Stjarna Björgvins fjarlægð úr gangstéttinni eftir kröfubréf frá Hollywood Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2019 10:00 Fyrrum stjarna. Vísir/Vilhelm Stjarna Björgvins Halldórssonar, söngvara, sem komið var fyrir í gangstéttinni við Bæjarbíó í Hafnarfirði hefur nú verið fjarlægð. Var það gert eftir að bæjaryfirvöldum barst kröfubréf frá viðskiptaráði Hollywood þar sem vakin var athygli á því að stjarnan væri höfundaréttarvarin. Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær. RÚV greindi fyrst frá. Björgvin var fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlotnaðist sá heiður að fá nafn sitt grafið í stéttina við Bæjarbíó en stjarnan var afhjúpuð í júlí við hátíðlega athöfn. Var hugmyndin að heiðra íslenska tónlistarmenn á svipaðan hátt og gert er í Hollywood á The Walk of Fame. Viðskiptaráð Hollywood hafði fregnir af þessu framtaki og sendi Hafnarfjarðarbæ bréf í ágúst síðastliðnum vegna málsins. Viðskiptaráðið kvartaði undan ólögmætri notkun bæjarins á stjörnunni sem væri varin höfundarrétti. Var þess krafist að hún yrði fjarlægð án tafar.Stjarnan sem nú hefur verið fjarlægð.Á bæjarráðsfundinum í gær var svarbréf bæjarins lagt fram en það er dagsett þann 3. desember. Þar segir að bærinn hafi ekki ætlað sér að notast við vernduð vörumerki eða annað höfundaréttarvarið efni. Jafnframt er tekið fram að bæjaryfirvöld telji að það hafi ekki heldur verið ætlan Bæjarbíós. Þó er vakin athygli á því í svarbréfinu að þótt Hollywood-stjarnan sé varin höfundarrétti í Bandaríkjunum þurfi það ekki að þýða að sá réttur yrði staðfestur fyrir íslenskum eða evrópskum dómstólum. Þannig séu engin dómafordæmi eða bein lagastoð fyrir hendi til að staðfesta það. Bæjarráð virði hins vegar hugverkarétt viðskiptaráðsins í Hollywood og hafi því fjarlægt stjörnuna. Hafnarfjörður Hollywood Tónlist Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Stjarna Björgvins Halldórssonar, söngvara, sem komið var fyrir í gangstéttinni við Bæjarbíó í Hafnarfirði hefur nú verið fjarlægð. Var það gert eftir að bæjaryfirvöldum barst kröfubréf frá viðskiptaráði Hollywood þar sem vakin var athygli á því að stjarnan væri höfundaréttarvarin. Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær. RÚV greindi fyrst frá. Björgvin var fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlotnaðist sá heiður að fá nafn sitt grafið í stéttina við Bæjarbíó en stjarnan var afhjúpuð í júlí við hátíðlega athöfn. Var hugmyndin að heiðra íslenska tónlistarmenn á svipaðan hátt og gert er í Hollywood á The Walk of Fame. Viðskiptaráð Hollywood hafði fregnir af þessu framtaki og sendi Hafnarfjarðarbæ bréf í ágúst síðastliðnum vegna málsins. Viðskiptaráðið kvartaði undan ólögmætri notkun bæjarins á stjörnunni sem væri varin höfundarrétti. Var þess krafist að hún yrði fjarlægð án tafar.Stjarnan sem nú hefur verið fjarlægð.Á bæjarráðsfundinum í gær var svarbréf bæjarins lagt fram en það er dagsett þann 3. desember. Þar segir að bærinn hafi ekki ætlað sér að notast við vernduð vörumerki eða annað höfundaréttarvarið efni. Jafnframt er tekið fram að bæjaryfirvöld telji að það hafi ekki heldur verið ætlan Bæjarbíós. Þó er vakin athygli á því í svarbréfinu að þótt Hollywood-stjarnan sé varin höfundarrétti í Bandaríkjunum þurfi það ekki að þýða að sá réttur yrði staðfestur fyrir íslenskum eða evrópskum dómstólum. Þannig séu engin dómafordæmi eða bein lagastoð fyrir hendi til að staðfesta það. Bæjarráð virði hins vegar hugverkarétt viðskiptaráðsins í Hollywood og hafi því fjarlægt stjörnuna.
Hafnarfjörður Hollywood Tónlist Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira