Vill ekki fullyrða að fyrir fram vinnsla Morgunblaðsins sé verkfallsbrot Gunnar Reynir Valþórsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. desember 2019 12:43 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Fréttablaðið kom út í sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en fréttasíður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem fréttasíður þess fyrrnefnda eru ekki auðar Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands. „Mér finnst að við höfum komið okkar sjónarmiðum á framfæri með skýrum hætti. Það var aldrei markmiðið með þessu að skaða blöðin heldur fyrst og fremst að vekja athygli á vinnuskilyrðum blaðamanna og hversu mikilvægt þetta verkefni er sem við sinnum í samfélaginu. Ég held að það hafi verið undirstrikað mjög vel í blöðum dagsins,“ segir Hjálmar. „Sérstaklega er ég ánægður með hvernig Fréttablaðið tæklaði þetta og sýndi lýðræðislegum vilja blaðamanna varðandi vinnustöðvun fulla virðingu.“ Minni áhrifa virðast hafa gætt á Morgunblaðið. Hjálmar vill ekki fullyrða að þar hafi verið framin verkfallsbrot. „Ég þori ekki að fullyrða um það. Ég vissi að það var búið að vinna mjög mikinn hluta blaðsins fyrir fram. Ég ætla ekki að fullyrða að það hafi verið verkfallsbrot. Það voru náttúrulega verkfallsbrot sem liggja fyrir í fyrstu aðgerðum okkar. Þau höfum við farið með til félagsdóms og það eru í raun sömu prinsippin undir í öllum þessum vinnustöðvunum sem við munum fá úr skorið hjá félagsdómi, vonandi fyrr en seinna.“ Aðgerðirnar í gær voru lokahnykkurinn á þeim aðgerðum sem blaðamenn samþykktu að fara í. „Nú þurfum við að hugsa málið og taka stöðuna á nýjan leik. Vega og meta hvernig þetta hefur tekist og hvaða lærdóm má draga af þessum aðgerðum. Markmiðið er eftir sem áður að ná samningum og það sé tekið tillit til okkar óska og þarfa þessarar stéttar. Nú er bara að meta stöðuna, taka nýjan hæðarpunkt og sjáum hvað setur í bili.“ Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. 6. desember 2019 06:25 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Fréttablaðið kom út í sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en fréttasíður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem fréttasíður þess fyrrnefnda eru ekki auðar Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands. „Mér finnst að við höfum komið okkar sjónarmiðum á framfæri með skýrum hætti. Það var aldrei markmiðið með þessu að skaða blöðin heldur fyrst og fremst að vekja athygli á vinnuskilyrðum blaðamanna og hversu mikilvægt þetta verkefni er sem við sinnum í samfélaginu. Ég held að það hafi verið undirstrikað mjög vel í blöðum dagsins,“ segir Hjálmar. „Sérstaklega er ég ánægður með hvernig Fréttablaðið tæklaði þetta og sýndi lýðræðislegum vilja blaðamanna varðandi vinnustöðvun fulla virðingu.“ Minni áhrifa virðast hafa gætt á Morgunblaðið. Hjálmar vill ekki fullyrða að þar hafi verið framin verkfallsbrot. „Ég þori ekki að fullyrða um það. Ég vissi að það var búið að vinna mjög mikinn hluta blaðsins fyrir fram. Ég ætla ekki að fullyrða að það hafi verið verkfallsbrot. Það voru náttúrulega verkfallsbrot sem liggja fyrir í fyrstu aðgerðum okkar. Þau höfum við farið með til félagsdóms og það eru í raun sömu prinsippin undir í öllum þessum vinnustöðvunum sem við munum fá úr skorið hjá félagsdómi, vonandi fyrr en seinna.“ Aðgerðirnar í gær voru lokahnykkurinn á þeim aðgerðum sem blaðamenn samþykktu að fara í. „Nú þurfum við að hugsa málið og taka stöðuna á nýjan leik. Vega og meta hvernig þetta hefur tekist og hvaða lærdóm má draga af þessum aðgerðum. Markmiðið er eftir sem áður að ná samningum og það sé tekið tillit til okkar óska og þarfa þessarar stéttar. Nú er bara að meta stöðuna, taka nýjan hæðarpunkt og sjáum hvað setur í bili.“
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. 6. desember 2019 06:25 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. 6. desember 2019 06:25
Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39