Hafa ráðið einkaspæjara til að rannsaka hvarf Jóns Þrastar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2019 08:27 Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Systir Jóns Þrastar Jónssonar, íslensks manns sem hvarf í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur, ásamt unnustu hans, ráðið írskan einkaspæjara til aðstoðar við leitina. Þetta kemur fram í viðtali írska dagblaðsins The Irish Sun við systur Jóns Þrastar sem birtist í morgun. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Upptökur úr öryggismyndavélum hafa varpað ljósi á ferðir hans umræddan dag en síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í borginni.Grunar að eitthvað hafi komið fyrir hann Anna Hildur Jónsdóttir, systir Jóns Þrastar, lýsir því í viðtali við Irish Sun að hún sé hrædd um að bróðir sinn finnist ekki á lífi. Þá gruni hana jafnvel að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við hvarfið og segist fullviss um að Jón Þröstur hefði aldrei „flúið“ líf sitt á Íslandi. „Við verðum að komast að því hvað kom fyrir Jón. Börnin hans eiga rétt á því að vita það. Hugsanirnar og spurningarnar munu fylgja okkur ævilangt,“ segir Anna Hildur við Irish Sun.Sjá einnig: Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“Jón Þröstur er pókerspilari og hafði tekið þátt í pókermóti á meðan á dvöl hans í Dyflinni stóð. „Mig grunar að honum hafi ekki gengið ýkja vel í pókerleiknum. Ef til vill komst hann í slæman félagsskap eftir [leikinn]. Kannski vann hann of mikið og þeim líkaði það ekki. Ég held að eitthvað hafi komið fyrir hann.“ Tekur við viðkvæmum upplýsingum í trúnaði Lögregla á Írlandi hefur farið með rannsókn málsins. Umfangsmikilli leit að Jóni Þresti var strax hrundið af stað og skyldmenni hans hafa mörg verið með annan fótinn á Írlandi síðan. Lítið hefur farið fyrir leitinni síðustu mánuði en í frétt Irish Sun segir að Anna Hildur, ásamt Jönu Guðjónsdóttur, unnustu Jóns Þrastar, hafi ráðið írska einkaspæjarann Liam Brady til að rannsaka hvarfið. Haft er eftir Brady í frétt blaðsins að hann leiti upplýsinga sem almenningur sé ef til vill smeykur við að láta lögreglu í té. Búi fólk yfir slíkum upplýsingum geti það leitað til hans í trúnaði, m.a. í gegnum netfangið liam@liamabrady.ie. Í frétt Irish Sun segir að Brady hafi rannsakað hvarf fimmtán ára írskrar stúlku, Amy Fitzpatrick, á Spáni árið 2008. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún kvaddi vinkonu sína við hús þeirrar síðarnefndu. Ári eftir að hún hvarf barst móður hennar krafa um lausnargjald en ekkert kom út úr því. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. 25. júní 2019 17:58 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Systir Jóns Þrastar Jónssonar, íslensks manns sem hvarf í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur, ásamt unnustu hans, ráðið írskan einkaspæjara til aðstoðar við leitina. Þetta kemur fram í viðtali írska dagblaðsins The Irish Sun við systur Jóns Þrastar sem birtist í morgun. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Upptökur úr öryggismyndavélum hafa varpað ljósi á ferðir hans umræddan dag en síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í borginni.Grunar að eitthvað hafi komið fyrir hann Anna Hildur Jónsdóttir, systir Jóns Þrastar, lýsir því í viðtali við Irish Sun að hún sé hrædd um að bróðir sinn finnist ekki á lífi. Þá gruni hana jafnvel að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við hvarfið og segist fullviss um að Jón Þröstur hefði aldrei „flúið“ líf sitt á Íslandi. „Við verðum að komast að því hvað kom fyrir Jón. Börnin hans eiga rétt á því að vita það. Hugsanirnar og spurningarnar munu fylgja okkur ævilangt,“ segir Anna Hildur við Irish Sun.Sjá einnig: Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“Jón Þröstur er pókerspilari og hafði tekið þátt í pókermóti á meðan á dvöl hans í Dyflinni stóð. „Mig grunar að honum hafi ekki gengið ýkja vel í pókerleiknum. Ef til vill komst hann í slæman félagsskap eftir [leikinn]. Kannski vann hann of mikið og þeim líkaði það ekki. Ég held að eitthvað hafi komið fyrir hann.“ Tekur við viðkvæmum upplýsingum í trúnaði Lögregla á Írlandi hefur farið með rannsókn málsins. Umfangsmikilli leit að Jóni Þresti var strax hrundið af stað og skyldmenni hans hafa mörg verið með annan fótinn á Írlandi síðan. Lítið hefur farið fyrir leitinni síðustu mánuði en í frétt Irish Sun segir að Anna Hildur, ásamt Jönu Guðjónsdóttur, unnustu Jóns Þrastar, hafi ráðið írska einkaspæjarann Liam Brady til að rannsaka hvarfið. Haft er eftir Brady í frétt blaðsins að hann leiti upplýsinga sem almenningur sé ef til vill smeykur við að láta lögreglu í té. Búi fólk yfir slíkum upplýsingum geti það leitað til hans í trúnaði, m.a. í gegnum netfangið liam@liamabrady.ie. Í frétt Irish Sun segir að Brady hafi rannsakað hvarf fimmtán ára írskrar stúlku, Amy Fitzpatrick, á Spáni árið 2008. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún kvaddi vinkonu sína við hús þeirrar síðarnefndu. Ári eftir að hún hvarf barst móður hennar krafa um lausnargjald en ekkert kom út úr því.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. 25. júní 2019 17:58 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15
Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11
Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. 25. júní 2019 17:58