Haukar unnu mikilvægan sigur á KA/Þór í Olís-deild kvenna í handbolta í dag þegar liðin áttust við á Akureyri.
Leikurinn var jafn framan af og í leikhléi höfðu gestirnir eins marks forystu, 13-14. Í síðari hálfleik tóku Haukakonur svo öll völd á vellinum og tryggðu sér að lokum sex marka sigur, 21-27.
Markaskorun Hauka dreifðist vel þar sem fimm leikmenn skoruðu fjögur mörk eða meira en atkvæðamestar voru þær Sara Odden og Ragnheiður Ragnarsdóttir með 5 mörk hvor.
Katrín Vilhjálmsdóttir var atkvæðamest Akureyrarliðsins með 5 mörk.
Úrslitin þýða að einu stigi munar á liðunum í deildinni; KA/Þór í 5.sæti en Haukar í því sjötta
Haukakonur gerðu góða ferð til Akureyrar
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn


Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti


