Lagið Á túr yfir jólin vekur athygli Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2019 15:30 Katla Vigdís fer á kostum í myndbandinu bæði með leik og söng. Unga tónlistarkonan Katla Vigdís Vernharðsdóttir, sem þekktust er fyrir hljómsveitina Between Mountains, endurgerði texta við hið þekkta jólalag Svona eru jólin í byrjun desember. Í meðförum Kötlu Vigdísar heitir það Á túr yfir jólin og hefur það vakið mikla athygli á YouTube. Vídjóráð Menntaskólans á Ísafirði framleiddi lagið og myndbandið og með Kötlu Vigdís syngja þær Karólína Sif og Ástrós Helga. Viðfangsefnið vakti athygli Rauða krossins, en vandamálin sem sungið er um eru enn stærri í Malaví. Víða í Malaví, einu fátækasta landi Afríku, hafa sárafátækar stúlkur lítið sem ekkert aðgengi að dömubindum og verður það oft til þess að þær treysta sér ekki til að fara í skólann þá daga sem blæðingarnar eru hvað mestar. Þær missa því allt að viku úr skóla í hverjum mánuði. Blæðingar eru afskaplega skammarlegt umræðuefni í Malaví og því eiga stúlkur oft mjög erfitt með að tjá sig um þessa hluti. Rauði krossinn vinnur ötullega að túrheilbrigði í Malaví og vinnur með skólabörnum í, bæði stúlkum og drengjum, að því að draga úr skömminni og auka fræðslu. „Við gefum skólastúlkum pakka með þremur fjölnota dömubindum og kennum þeim einnig að sauma sér margnota dömubindi, sem þær geta svo gefið systrum sínum, mæðrum, vinkonum, já eða selt til að þéna pening,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. Hægt er að kaupa fjölnota dömubindi til styrktar stúlkum í Malaví í vefverslun Rauða krossins. Hér er hægt að sjá myndbandið við lagið sjálft. Hér að neðan má sjá myndbandið frá Rauða krossinum Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Unga tónlistarkonan Katla Vigdís Vernharðsdóttir, sem þekktust er fyrir hljómsveitina Between Mountains, endurgerði texta við hið þekkta jólalag Svona eru jólin í byrjun desember. Í meðförum Kötlu Vigdísar heitir það Á túr yfir jólin og hefur það vakið mikla athygli á YouTube. Vídjóráð Menntaskólans á Ísafirði framleiddi lagið og myndbandið og með Kötlu Vigdís syngja þær Karólína Sif og Ástrós Helga. Viðfangsefnið vakti athygli Rauða krossins, en vandamálin sem sungið er um eru enn stærri í Malaví. Víða í Malaví, einu fátækasta landi Afríku, hafa sárafátækar stúlkur lítið sem ekkert aðgengi að dömubindum og verður það oft til þess að þær treysta sér ekki til að fara í skólann þá daga sem blæðingarnar eru hvað mestar. Þær missa því allt að viku úr skóla í hverjum mánuði. Blæðingar eru afskaplega skammarlegt umræðuefni í Malaví og því eiga stúlkur oft mjög erfitt með að tjá sig um þessa hluti. Rauði krossinn vinnur ötullega að túrheilbrigði í Malaví og vinnur með skólabörnum í, bæði stúlkum og drengjum, að því að draga úr skömminni og auka fræðslu. „Við gefum skólastúlkum pakka með þremur fjölnota dömubindum og kennum þeim einnig að sauma sér margnota dömubindi, sem þær geta svo gefið systrum sínum, mæðrum, vinkonum, já eða selt til að þéna pening,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. Hægt er að kaupa fjölnota dömubindi til styrktar stúlkum í Malaví í vefverslun Rauða krossins. Hér er hægt að sjá myndbandið við lagið sjálft. Hér að neðan má sjá myndbandið frá Rauða krossinum
Tónlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira