Kafarinn segir ummæli Musk um hann ígildi lífstíðardóms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2019 10:16 Vernon Unsworth vill fá skaðabætur fyrir ummæli Musk í sinn garð. AP/Sakchai Lalit Vernon Unsworth, kafarinn sem milljarðamæringurinn Elon Musk kallaði barnaníðing (e. Pedo guy), segir að tíst Musk þess efnis hafi verið niðurlægjandi. Hann vill fá skaðabætur vegna meiðyrða í sinn garð frá Musk vegna málsins. Ummæli Musk vöktu mikla athygli á síðasta ári en hann og Unsworth höfðu skipst á skotum í fjölmiðlum eftir að Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna sem festust í helli á síðasta ári, sakaði Musk um að nýta sér harmleikinn fyrir athygli. Musk svaraði með því að kalla Unsworth barnaníðing (e. Pedo guy). Var hann harðlega gagnrýndur fyrir ummælin og baðst afsökunar á þeim. Sú afsökunarbeiðni virðist þó ekki hafa verið einlæg, enda hélt Musk ásökunum til streitu, meðal annars í tölvupóstum til blaðamanns Buzzfeed, líkt og Vísir hefur áður fjallað um, sem og á Twitter. Það varð til þess að Unsworth höfðaði meiðyrðamál á hendur Musk og er það nú til meðferðar hjá dómstólum í Los Angeles í Bandaríkjunum.Í gær baðst Musk afsökunar á ummælunum en sagði að hann hefði ekki meint þau bókstaflega.Unsworth svaraði spurningum lögfræðinga Musk og síns eigin í nótt að íslenskum tíma. Þar lýsti hann því hvaða áhrifum tíst Musk hafi haft á líf sitt. „Mér finnst þetta ógeðslegt,“ sagði hann um ummælin. „Ég á virkilega erfitt með að lesa þetta orð, hvað þá að tala um það.“ Sagði hann tíst Musk hafa niðurlægt sig og að ummælin hafi verið ígildi lífstíðardóms því að nú tengi almenningur sem fylgst hafi með málinu orðið við hann að því er fram kemur í umfjöllun BBC. Bretland Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk þarf að mæta fyrir dóm vegna ærumeiðinga Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla, hefur verið ákærður fyrir að kalla breskan kafara, sem kom drengjum sem festust í helli í Taílandi til bjargar, barnaníðing. 11. maí 2019 15:35 Musk greiddi svindlara háar fjárhæðir til að rannsaka kafarann Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla, bar vitni í meiðyrðamáli breska kafarans Vernon Unsworth gegn milljarðamæringnum í gær. Í máli Musk kom fram að hann hafi ekki meint barnaníðsummæli sín um Unsworth bókstaflega 4. desember 2019 14:10 Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54 Kafarinn lögsækir Musk vegna barnaníðsummæla Unsworth var meðal þeirra sem stóðu að björgun fótboltastrákanna 12 og þjálfara þeirra úr Chiang Rai hellunum í Taílandi í sumar. Kafarinn hafði gagnrýnt áform Musk um að senda smákafbát á staðinn í þeim tilgangi að aðstoða við björgun drengjanna. 17. september 2018 20:24 Elon Musk telur að kafarinn hafi misskilið barnaníðsummælin Elon Musk, stofnandi Tesla og Space X, hefur gripið til varna í meiðyrðamáli breska kafarans Vernon Unsworth gegn bandaríska auðkýfingnum. Vörnin byggir á því að barnaníðsummæli Musk í garð Unsworth hafi ekki verið ásökun um barnaníð, heldur aðeins ætluð til þess að hæðast að kafaranum. 17. september 2019 10:06 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
Vernon Unsworth, kafarinn sem milljarðamæringurinn Elon Musk kallaði barnaníðing (e. Pedo guy), segir að tíst Musk þess efnis hafi verið niðurlægjandi. Hann vill fá skaðabætur vegna meiðyrða í sinn garð frá Musk vegna málsins. Ummæli Musk vöktu mikla athygli á síðasta ári en hann og Unsworth höfðu skipst á skotum í fjölmiðlum eftir að Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna sem festust í helli á síðasta ári, sakaði Musk um að nýta sér harmleikinn fyrir athygli. Musk svaraði með því að kalla Unsworth barnaníðing (e. Pedo guy). Var hann harðlega gagnrýndur fyrir ummælin og baðst afsökunar á þeim. Sú afsökunarbeiðni virðist þó ekki hafa verið einlæg, enda hélt Musk ásökunum til streitu, meðal annars í tölvupóstum til blaðamanns Buzzfeed, líkt og Vísir hefur áður fjallað um, sem og á Twitter. Það varð til þess að Unsworth höfðaði meiðyrðamál á hendur Musk og er það nú til meðferðar hjá dómstólum í Los Angeles í Bandaríkjunum.Í gær baðst Musk afsökunar á ummælunum en sagði að hann hefði ekki meint þau bókstaflega.Unsworth svaraði spurningum lögfræðinga Musk og síns eigin í nótt að íslenskum tíma. Þar lýsti hann því hvaða áhrifum tíst Musk hafi haft á líf sitt. „Mér finnst þetta ógeðslegt,“ sagði hann um ummælin. „Ég á virkilega erfitt með að lesa þetta orð, hvað þá að tala um það.“ Sagði hann tíst Musk hafa niðurlægt sig og að ummælin hafi verið ígildi lífstíðardóms því að nú tengi almenningur sem fylgst hafi með málinu orðið við hann að því er fram kemur í umfjöllun BBC.
