Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2019 12:04 Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. vísir/vilhelm Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. Þetta kemur fram í nýju fjölmiðlafrumvarpi mennta-og menningarmálaráðherra. Ef þeir reynast ófullnægjandi er beiðni um endurgreiðslu hafnað. Fjölmiðlafrumvarp mennta-og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var lagt fram á Alþingi í gær. Lagt er til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni. Í frumvarpinu kemur fram að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18 prósent af kostnaði sem fellur til við að afla frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Þetta er þó nokkuð lægra en kom fram í frumvarpi sem lagt var fram í vor þar sem gert var ráð fyrir endurgreiðslu upp á 25 prósent. Þá hafði verið greint frá því að endurgreiðslan yrði 20 prósent í þessu frumvarpi. Í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir 400 milljón króna útgjaldasvigrúmi til stuðnings einkarekinna fjölmiðla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nægir það til endurgreiðslu upp á 18 prósent. Fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna þurfa að veita fjölmiðlanefnd fullnægjandi gögn og upplýsingar um eignarhald. Nefndin leggur mat á hvaða upplýsingar teljast fullnægjandi. Í frumvarpinu kemur fram að það eigi að vera strangt mat á þessu atriði enda sé æskilegt að gerðar séu ríkar kröfur til gagnsæis á eignarhaldi þeirra fjölmiðla sem sæki um endurgreiðslur úr ríkissjóði. Þá kemur fram að telji nefndin upplýsingarnar ófullnægjandi að loknum fresti hafni hún beiðni um endurgreiðslu. Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Tengdar fréttir Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. Þetta kemur fram í nýju fjölmiðlafrumvarpi mennta-og menningarmálaráðherra. Ef þeir reynast ófullnægjandi er beiðni um endurgreiðslu hafnað. Fjölmiðlafrumvarp mennta-og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var lagt fram á Alþingi í gær. Lagt er til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni. Í frumvarpinu kemur fram að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18 prósent af kostnaði sem fellur til við að afla frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Þetta er þó nokkuð lægra en kom fram í frumvarpi sem lagt var fram í vor þar sem gert var ráð fyrir endurgreiðslu upp á 25 prósent. Þá hafði verið greint frá því að endurgreiðslan yrði 20 prósent í þessu frumvarpi. Í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir 400 milljón króna útgjaldasvigrúmi til stuðnings einkarekinna fjölmiðla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nægir það til endurgreiðslu upp á 18 prósent. Fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna þurfa að veita fjölmiðlanefnd fullnægjandi gögn og upplýsingar um eignarhald. Nefndin leggur mat á hvaða upplýsingar teljast fullnægjandi. Í frumvarpinu kemur fram að það eigi að vera strangt mat á þessu atriði enda sé æskilegt að gerðar séu ríkar kröfur til gagnsæis á eignarhaldi þeirra fjölmiðla sem sæki um endurgreiðslur úr ríkissjóði. Þá kemur fram að telji nefndin upplýsingarnar ófullnægjandi að loknum fresti hafni hún beiðni um endurgreiðslu.
Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Tengdar fréttir Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55
Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06