Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. desember 2019 19:30 Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Stöð2 Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. Fjallað var um þessi mál á alþjóðlegri ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag en þar kom fram að brotin eru að verða grófari. Færst hafi í aukana að barnaníðingar panti kynferðisbrot gegn barni á netinu. Þeir panti það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem oft er statt í Asíu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði til dönsku lögreglunnar í upphafi árs og bað um aðstoð við að kortleggja stöðuna á Íslandi er varðar niðurhal á barnaníðsefni á svokölluðu hulduneti. „Við fengum frá Dönum sjö mál sem varða Íslendinga sem eru að hlaða niður svona efni. Þessi mál eru í rannsókn og við höfum þegar handtekið nokkra aðila tengt því á allra síðustu dögum,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá rannsakar lögreglan nú fimm mál til viðbótar þar sem íslenskir karlmenn eru grunaðir um að hafa hlaðið niður eða keypt barnaníðsefni á netinu. „Flest þeirra eru tilkomin á síðustu vikum og mánuðum,“ segir Karl Steinar. Í öllum tólf málunum er um að ræða íslenska karlmenn og er barnaníðsefnið sem fundist hefur gríðarlega mikið að sögn Karl Steinars. Er efnið bæði í formi mynda, myndefnis og annars slíks segir Karl.Ekki hefur fundist barnaníðsefni af íslenskum börnum „Það eru vísbendingar eða allavega tal á netinu, þetta er ekki á hefðbundna netinu en það er tal meðal barnaníðinga um íslenska drengi. Þannig að það er vísbending um það en við höfum ekki geta fundið efni sem við getum tengt við þá,“ segir Karl. Karl Steinar segir að allt kapp sé lagt í að finna út hver og hvar börnin séu og hvernig hægt sé að koma þeim til hjálparMálin tólf eru komin mislangt í rannsókn en eru öll í algjörum forgangi. Ákveðið hefur verið að stofna sérstaka einingu innan kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sem mun eingöngu rannsaka stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum. Þrír sérfræðingar munu starfa í teyminu. „Það eru engin brot sem eru alvarlegri en brot gegn börnum. Það sem við höfum verið að reyna gera er að undirbúa okkur fyrir það að fara af meiri krafti. Þetta eru mál sem þarf að sækja, þetta eru ekki mál sem eru kærð með hefðbundnum hætti. Við höfum fengið leiðbeiningar frá Norðurlöndunum og Hollandi til þess að undirbúa okkur í þessu,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. Fjallað var um þessi mál á alþjóðlegri ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag en þar kom fram að brotin eru að verða grófari. Færst hafi í aukana að barnaníðingar panti kynferðisbrot gegn barni á netinu. Þeir panti það sem þeim hugnast og svo er brotið á barninu, sem oft er statt í Asíu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði til dönsku lögreglunnar í upphafi árs og bað um aðstoð við að kortleggja stöðuna á Íslandi er varðar niðurhal á barnaníðsefni á svokölluðu hulduneti. „Við fengum frá Dönum sjö mál sem varða Íslendinga sem eru að hlaða niður svona efni. Þessi mál eru í rannsókn og við höfum þegar handtekið nokkra aðila tengt því á allra síðustu dögum,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá rannsakar lögreglan nú fimm mál til viðbótar þar sem íslenskir karlmenn eru grunaðir um að hafa hlaðið niður eða keypt barnaníðsefni á netinu. „Flest þeirra eru tilkomin á síðustu vikum og mánuðum,“ segir Karl Steinar. Í öllum tólf málunum er um að ræða íslenska karlmenn og er barnaníðsefnið sem fundist hefur gríðarlega mikið að sögn Karl Steinars. Er efnið bæði í formi mynda, myndefnis og annars slíks segir Karl.Ekki hefur fundist barnaníðsefni af íslenskum börnum „Það eru vísbendingar eða allavega tal á netinu, þetta er ekki á hefðbundna netinu en það er tal meðal barnaníðinga um íslenska drengi. Þannig að það er vísbending um það en við höfum ekki geta fundið efni sem við getum tengt við þá,“ segir Karl. Karl Steinar segir að allt kapp sé lagt í að finna út hver og hvar börnin séu og hvernig hægt sé að koma þeim til hjálparMálin tólf eru komin mislangt í rannsókn en eru öll í algjörum forgangi. Ákveðið hefur verið að stofna sérstaka einingu innan kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sem mun eingöngu rannsaka stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum. Þrír sérfræðingar munu starfa í teyminu. „Það eru engin brot sem eru alvarlegri en brot gegn börnum. Það sem við höfum verið að reyna gera er að undirbúa okkur fyrir það að fara af meiri krafti. Þetta eru mál sem þarf að sækja, þetta eru ekki mál sem eru kærð með hefðbundnum hætti. Við höfum fengið leiðbeiningar frá Norðurlöndunum og Hollandi til þess að undirbúa okkur í þessu,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira