Milos Milojevic er hættur sem þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Mjällby.
Milos tók við liðinu í fyrra og kom því þá upp í sænsku B-deildina.
Mjällby vann svo B-deildina á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni.
Á heimasíðu Mjällby kemur fram að samningaviðræður félagsins við Milos hafi siglt í strand.
Samkvæmt heimildum Kvällsposten hefur Malmö áhuga á að fá Milos sem aðstoðarþjálfara Uwes Rösler.
Áður en Milos fór til Svíþjóðar þjálfaði hann Víking R. og Breiðablik hér á landi.
Milos hættur hjá Mjällby
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
