Litla föndurhornið: Þrívíddarrammi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2019 10:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir/Kristbjörg Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 6. desember sýnir hún hvernig á að gera jólalegan þrívíddarramma. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirOk, ég veit að nafnið hljómar eins og þetta föndurverkefni sé rosalega flókið en trúið mér, þetta er einfaldara en þið haldið. Fyrir einhverju síðan, reyndar fyrir frekar löngu síðan, þá var Rúmfatalagerinn með þessa ramma á útsölu, og ég greip tækifærið. Þetta var svona þrívíddarrammi, með gati ofan á, hannaður til að geyma korktappa úr vínflöskum. Ég drekk varla og aldrei rauðvín eða hvítvín og hafði þess vegna ekki mikið að gera með korktappageymslu, en ég sá möguleikana sem fólust í þessu, hugsa út fyrir rammann krakkar.Ég skrapaði textann og vínglösin af rammanum, tók pínu tíma en ég vildi alls ekki skemma glerið. Svo fann ég fallegan gjafapoka og litla seríu, og parýtið gat byrjað.Ég þurfti bara aðra hliðina á pokanum sem ég klippti til, ég notaði bakið á rammanum sem viðmið. Ég hjó göt í myndina þar sem ég vildi að ljósin kæmu í gegn, snéri pokanum við, notaði límband til að festa sériuna niður við bakið á myndinni. Hafið þið notað svona ég veit ekki alveg hvað ég á að kalla það en þetta er límband sem er með lími báðum megin en það er þykkt, notað til að skapa þrívíddaráhrif. Ég setti svona límband hér og þar á bakið á myndinni og festi hana svo á bakið á rammanum.Myndin var aðeins minni en bakið á rammanum þannig að ég setti þennan ótrúlega fallega borða utan um myndina. Ég bjó til ramma utan um myndina áður en ég setti hana í rammann, bíddu hljómar þetta flókið?Batteríspakkann þræddi ég í gegnum gatið á rammanum (þið munið korktappanir), kom myndinni fyrir í rammann og notaði límbyssuna til að festa batteríspakkann aftan á rammann (passið bara að snúa honum rétt, svo að þið getið skipt um batterí).Ég átti gervisnjó sem ég lét falla í gegnum gatið, og til að hálf loka gatinu og fela það þá límdi ég nokkrar gervigreinar þar ofan á og svo fugl ofan á það. Berin settu svo punktinn yfir i-ið. Ég setti svo smá greni, ber og slaufu og rauðum og hvítum borða í hornin og búin! Sko, hafði ég ekki rétt fyrir mér, var þetta ekki auðveldara en þið hélduð? Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Snjókorn Jólaföndur dagsins 5. desember. 5. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Jólaföndur 4. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 4. desember 2019 09:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 6. desember sýnir hún hvernig á að gera jólalegan þrívíddarramma. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirOk, ég veit að nafnið hljómar eins og þetta föndurverkefni sé rosalega flókið en trúið mér, þetta er einfaldara en þið haldið. Fyrir einhverju síðan, reyndar fyrir frekar löngu síðan, þá var Rúmfatalagerinn með þessa ramma á útsölu, og ég greip tækifærið. Þetta var svona þrívíddarrammi, með gati ofan á, hannaður til að geyma korktappa úr vínflöskum. Ég drekk varla og aldrei rauðvín eða hvítvín og hafði þess vegna ekki mikið að gera með korktappageymslu, en ég sá möguleikana sem fólust í þessu, hugsa út fyrir rammann krakkar.Ég skrapaði textann og vínglösin af rammanum, tók pínu tíma en ég vildi alls ekki skemma glerið. Svo fann ég fallegan gjafapoka og litla seríu, og parýtið gat byrjað.Ég þurfti bara aðra hliðina á pokanum sem ég klippti til, ég notaði bakið á rammanum sem viðmið. Ég hjó göt í myndina þar sem ég vildi að ljósin kæmu í gegn, snéri pokanum við, notaði límband til að festa sériuna niður við bakið á myndinni. Hafið þið notað svona ég veit ekki alveg hvað ég á að kalla það en þetta er límband sem er með lími báðum megin en það er þykkt, notað til að skapa þrívíddaráhrif. Ég setti svona límband hér og þar á bakið á myndinni og festi hana svo á bakið á rammanum.Myndin var aðeins minni en bakið á rammanum þannig að ég setti þennan ótrúlega fallega borða utan um myndina. Ég bjó til ramma utan um myndina áður en ég setti hana í rammann, bíddu hljómar þetta flókið?Batteríspakkann þræddi ég í gegnum gatið á rammanum (þið munið korktappanir), kom myndinni fyrir í rammann og notaði límbyssuna til að festa batteríspakkann aftan á rammann (passið bara að snúa honum rétt, svo að þið getið skipt um batterí).Ég átti gervisnjó sem ég lét falla í gegnum gatið, og til að hálf loka gatinu og fela það þá límdi ég nokkrar gervigreinar þar ofan á og svo fugl ofan á það. Berin settu svo punktinn yfir i-ið. Ég setti svo smá greni, ber og slaufu og rauðum og hvítum borða í hornin og búin! Sko, hafði ég ekki rétt fyrir mér, var þetta ekki auðveldara en þið hélduð?
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Snjókorn Jólaföndur dagsins 5. desember. 5. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Jólaföndur 4. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 4. desember 2019 09:00 Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00 Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira
Litla föndurhornið: Flöskuskreyting Jólaföndur 4. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 4. desember 2019 09:00
Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Jólaföndur 3. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 3. desember 2019 09:00