Mongólíutjaldið þolir allt sem íslenska veðrið býður upp á Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2019 07:00 Hjónin Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve eru alsæl með tjaldið góða. Vísir/Tryggvi Páll Í hlíðum Vaðlaheiðar í grennd við Akureyri stendur tjald sem kom alla leið frá Mongólíu. Þar bjóða hjón ferðamönnum upp á gistingu sem þau segja vera eins og að vera kominn aftur í móðurkvið. Hjónin Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve hafa, ásamt börnum sínum tveimur, sjálf búið í Mongólíutjaldi í Eyjafjarðarsveit undanfarin ár. „Það er bara yndislegt. Mér finnst það og mér líður enn mjög vel, sex árum seinna,“ segir Þóra Sólveig í samtali við Vísi þegar fréttamaður leit í heimsókn fyrir helgi. Það blundaði alltaf í þeim að leyfa öðrum að njóta þess að dvelja í svona tjaldi.Eftir nokkra tilraunastarfsemi pöntuðu þau sér tjöld frá Mongólíu og hófu að selja gistingu undir nafni Iceland Yurt í hlíðum Vaðlaheiðar. Og það gengur ágætlega að sögn Þóru Sólveigar, erlendir og innlendir ferðamenn sækja í gistinguna. „Fólk sækir í þetta og finnst þetta í spennandi. Það er bara að vera í náttúrunni, í svona mikilli nærveru við náttúruna. Ná að slaka á. Þetta er eiginlega eins og móðurkviður, móðurlíf að vera þarna inni, umvafinn og öruggur í skjóli en fá að heyra samt í veðrum og vindum.“ „Og fuglunum á sumrin,“ skýtur Erwin inn í.„Heyra þegar hrafnin flýgur yfir, heyra vængjaþytinn. Það er mjög notalegt,“ segir Þóra Sólveig.Tjaldið þolir vel veður og vind.Vísir/Tryggvi PállHin hringlaga tjöld eiga sér árþúsunda sögu í mið-Asíu en fara létt með það að þola íslenskar veðuraðstæður. „Við vorum ekki viss um hvernig þetta myndi pluma sig hérna upp á fjalli en það hefur staðið allt af sér. Formið er svo snjallt,“ segir Þóra Sólveig.Nú erum við á norðurhjara veraldar, það er snjór og frekar kalt úti akkúrat núna. Gengur þetta alveg á veturna?„Já, mjög vel. Það er svolítið hátíðlegt að gista svona og vera með viðarofn, kveikja eld, horfa í eldinn og slaka á og finna ylinn færast um rýmið.“ Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Í hlíðum Vaðlaheiðar í grennd við Akureyri stendur tjald sem kom alla leið frá Mongólíu. Þar bjóða hjón ferðamönnum upp á gistingu sem þau segja vera eins og að vera kominn aftur í móðurkvið. Hjónin Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve hafa, ásamt börnum sínum tveimur, sjálf búið í Mongólíutjaldi í Eyjafjarðarsveit undanfarin ár. „Það er bara yndislegt. Mér finnst það og mér líður enn mjög vel, sex árum seinna,“ segir Þóra Sólveig í samtali við Vísi þegar fréttamaður leit í heimsókn fyrir helgi. Það blundaði alltaf í þeim að leyfa öðrum að njóta þess að dvelja í svona tjaldi.Eftir nokkra tilraunastarfsemi pöntuðu þau sér tjöld frá Mongólíu og hófu að selja gistingu undir nafni Iceland Yurt í hlíðum Vaðlaheiðar. Og það gengur ágætlega að sögn Þóru Sólveigar, erlendir og innlendir ferðamenn sækja í gistinguna. „Fólk sækir í þetta og finnst þetta í spennandi. Það er bara að vera í náttúrunni, í svona mikilli nærveru við náttúruna. Ná að slaka á. Þetta er eiginlega eins og móðurkviður, móðurlíf að vera þarna inni, umvafinn og öruggur í skjóli en fá að heyra samt í veðrum og vindum.“ „Og fuglunum á sumrin,“ skýtur Erwin inn í.„Heyra þegar hrafnin flýgur yfir, heyra vængjaþytinn. Það er mjög notalegt,“ segir Þóra Sólveig.Tjaldið þolir vel veður og vind.Vísir/Tryggvi PállHin hringlaga tjöld eiga sér árþúsunda sögu í mið-Asíu en fara létt með það að þola íslenskar veðuraðstæður. „Við vorum ekki viss um hvernig þetta myndi pluma sig hérna upp á fjalli en það hefur staðið allt af sér. Formið er svo snjallt,“ segir Þóra Sólveig.Nú erum við á norðurhjara veraldar, það er snjór og frekar kalt úti akkúrat núna. Gengur þetta alveg á veturna?„Já, mjög vel. Það er svolítið hátíðlegt að gista svona og vera með viðarofn, kveikja eld, horfa í eldinn og slaka á og finna ylinn færast um rýmið.“
Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira