Buguð móðir dæmd fyrir „yfirgengilega háttsemi“ gagnvart ungu barni sínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2019 13:05 Lögreglunni barst tilkynning um framkomu móður við barn sitt. Lögreglan lét barnaverndaryfirvöld vita sem mættu á svæðið. Vísir/Vilhelm Móðir á Vestfjörðum hefur verið dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi fyrir barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi. Hún var ákærð fyrir að hafa á árinu ráðist að dóttur sinni, sýnt henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega framkomu með því að kasta henni nauðugri í rúm á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún endurkastaðist á gólfið og lenti þar á leikföngum. Þá var henni gefið að sök að hafa stuttu síðar rifið harkalega í buxur dóttur sinnar í því skyni að klæða hana úr þeim með þeim afleiðingum að hún dróst með buxunum fram úr rúminu og féll aftur á gólfið og ofan á leikföng. Hlaut dóttirin eymsli í baki og smá sár á hné. Daginn eftir var barninu ekki leyft að fara í skólann. Aðdragandi þess sem á gekk var að móðirin kom að læstu heimili seinni part dags eftir vinnu og dóttir hennar ekki heima. Móðirin leit inn um glugga og sá óreiðuna sem blasti við. Var hún verulega ósátt þegar dóttir henni skilaði sér heim. Dóttirin sagðist geta komist inn um gluggann til að opna fyrir þeim.Gekkst við illri framkomu Móðirin viðurkenndi að hafa komið illa fram við barnið sitt, talað til þess með ókvæðisorðum á borð við „Drullaðu þér þá inn um helvítis gluggann og opnaðu fyrir mér“ og „Drullaðu þér inn í herbergi þú átt að fara að sofa“. Þá hefði hún vakið barnið um nótt, verið því reið og sagt því að fara að taka til. Einnig viðurkenndi hún að hafa fært barnið úr buxum með þeim afleiðingum að barnið missti fótanna og datt ofan á leikföng á gólfinu. Hún kannaðist þó ekki við að hafa kastað barninu á rúmið áður þannig að það hefði í raun fallið í tvígang í gólfið eins og lýst var í ákæru. Framburður móðurinnar fyrir dómi var í góðu samræmi við skýrslugjöf hjá lögreglu. Barnið lýsti því í skýrslutöku í Barnahúsi að hafa í tvígang dottið í gólfið og meitt sig fyrir tilverknað móður. Tveir aðilar sem barnið sagði frá atvikum lýstu frásögn barnsins með ólíkum hætti. Ýmist að það hefði dottið einu sinni eða tvisvar í gólfið. Þá sagðist eldri systir barnsins hafa séð systur sína detta einu sinni í gólfið.Lýsti fleiri atvikum sem áttu sér ekki stað Að þessu virtu og því að barnið lýstu ýmsum alvarlegum atvikum sem gögn málsins sýndu að ættu sér enga stoð í raunveruleikanum var móðirin ekki sakfelld fyrir en þá sem hún viðurkenndi. Hún skýrði háttsemi sína með því að hafa verið þreytt, pirruð og reið. Hefði komið heim úr vinnu, á leið í aðra vinnu, verið læst úti og séð ástandið á heimilinu þar sem allt var í drasli. Dómurinn leit svo á að móðirin hefði látið sér í léttu rúmi liggja hverjar afleiðingarnar af háttsemi hennar gagnvart ungu barni yrðu. Þá var við mat á saknæmi móðurinn litið til þess að „yfirgengileg háttsemi“ hennar gagnvart barninu stóð yfir í fleiri klukkustundir og fram á næsta dag. Móðirin hefur ekki áður gerst brotleg við lög og þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi auk 200 þúsund króna miskabótagreiðslu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða. Barnavernd Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Móðir á Vestfjörðum hefur verið dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi fyrir barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi. Hún var ákærð fyrir að hafa á árinu ráðist að dóttur sinni, sýnt henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega framkomu með því að kasta henni nauðugri í rúm á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún endurkastaðist á gólfið og lenti þar á leikföngum. Þá var henni gefið að sök að hafa stuttu síðar rifið harkalega í buxur dóttur sinnar í því skyni að klæða hana úr þeim með þeim afleiðingum að hún dróst með buxunum fram úr rúminu og féll aftur á gólfið og ofan á leikföng. Hlaut dóttirin eymsli í baki og smá sár á hné. Daginn eftir var barninu ekki leyft að fara í skólann. Aðdragandi þess sem á gekk var að móðirin kom að læstu heimili seinni part dags eftir vinnu og dóttir hennar ekki heima. Móðirin leit inn um glugga og sá óreiðuna sem blasti við. Var hún verulega ósátt þegar dóttir henni skilaði sér heim. Dóttirin sagðist geta komist inn um gluggann til að opna fyrir þeim.Gekkst við illri framkomu Móðirin viðurkenndi að hafa komið illa fram við barnið sitt, talað til þess með ókvæðisorðum á borð við „Drullaðu þér þá inn um helvítis gluggann og opnaðu fyrir mér“ og „Drullaðu þér inn í herbergi þú átt að fara að sofa“. Þá hefði hún vakið barnið um nótt, verið því reið og sagt því að fara að taka til. Einnig viðurkenndi hún að hafa fært barnið úr buxum með þeim afleiðingum að barnið missti fótanna og datt ofan á leikföng á gólfinu. Hún kannaðist þó ekki við að hafa kastað barninu á rúmið áður þannig að það hefði í raun fallið í tvígang í gólfið eins og lýst var í ákæru. Framburður móðurinnar fyrir dómi var í góðu samræmi við skýrslugjöf hjá lögreglu. Barnið lýsti því í skýrslutöku í Barnahúsi að hafa í tvígang dottið í gólfið og meitt sig fyrir tilverknað móður. Tveir aðilar sem barnið sagði frá atvikum lýstu frásögn barnsins með ólíkum hætti. Ýmist að það hefði dottið einu sinni eða tvisvar í gólfið. Þá sagðist eldri systir barnsins hafa séð systur sína detta einu sinni í gólfið.Lýsti fleiri atvikum sem áttu sér ekki stað Að þessu virtu og því að barnið lýstu ýmsum alvarlegum atvikum sem gögn málsins sýndu að ættu sér enga stoð í raunveruleikanum var móðirin ekki sakfelld fyrir en þá sem hún viðurkenndi. Hún skýrði háttsemi sína með því að hafa verið þreytt, pirruð og reið. Hefði komið heim úr vinnu, á leið í aðra vinnu, verið læst úti og séð ástandið á heimilinu þar sem allt var í drasli. Dómurinn leit svo á að móðirin hefði látið sér í léttu rúmi liggja hverjar afleiðingarnar af háttsemi hennar gagnvart ungu barni yrðu. Þá var við mat á saknæmi móðurinn litið til þess að „yfirgengileg háttsemi“ hennar gagnvart barninu stóð yfir í fleiri klukkustundir og fram á næsta dag. Móðirin hefur ekki áður gerst brotleg við lög og þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi auk 200 þúsund króna miskabótagreiðslu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða.
Barnavernd Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira