissa þekktra tónlistarmanna. Þar á meðal heimili Herra Hnetusmjörs, söngkvennanna GDRN og Bríetar og söngvaranna Auðar og Flóna. Bóel segir í samtali við Vísi að gærkvöldið hafi verið skrýtið en Bóel fagnaði þrítugsafmæli sínu í gær.„Við erum í rólegheitum heima þegar við heyrum dynk, eins og sé verið að henda snjóboltum í rúðuna,“ segir Bóel og bætir við að hverfið sem fjölskyldan býr í sé fjölskylduvænt og því mikið af börnum á ferð.Bóel segir að þegar „snjóboltarnir“ hafi orðið nokkuð margir hafi þau athugað málið og séð eggjarauðurnar á húsinu. Hún hafi þá séð hóp af því sem hún telur vera 12 til 14 ára krakka hlaupa í burtu frá húsinu.Setti Bóel þá myndir af eggjunum á Facebook-hóp íbúa hverfisins og hvatti foreldra til þess að biðja börn sín um að virða eigur annarra. Var henni þá bent á, í ummælum við myndina, umfjöllun um myndbirtingu tónlistarmanna á Instagram.Sjá einnig: Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV„Þá sendum við strax skilaboð á þá. Þeir voru fljótir að bregðast við, birtu leiðréttingu og báðust afsökunar,“ segir Bóel.Bóel segir að enn sem komið er hafi enginn gefið sig fram og viðurkennt að hafa kastað eggjunum. „Ef þessir krakkar gefa sig fram, þá mega þeir endilega koma og þrífa húsið,“ segir Bóel.Fréttastofa náði tali af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur ritstjóra DV en hún vildi ekki tjá sig um málið.Margir eru ósáttir við umfjöllun DV.Skjáskot
Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tónlist Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira