Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2019 14:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. Formaður Miðflokksins segir að með breytingunum sé verið að hverfa aftur til fortíðar og flækja skattkerfið. Fyrsti áfangi í nýju þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramót, í stað tveggja þrepa skattkerfis sem verið hefur í gildi undanfarin ár. Lægsta þrepið verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep. Skattleysismörkum verður haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að flækja skattkerfið eftir að Bjarni Benediktsson hafi tekið þátt í því í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs að einfalda það með því að fækka skattþrepum úr þremur í tvö. „Þessu samhliða stendur reyndar til að lækka skatt í nýja neðsta þrepinu en um leið hækka skattinn í því sem þá verður milliþrepið. Svo þessar tillögur innihalda í senn mjög jákvæðar og mjög neikvæðar breytingar. Sem þó er erfitt að slíta í sundur og fyrir vikið munu þingmenn Miðflokksins hvorki greiða atkvæði með né gegn þessum tillögum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins á Alþingi í gær. Breytingarnar á skattkerfinu voru liður í aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði síðast liðið vor eins og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kom inn á við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær. „Við í Samfylkingunni fögnum því að verkalýðshreyfingin skyldi hafa náð fram breytingum á tekjuskattskerfinu í réttlætisátt. Þess vegna styðjum við þær greinar sem snúa að þeim breytingum. Við getum hins vegar ekki stutt hversu seint þær taka að fullu gildi,“ sagði Oddný. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra undraðist að sumir flokkar leggðu ekki einu sinni fram nefndarálit í svo stór og mikilvægu máli. „Hér er einfaldlega um að ræða mjög stórt skref sem var boðað strax þegar ríkisstjórnin var sett saman til að létta undir með heimilunum í landinu. Langflestir munu sjá skatta sína lækka um 70 til 120 þúsund krónur á ári. Það eru 70 til 120 þúsund krónur á ári í vasa skattgreiðenda,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Skattar og tollar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. Formaður Miðflokksins segir að með breytingunum sé verið að hverfa aftur til fortíðar og flækja skattkerfið. Fyrsti áfangi í nýju þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramót, í stað tveggja þrepa skattkerfis sem verið hefur í gildi undanfarin ár. Lægsta þrepið verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep. Skattleysismörkum verður haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að flækja skattkerfið eftir að Bjarni Benediktsson hafi tekið þátt í því í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs að einfalda það með því að fækka skattþrepum úr þremur í tvö. „Þessu samhliða stendur reyndar til að lækka skatt í nýja neðsta þrepinu en um leið hækka skattinn í því sem þá verður milliþrepið. Svo þessar tillögur innihalda í senn mjög jákvæðar og mjög neikvæðar breytingar. Sem þó er erfitt að slíta í sundur og fyrir vikið munu þingmenn Miðflokksins hvorki greiða atkvæði með né gegn þessum tillögum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins á Alþingi í gær. Breytingarnar á skattkerfinu voru liður í aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði síðast liðið vor eins og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kom inn á við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær. „Við í Samfylkingunni fögnum því að verkalýðshreyfingin skyldi hafa náð fram breytingum á tekjuskattskerfinu í réttlætisátt. Þess vegna styðjum við þær greinar sem snúa að þeim breytingum. Við getum hins vegar ekki stutt hversu seint þær taka að fullu gildi,“ sagði Oddný. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra undraðist að sumir flokkar leggðu ekki einu sinni fram nefndarálit í svo stór og mikilvægu máli. „Hér er einfaldlega um að ræða mjög stórt skref sem var boðað strax þegar ríkisstjórnin var sett saman til að létta undir með heimilunum í landinu. Langflestir munu sjá skatta sína lækka um 70 til 120 þúsund krónur á ári. Það eru 70 til 120 þúsund krónur á ári í vasa skattgreiðenda,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Skattar og tollar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira