Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. desember 2019 20:30 Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var tali Vísir/Jóhann K. Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla fíkniefnisins Spice meðal grunnskólabarna er mikið áhyggjuefni og útbreiðslan mun meiri en áður hefur verið talið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og eru tilfellin orðin þó nokkuð mörg. Útbreiðslan nær til grunnskólabarna á öllu höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi. Neysla efnisins hefur hingað til verið þekkt meðal fanga í fangelsum en fréttastofan greindi frá því lok nóvember að fíkniefni Spice hafi fundist í rafrettum hjá tveimur grunnskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta mörg grunnskólabörn sem eru að neyta þessa efnis?„Þó nokkur,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta bæði kyn grunnskólabarna sem eru í þessari neyslu?„Já,“ segir Leifur.Spice er talið afar hættulegt og segir að lögregla bregðast þurfi skjótt við til þess að hamla útbreiðslu. Fræða þurfi skólastjórnendur, barnavernd og forelda um efnið en auk þess upplýsa bráðadeildir og barnadeildir spítalana þar sem hætta er á að börn í krampa, vegna neyslu á Spice, komi á sjúkrastofnanir. „Þú veist ekkert hvaða efni þú ert að taka. Þetta er ekkert náttúrulegt á einn eða annan hátt. Þetta er selt sem THC vökvi eða álíka sem það er alls ekki. Þetta er miklu eitraðra efni og miklu hættulegri og erfiðari fylgikvillar,“ segir Leifur.Vitað er til þess að grunnskólabörn sem hafi neytt efnisins hafi kvartað undan vanlíðan. Erfitt getur reynst að greina efnið. Það sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar vökvaskammturinn um fimm þúsund krónur. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en Leifur segir að lögregla fylgi eftir ábendingum um hverjir séu að selja efnið. „Við fáum alltaf einhverjar upplýsingar. Hvetjum fólk til þess að hafa samband í fíkniefnasímann og láta okkur vita ef það eru einhverjar upplýsingar og við skoðum það. Við erum að skoða ýmislegt,“ segir Leifur Gauti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir á fíkniefnasímann þar sem hægt er að veita upplýsingar. Síminn er 800-5005 Fíkn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla fíkniefnisins Spice meðal grunnskólabarna er mikið áhyggjuefni og útbreiðslan mun meiri en áður hefur verið talið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og eru tilfellin orðin þó nokkuð mörg. Útbreiðslan nær til grunnskólabarna á öllu höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi. Neysla efnisins hefur hingað til verið þekkt meðal fanga í fangelsum en fréttastofan greindi frá því lok nóvember að fíkniefni Spice hafi fundist í rafrettum hjá tveimur grunnskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta mörg grunnskólabörn sem eru að neyta þessa efnis?„Þó nokkur,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta bæði kyn grunnskólabarna sem eru í þessari neyslu?„Já,“ segir Leifur.Spice er talið afar hættulegt og segir að lögregla bregðast þurfi skjótt við til þess að hamla útbreiðslu. Fræða þurfi skólastjórnendur, barnavernd og forelda um efnið en auk þess upplýsa bráðadeildir og barnadeildir spítalana þar sem hætta er á að börn í krampa, vegna neyslu á Spice, komi á sjúkrastofnanir. „Þú veist ekkert hvaða efni þú ert að taka. Þetta er ekkert náttúrulegt á einn eða annan hátt. Þetta er selt sem THC vökvi eða álíka sem það er alls ekki. Þetta er miklu eitraðra efni og miklu hættulegri og erfiðari fylgikvillar,“ segir Leifur.Vitað er til þess að grunnskólabörn sem hafi neytt efnisins hafi kvartað undan vanlíðan. Erfitt getur reynst að greina efnið. Það sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar vökvaskammturinn um fimm þúsund krónur. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en Leifur segir að lögregla fylgi eftir ábendingum um hverjir séu að selja efnið. „Við fáum alltaf einhverjar upplýsingar. Hvetjum fólk til þess að hafa samband í fíkniefnasímann og láta okkur vita ef það eru einhverjar upplýsingar og við skoðum það. Við erum að skoða ýmislegt,“ segir Leifur Gauti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir á fíkniefnasímann þar sem hægt er að veita upplýsingar. Síminn er 800-5005
Fíkn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15