Bretland Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk þarf að mæta fyrir dóm vegna ærumeiðinga Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla, hefur verið ákærður fyrir að kalla breskan kafara, sem kom drengjum sem festust í helli í Taílandi til bjargar, barnaníðing. 11. maí 2019 15:35 Musk greiddi svindlara háar fjárhæðir til að rannsaka kafarann Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla, bar vitni í meiðyrðamáli breska kafarans Vernon Unsworth gegn milljarðamæringnum í gær. Í máli Musk kom fram að hann hafi ekki meint barnaníðsummæli sín um Unsworth bókstaflega 4. desember 2019 14:10 Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54 Kafarinn lögsækir Musk vegna barnaníðsummæla Unsworth var meðal þeirra sem stóðu að björgun fótboltastrákanna 12 og þjálfara þeirra úr Chiang Rai hellunum í Taílandi í sumar. Kafarinn hafði gagnrýnt áform Musk um að senda smákafbát á staðinn í þeim tilgangi að aðstoða við björgun drengjanna. 17. september 2018 20:24 Elon Musk telur að kafarinn hafi misskilið barnaníðsummælin Elon Musk, stofnandi Tesla og Space X, hefur gripið til varna í meiðyrðamáli breska kafarans Vernon Unsworth gegn bandaríska auðkýfingnum. Vörnin byggir á því að barnaníðsummæli Musk í garð Unsworth hafi ekki verið ásökun um barnaníð, heldur aðeins ætluð til þess að hæðast að kafaranum. 17. september 2019 10:06 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
Musk þarf að mæta fyrir dóm vegna ærumeiðinga Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla, hefur verið ákærður fyrir að kalla breskan kafara, sem kom drengjum sem festust í helli í Taílandi til bjargar, barnaníðing. 11. maí 2019 15:35
Musk greiddi svindlara háar fjárhæðir til að rannsaka kafarann Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla, bar vitni í meiðyrðamáli breska kafarans Vernon Unsworth gegn milljarðamæringnum í gær. Í máli Musk kom fram að hann hafi ekki meint barnaníðsummæli sín um Unsworth bókstaflega 4. desember 2019 14:10
Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54
Kafarinn lögsækir Musk vegna barnaníðsummæla Unsworth var meðal þeirra sem stóðu að björgun fótboltastrákanna 12 og þjálfara þeirra úr Chiang Rai hellunum í Taílandi í sumar. Kafarinn hafði gagnrýnt áform Musk um að senda smákafbát á staðinn í þeim tilgangi að aðstoða við björgun drengjanna. 17. september 2018 20:24
Elon Musk telur að kafarinn hafi misskilið barnaníðsummælin Elon Musk, stofnandi Tesla og Space X, hefur gripið til varna í meiðyrðamáli breska kafarans Vernon Unsworth gegn bandaríska auðkýfingnum. Vörnin byggir á því að barnaníðsummæli Musk í garð Unsworth hafi ekki verið ásökun um barnaníð, heldur aðeins ætluð til þess að hæðast að kafaranum. 17. september 2019 10:06