Justin Timberlake bað Jessicu Biel afsökunar á hegðun sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2019 09:15 Hjónin Jessica Biel og Justin Timberlake. vísir/getty Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake hefur beðið Jessicu Biel, eiginkonu sína, afsökunar á hegðun sinni. Forsagan er sú að fyrir nokkrum vikum náðust myndir af Timberlake þar sem hann var mjög ölvaður og gerði sér dælt við mótleikkonu sína Alishu Wainwright. Þau eru nú við tökur á myndinni Palmer. Timberlake og Wainwright voru úti að skemmta sér og náðist myndband af þeim þar sem þau sjást haldast í hendur auk þess sem Wainwright setur hönd sína á læri Timberlake. The Sun birti myndbandið fyrir um tveimur vikum og fóru í kjölfarið af stað sögusagnir um mögulegt ástarsamband Timberlake og Wainwright, en hann og Biel hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögurra ára gamlan son. Stuttu eftir að myndbandið var birt sendi talsmaður Wainwright frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að ekkert væri hæft í þeim sögusögnum að hún ætti í ástarsambandi við Timberlake. Þau væru að vinna saman að verkefni og allt tökuliðið og leikarar hefðu verið saman úti að skemmta sér. Ekkert hefur hins vegar heyrst frá Timberlake þar til nú. Hann setti yfirlýsingu á Instagram-síðu sína þar sem hann bað eiginkonu sína og fjölskyldu afsökunar á hegðun sinni en tók skýrt fram að ekkert hefði gerst á milli hans og Wainwright. „Ég reyni að halda mig frá slúðri eins mikið og ég get en vegna fjölskyldu minnar þykir mér mikilvægt að svara nýlegum sögusögnum sem eru særandi fyrir fólkið sem ég elska. Fyrir nokkrum vikum sýndi ég mikið dómgreindarleysi en ég tek það skýrt fram að ekkert gerðist á milli mín og mótleikkonu minnar. Ég drakk alltof mikið þetta kvöld og sé eftir hegðun minni. Ég hefði átt að vita betur. Þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja fyrir son minn. Ég bið mína stórkostlegu eiginkonu mína og fjölskyldu afsökunar fyrir að setja þau í þessa óþægilegu stöðu og er einbeittur í því að vera besti eiginmaður og faðir sem ég get,“ segir Timberlake en færsluna í heild má sjá hér fyrir neðan. View this post on InstagramA post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on Dec 4, 2019 at 5:05pm PST Hollywood Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake hefur beðið Jessicu Biel, eiginkonu sína, afsökunar á hegðun sinni. Forsagan er sú að fyrir nokkrum vikum náðust myndir af Timberlake þar sem hann var mjög ölvaður og gerði sér dælt við mótleikkonu sína Alishu Wainwright. Þau eru nú við tökur á myndinni Palmer. Timberlake og Wainwright voru úti að skemmta sér og náðist myndband af þeim þar sem þau sjást haldast í hendur auk þess sem Wainwright setur hönd sína á læri Timberlake. The Sun birti myndbandið fyrir um tveimur vikum og fóru í kjölfarið af stað sögusagnir um mögulegt ástarsamband Timberlake og Wainwright, en hann og Biel hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögurra ára gamlan son. Stuttu eftir að myndbandið var birt sendi talsmaður Wainwright frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að ekkert væri hæft í þeim sögusögnum að hún ætti í ástarsambandi við Timberlake. Þau væru að vinna saman að verkefni og allt tökuliðið og leikarar hefðu verið saman úti að skemmta sér. Ekkert hefur hins vegar heyrst frá Timberlake þar til nú. Hann setti yfirlýsingu á Instagram-síðu sína þar sem hann bað eiginkonu sína og fjölskyldu afsökunar á hegðun sinni en tók skýrt fram að ekkert hefði gerst á milli hans og Wainwright. „Ég reyni að halda mig frá slúðri eins mikið og ég get en vegna fjölskyldu minnar þykir mér mikilvægt að svara nýlegum sögusögnum sem eru særandi fyrir fólkið sem ég elska. Fyrir nokkrum vikum sýndi ég mikið dómgreindarleysi en ég tek það skýrt fram að ekkert gerðist á milli mín og mótleikkonu minnar. Ég drakk alltof mikið þetta kvöld og sé eftir hegðun minni. Ég hefði átt að vita betur. Þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja fyrir son minn. Ég bið mína stórkostlegu eiginkonu mína og fjölskyldu afsökunar fyrir að setja þau í þessa óþægilegu stöðu og er einbeittur í því að vera besti eiginmaður og faðir sem ég get,“ segir Timberlake en færsluna í heild má sjá hér fyrir neðan. View this post on InstagramA post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on Dec 4, 2019 at 5:05pm PST
Hollywood Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira