Miklu skemmtilegra að lesa fyrir hunda en fullorðna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2019 13:00 Krökkum finnst miklu skemmtilegra að lesa fyrir hunda en fullorðna og hundarnir eru hæstánægðir með upplesturinn að sögn formanns Vigdísar- Vina gæludýra á Íslandi. Félagið býður einu sinni í mánuði upp á lestrastund með hundum í fjórum bókasöfnum í borginni. Börnum er boðið upp á að koma einu sinni í mánuði í bókasöfnin í Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Mosfellsbæ og lesa fyrir hundana sína. Margrét Sigurðardóttir formaður Vigdísar-Vina gæludýra á Íslandi hefur séð um verkefnið síðan 2012 en það er að bandarískri fyrirmynd. Hún rannsakaði árangur slíks verkefnis í námi og segir að bæði sín rannsókn og erlendar rannsóknir sýni mikinn árangur varðandi lestur barna „Þetta er áhugahvetjandi, börnum finnst skemmtilegra að lesa fyrir hund heldur en manneskjur,“ segir Margrét „Þá segir nú ein hérna, miklu skemmtilegra að lesa fyrir hund en fullorðna ég vildi að þetta væri alltaf að eilífu,“ Annað barn sagði í rannsókn. „Þá segir ein hérna. þá getur maður alltaf lesið sjálfur því mamma og pabbi þau að þegar ég er að lesa eitthvað orð segja þau mér hvað orðið er, það er svo óþægilegt því ég er að reyna að gera það sjálf,“ sagði Margrét. Margrét segir að fullorðnir séu oft of fljótir að grípa inn í og leiðrétta börnin. „Hundurinn dáir hins vegar börnin og mænir á börnin og það er sama hvernig þau lesa hann leiðréttir þau náttúrulega ekki.“ Þá segir Margrét að þegar erfið orð komi upp í lestri þá eigi börnin miklu betra með að útskýra þau fyrir hundinum sínum og ef þau skilji það ekki sé lestraliði á staðnum til að útskýra orðið. Það að lesa fyrir hund hafi afar róandi áhrif. „Að hafa hund við hliðina á sér lækkar blóðþrýsting. Þannig að það róar börnin að hafa hund við hliðina á sér og klappa þeim,“ segir Margrét. Hundarnir séu líka afar ánægðir í slíkum lestrastundum. „Þeir vita nákvæmlega hvert þeir eiga að gera og vita nákvæmlega hvað þeir eru að fara að gera og eru ofsaglaðir. Þetta segja allir hundaeigendurnir,“ sagði Margrét Sigurðardóttir formaður Vigdísar-Vina gæludýra á Íslandi Dýr Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Krökkum finnst miklu skemmtilegra að lesa fyrir hunda en fullorðna og hundarnir eru hæstánægðir með upplesturinn að sögn formanns Vigdísar- Vina gæludýra á Íslandi. Félagið býður einu sinni í mánuði upp á lestrastund með hundum í fjórum bókasöfnum í borginni. Börnum er boðið upp á að koma einu sinni í mánuði í bókasöfnin í Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Mosfellsbæ og lesa fyrir hundana sína. Margrét Sigurðardóttir formaður Vigdísar-Vina gæludýra á Íslandi hefur séð um verkefnið síðan 2012 en það er að bandarískri fyrirmynd. Hún rannsakaði árangur slíks verkefnis í námi og segir að bæði sín rannsókn og erlendar rannsóknir sýni mikinn árangur varðandi lestur barna „Þetta er áhugahvetjandi, börnum finnst skemmtilegra að lesa fyrir hund heldur en manneskjur,“ segir Margrét „Þá segir nú ein hérna, miklu skemmtilegra að lesa fyrir hund en fullorðna ég vildi að þetta væri alltaf að eilífu,“ Annað barn sagði í rannsókn. „Þá segir ein hérna. þá getur maður alltaf lesið sjálfur því mamma og pabbi þau að þegar ég er að lesa eitthvað orð segja þau mér hvað orðið er, það er svo óþægilegt því ég er að reyna að gera það sjálf,“ sagði Margrét. Margrét segir að fullorðnir séu oft of fljótir að grípa inn í og leiðrétta börnin. „Hundurinn dáir hins vegar börnin og mænir á börnin og það er sama hvernig þau lesa hann leiðréttir þau náttúrulega ekki.“ Þá segir Margrét að þegar erfið orð komi upp í lestri þá eigi börnin miklu betra með að útskýra þau fyrir hundinum sínum og ef þau skilji það ekki sé lestraliði á staðnum til að útskýra orðið. Það að lesa fyrir hund hafi afar róandi áhrif. „Að hafa hund við hliðina á sér lækkar blóðþrýsting. Þannig að það róar börnin að hafa hund við hliðina á sér og klappa þeim,“ segir Margrét. Hundarnir séu líka afar ánægðir í slíkum lestrastundum. „Þeir vita nákvæmlega hvert þeir eiga að gera og vita nákvæmlega hvað þeir eru að fara að gera og eru ofsaglaðir. Þetta segja allir hundaeigendurnir,“ sagði Margrét Sigurðardóttir formaður Vigdísar-Vina gæludýra á Íslandi
Dýr Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent