Townsend, sem hefur spilað þrettán landsleiki fyrir Englandi, var árið 2013 sektaður af enska knattspyrnusambandinu og dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum sambandsins.
„Ég drekk ekki og ég tek ekki eiturlyf. Ég held að ég hafi aldrei verið inn á skemmtistað á ævinni en samt tókst mér að eyða 46 þúsund pundum með einum smelli á símanum mínum,“ sagði Townsend í pistlinum.
„Ég þurfti ekki að yfirgefa herbergið mitt. Ég er líklega sá eini í sögunni sem hefur tapað 46 þúsund pundum liggjandi í rúminu mín á miðvikudegi í Blackpool. Þetta er ekki saga gulldrengs. Tökum það bara skýrt fram.“
„Ég er að segja frá þessu fyrir fólk þarna úti sem hefur lent í vandræðum. Fyrir þá sem hafa misskilið þetta og fyrir þá sem hafa verið að berjast við þessa fíkn.“
"I’m probably the only lad in history to lose £46,000 lying in bed on a Wednesday night in Blackpool."
Addiction. Heartbreak. Finding peace at @CPFC. @andros_townsend opens up like never before.https://t.co/Kttsio9w4I
— Players' Tribune Global (@TPT_Global) December 5, 2019
Townsend segir frá kvöldinu örlagaríka en hann var þá á mála hjá Birmingham. Liðið var þá að fara spila umspilssleik gegn Blackpool.
„Þetta var kvöldið fyrir undanúrslitaleikinn í umspilinu. Ég lá í rúminu og var að reyna hvíla mig. Þetta var stærsti leikur tímabilsins og ég gat ekki sofnað. Ég var alltaf að kíkja á símann og veðja meira. Þetta kvöld eyddi ég 46 þúsund pundum í sama leiknum.“
46 þúsund pund í dag eru rúmlega sjö milljónir króna en Townsend tókst að kasta því frá sér á einu kvöldi.
„Ég fór og fékk hjálp við fíkninni. Það hjálpaði ekki bara fótboltaferlinum heldur einnig mér sem persónu,“ sagði Townsend.
Hann hefur leikið þrettán leiki fyrir Palace á leiktíðinni og skorað eitt mark sem og lagt upp eitt. Palace er í 7. sæti deildarinnar.