Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2019 08:26 Hage Geingob, forseti Namibíu, mætir á kjörstað á miðvikudag. Vísir/AP Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. Flokkurinn hlaut 65,5 prósent atkvæða, sem þó er einn lakasti árangur hans frá upphafi. Þá var forsetaframbjóðandi flokksins, Hage Geingob, endurkjörinn forseti með 56,3 prósent atkvæða. Stuðningur við Geingob hefur þannig dalað töluvert frá síðustu kosningum árið 2014 þegar hann hlaut 87 prósent atkvæða. Óháði frambjóðandinn Panduleni Itula var næstur í kosningunum með 29,4 prósent atkvæði. SWAPO náði 63 mönnum inn á þing, sem skipað er alls 96 þingmönnum. Flokkurinn er þannig fjórtán þingmönnum færri miðað við niðurstöður síðustu kosninga – og missti um leið mikilvægan meirihluta á þinginu sem gerði honum kleift að gera breytingar á stjórnarskrá landsins, þrátt fyrir andstöðu minnihlutans, að því er segir í frétt namibíska dagblaðsins The Namibian. Þá hlaut næststærsti flokkurinn, Lýðræðishreyfing fólksins, eða PDM, 16,6 prósent atkvæða og sextán menn kjörna. Hreyfing landlaustra, LPM, fékk 4,9 prósent atkvæða og fjóra menn á þing. Namibíumenn gengu til kosninga í skugga Samherjamálsins. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Útlit fyrir stórsigur SWAPO í Namibíu Talning atkvæða gengur hægt í Namibíu þar sem landsmenn kusu sér nýtt þing og forseta á miðvikudaginn. 29. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. Flokkurinn hlaut 65,5 prósent atkvæða, sem þó er einn lakasti árangur hans frá upphafi. Þá var forsetaframbjóðandi flokksins, Hage Geingob, endurkjörinn forseti með 56,3 prósent atkvæða. Stuðningur við Geingob hefur þannig dalað töluvert frá síðustu kosningum árið 2014 þegar hann hlaut 87 prósent atkvæða. Óháði frambjóðandinn Panduleni Itula var næstur í kosningunum með 29,4 prósent atkvæði. SWAPO náði 63 mönnum inn á þing, sem skipað er alls 96 þingmönnum. Flokkurinn er þannig fjórtán þingmönnum færri miðað við niðurstöður síðustu kosninga – og missti um leið mikilvægan meirihluta á þinginu sem gerði honum kleift að gera breytingar á stjórnarskrá landsins, þrátt fyrir andstöðu minnihlutans, að því er segir í frétt namibíska dagblaðsins The Namibian. Þá hlaut næststærsti flokkurinn, Lýðræðishreyfing fólksins, eða PDM, 16,6 prósent atkvæða og sextán menn kjörna. Hreyfing landlaustra, LPM, fékk 4,9 prósent atkvæða og fjóra menn á þing. Namibíumenn gengu til kosninga í skugga Samherjamálsins. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Útlit fyrir stórsigur SWAPO í Namibíu Talning atkvæða gengur hægt í Namibíu þar sem landsmenn kusu sér nýtt þing og forseta á miðvikudaginn. 29. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35
Útlit fyrir stórsigur SWAPO í Namibíu Talning atkvæða gengur hægt í Namibíu þar sem landsmenn kusu sér nýtt þing og forseta á miðvikudaginn. 29. nóvember 2019 22:15
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent