Mosfellingurinn Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Stuttgart stóðu í ströngu í dag þegar þeir fengu stórlið Kiel í heimsókn í þýsku úrvalsdeildinni í dag.
Skemmst er frá því að segja að Stuttgart átti ekki roð í stórveldið en Kiel leiddi með sex mörkum í leikhléi, 7-13. Fór að lokum svo að Kiel vann átta marka sigur, 21-29.
Elvar komst ekki á blað hjá Stuttgart.
Niclas Ekberg var atkvæðamestur gestanna með 10 mörk en Gísli Þorgeir Kristjánsson er enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
Elvar og félagar máttu sín lítils gegn Kiel
