Pawel varpaði fram diffurjöfnu áður en tillaga Sjálfstæðisflokksins var felld Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2019 22:42 Pawel og diffurjafnan á borgarstjórnarfundi í dag. Vísir Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um endurskoðun fjölda borgarfulltrúa var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og borgarfulltrúi Viðreisnar, notaði diffurjöfnu í pontu, máli sínu til stuðnings, en hann hvatti borgarfulltrúa til að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að lagaákvæði um fjölda aðalmanna í sveitarstjórnum yrði endurskoðað í því skyni að borgarstjórn hefði sjálfdæmi um fjölda borgarfulltrúa. Borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá í fyrra. Pawel benti á í ræðu sinni í borgarstjórn í dag að borgarfulltrúar hefðu orðið fimmtán árið 1908 og það væri talan sem Sjálfstæðismenn horfðu nú aftur til. Árið 2014, þegar borgarfulltrúar voru enn fimmtán, hefði íbúafjöldi Reykjavíkur ellefufaldast frá því sem var 1908. Pawel sagði jafnframt að eðlilegt teldist að fjöldi kjörinna fulltrúa yxi með fjölda íbúa. Þá væri vöxturinn ekki línulegur. „Og út af því að ég er stærðfræðingur og hef alltaf langað að henda diffurjöfnu inn í umræðu í borgarstjórn þá nýti ég tækifærið,“ bætti Pawel við og varpaði diffurjöfnu upp á skjá í ráðhúsinu. Samkvæmt útreikningum Pawels ættu fulltrúar í sveitarstjórn að vera um það bil þriðjarót af íbúatölu. Máli sínu til stuðnings benti hann jafnframt á nokkrar borgir á Norðurlöndunum sem eru á stærð við Reykjavík, sem allar státa af töluvert fleiri kjörnum fulltrúum en hér hafa sæti. „Samanburður við önnur lönd bendir til þess að við erum alls ekki neitt sérstaklega útblásin þegar kemur að fjölda kjörinna fulltrúa,“ sagði Pawel. Þá kvaðst hann mótfallinn því að borgarfulltrúar réðu fjöldanum innan sinna raða sjálfir. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Eins og áður segir var tillaga Sjálfstæðisflokksins felld á fundi borgarstjórnar í dag. Í fréttatilkynningu sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér eftir fundinn er haft eftir Eyþóri Arnalds oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að fjölgun borgarfulltrúa hafi ekki skilað því sem ætlað var. „Skilvirkni í borgarkerfinu hefur ekki aukist og ánægja með borgarkerfið er í sögulegu lágmarki, hvort sem horft er til þjónustumælinga Gallup eða traust til borgarstjórnar sem mælist lægra en traust til Alþingis.“ Þá hafi útgjöld borgarinnar vegna fjölgunar borgarfulltrúa verið talsvert hærri en áður var. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í 23 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23. 19. september 2017 18:04 Skiptar skoðanir á því hvort fjölga eigi borgarfulltrúum Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort rétt sé að fjölga sætum í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir slíka. 28. apríl 2017 07:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um endurskoðun fjölda borgarfulltrúa var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og borgarfulltrúi Viðreisnar, notaði diffurjöfnu í pontu, máli sínu til stuðnings, en hann hvatti borgarfulltrúa til að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að lagaákvæði um fjölda aðalmanna í sveitarstjórnum yrði endurskoðað í því skyni að borgarstjórn hefði sjálfdæmi um fjölda borgarfulltrúa. Borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá í fyrra. Pawel benti á í ræðu sinni í borgarstjórn í dag að borgarfulltrúar hefðu orðið fimmtán árið 1908 og það væri talan sem Sjálfstæðismenn horfðu nú aftur til. Árið 2014, þegar borgarfulltrúar voru enn fimmtán, hefði íbúafjöldi Reykjavíkur ellefufaldast frá því sem var 1908. Pawel sagði jafnframt að eðlilegt teldist að fjöldi kjörinna fulltrúa yxi með fjölda íbúa. Þá væri vöxturinn ekki línulegur. „Og út af því að ég er stærðfræðingur og hef alltaf langað að henda diffurjöfnu inn í umræðu í borgarstjórn þá nýti ég tækifærið,“ bætti Pawel við og varpaði diffurjöfnu upp á skjá í ráðhúsinu. Samkvæmt útreikningum Pawels ættu fulltrúar í sveitarstjórn að vera um það bil þriðjarót af íbúatölu. Máli sínu til stuðnings benti hann jafnframt á nokkrar borgir á Norðurlöndunum sem eru á stærð við Reykjavík, sem allar státa af töluvert fleiri kjörnum fulltrúum en hér hafa sæti. „Samanburður við önnur lönd bendir til þess að við erum alls ekki neitt sérstaklega útblásin þegar kemur að fjölda kjörinna fulltrúa,“ sagði Pawel. Þá kvaðst hann mótfallinn því að borgarfulltrúar réðu fjöldanum innan sinna raða sjálfir. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Eins og áður segir var tillaga Sjálfstæðisflokksins felld á fundi borgarstjórnar í dag. Í fréttatilkynningu sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér eftir fundinn er haft eftir Eyþóri Arnalds oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að fjölgun borgarfulltrúa hafi ekki skilað því sem ætlað var. „Skilvirkni í borgarkerfinu hefur ekki aukist og ánægja með borgarkerfið er í sögulegu lágmarki, hvort sem horft er til þjónustumælinga Gallup eða traust til borgarstjórnar sem mælist lægra en traust til Alþingis.“ Þá hafi útgjöld borgarinnar vegna fjölgunar borgarfulltrúa verið talsvert hærri en áður var.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í 23 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23. 19. september 2017 18:04 Skiptar skoðanir á því hvort fjölga eigi borgarfulltrúum Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort rétt sé að fjölga sætum í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir slíka. 28. apríl 2017 07:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í 23 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23. 19. september 2017 18:04
Skiptar skoðanir á því hvort fjölga eigi borgarfulltrúum Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort rétt sé að fjölga sætum í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir slíka. 28. apríl 2017 07:00