Bjóðast til að minnka hlut sinn í Play Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2019 07:27 María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins. vísir/vilhelm Stjórnendur og stofnendur Play, hins nýstofnaða lággjaldaflugfélags, bjóðast til að minnka hlutdeild sína í félaginu í þrjátíu prósent á móti sjötíu prósent eignarhlut fjárfesta, sem hafa fengist til að leggja félaginu til um 1700 milljónir króna í nýtt hlutafé. Greint er frá þessu í Markaðnum í Fréttablaðinu. Play, ásamt Íslenskum verðbréfum (ÍV), hefur síðustu vikur unnið að fjármögnun félagsins. Komið hefur fram að lagt hafi verið upp með í fyrstu að fjárfestar eignuðust helmingshlut í Play á móti stofnendum og stjórnendum. Fjárfestarnir hafa hins vegar sett sig upp á móti þeim ráðahag á fundum. Á fundi sem Play og ÍV héldu fyrir fulltrúa í ferðaþjónustu í lok nóvember kom þó fram að stjórnendur Play væru til viðræðna um að hlutur þeirra yrði minni. Heimildir Markaðarins herma að forsvarsmenn Play og ÍV hafi nú komið að hluta til móts við þessa gagnrýni. Þeir hafi boðist til að minnka hlutdeild sína úr fimmtíu prósentum í þrjátíu prósent, til þess að laða að fjárfesta til að fjárfesta í félaginu. Ekki hafa enn fengist staðfestar upplýsingar um fjárfesta sem hafa skuldbundið sig til að taka þátt í hlutafjárútboðinu, að því er segir í frétt Markaðarins. Erfiðlega hefur gengið að fjármagna félagið síðan tilkynnt var um stofnun þess á blaðamannafundi í byrjun nóvember. Play greindi frá því um síðustu helgi að ákveðið hefði verið að fresta sölu á fyrstu flugmiðum félagsins, sem ráðgert var að færu í sölu í síðasta mánuði. Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play seinkar sölu á fyrstu flugmiðum Ekki liggur fyrir hvenær sala flugmiða á að fara af stað. 30. nóvember 2019 18:56 Lánsfé og flugrekstrarleyfi skilyrt við að hlutafjársöfnun klárist Fjörutíu milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital og öflun flugrekstrarleyfis hjá Samgöngustofu er skilyrt við að hinu nýstofnaða lággjaldaflugfélagi Play takist að fá fjárfesta til að leggja því til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé. 27. nóvember 2019 07:48 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Stjórnendur og stofnendur Play, hins nýstofnaða lággjaldaflugfélags, bjóðast til að minnka hlutdeild sína í félaginu í þrjátíu prósent á móti sjötíu prósent eignarhlut fjárfesta, sem hafa fengist til að leggja félaginu til um 1700 milljónir króna í nýtt hlutafé. Greint er frá þessu í Markaðnum í Fréttablaðinu. Play, ásamt Íslenskum verðbréfum (ÍV), hefur síðustu vikur unnið að fjármögnun félagsins. Komið hefur fram að lagt hafi verið upp með í fyrstu að fjárfestar eignuðust helmingshlut í Play á móti stofnendum og stjórnendum. Fjárfestarnir hafa hins vegar sett sig upp á móti þeim ráðahag á fundum. Á fundi sem Play og ÍV héldu fyrir fulltrúa í ferðaþjónustu í lok nóvember kom þó fram að stjórnendur Play væru til viðræðna um að hlutur þeirra yrði minni. Heimildir Markaðarins herma að forsvarsmenn Play og ÍV hafi nú komið að hluta til móts við þessa gagnrýni. Þeir hafi boðist til að minnka hlutdeild sína úr fimmtíu prósentum í þrjátíu prósent, til þess að laða að fjárfesta til að fjárfesta í félaginu. Ekki hafa enn fengist staðfestar upplýsingar um fjárfesta sem hafa skuldbundið sig til að taka þátt í hlutafjárútboðinu, að því er segir í frétt Markaðarins. Erfiðlega hefur gengið að fjármagna félagið síðan tilkynnt var um stofnun þess á blaðamannafundi í byrjun nóvember. Play greindi frá því um síðustu helgi að ákveðið hefði verið að fresta sölu á fyrstu flugmiðum félagsins, sem ráðgert var að færu í sölu í síðasta mánuði.
Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play seinkar sölu á fyrstu flugmiðum Ekki liggur fyrir hvenær sala flugmiða á að fara af stað. 30. nóvember 2019 18:56 Lánsfé og flugrekstrarleyfi skilyrt við að hlutafjársöfnun klárist Fjörutíu milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital og öflun flugrekstrarleyfis hjá Samgöngustofu er skilyrt við að hinu nýstofnaða lággjaldaflugfélagi Play takist að fá fjárfesta til að leggja því til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé. 27. nóvember 2019 07:48 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Play seinkar sölu á fyrstu flugmiðum Ekki liggur fyrir hvenær sala flugmiða á að fara af stað. 30. nóvember 2019 18:56
Lánsfé og flugrekstrarleyfi skilyrt við að hlutafjársöfnun klárist Fjörutíu milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital og öflun flugrekstrarleyfis hjá Samgöngustofu er skilyrt við að hinu nýstofnaða lággjaldaflugfélagi Play takist að fá fjárfesta til að leggja því til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé. 27. nóvember 2019 07:48
Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20