Anton Sveinn Mckee setti sitt sjötta Íslandsmet á EM í 25 metra laug í Glasgow í dag þegar hann tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi. Aðeins einn synti hraðar í undanrásunum.
Anton Sveinn kom í mark á 57,21 sekúndum og varð annar í sínum riðli. Hann endaði síðan í öðru sæti í undanrásunum því enginn náði að synda hraðar en hann í lokariðlinum. Undanúrslitin fara fram seinna í dag.
Gamla Íslandsmetið átti Anton sjálfur eða frá því að hann synti á 57,57 sekúndum á HM í Kína árið 2018.
Anton Sveinn hafði sett fimm Íslandsmet í fimm sundum fram að þessu sundi og er því búin að setja met í öllum sex sundum sínum á mótinu.
Hollendingurinn Arno Kamminga náði besta tímanum en hann synti á 56,71 sekúndum og var hálfri sekúndu á undan okkar manni. Þriðji var síðan Hvít-Rússinn Ilya Shymanovich.
Undanúrslitasund Antons fer fram klukkan 17.15 í dag en úrslitasundið er síðan á morgun.
Anton Sveinn náði öðrum besta tímanum í 100 metra bringusundi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti





„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn
