Allt strand á loftslagsráðstefnu í Madríd Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2019 12:45 Frá mótmælum við ráðstefnuna í gær. AP/Manu Fernandez Uppfært 12:45 Ráðstefnunni lauk með málamyndasamkomulagi um að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda, samanborið við Parísarsamkomulagið frá 2015. Svo virðist sem að enginn komi sáttur frá ráðstefnunni en einn höfunda Parísarsamkomulagsins sagði þetta vera bestu mögulegu niðurstöðuna. Viðmiðin á ekki þeim lágmörkum sem vísindamenn segja nauðsynleg. Ekkert samkomulag náðist um kaup og sölu á útblásturskvóta.Upprunalega fréttin Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna á Spáni, sem kallast COP25, hefur einkennst af deilum og aðgerðarleysi þar sem stærri ríki standa í vegi þess að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða til að sporna gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Útlit er fyrir að niðurstaðan verði að ríki heimsins samþykki hófsama yfirlýsingu sem feli ekki í sér auknar takmarkanir á útblæstri. Ráðstefnan á að byggja á Parísarsamkomulaginu frá 2015. Vísindamenn segja að þau markmið sem samþykkt voru þá muni ekki duga til að halda hækkun meðalhitastigs undir tveimur gráðum á þessari öld. Það viðmið hefur þar að auki verið lækkað í eina og hálfa gráðu. Eins og staðan er í dag er útlit fyrir að meðalhitinn gæti hækkað um þrjár til fjórar gráður.Sjá einnig: Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkjaErindrekar Evrópusambandsins og smærri ríkja, þá sérstaklega eyríkja, hafa þrýst á aukin viðmið. Stærstu mengunarþjóðir heims eins og Bandaríkin, Brasilía, Ástralía og Indland segja hins vegar enga þörf á því að breyta núverandi áætlunum. Carolina Schmidt, umhverfisráðherra Chile sem stýrir ráðstefnunni, kallar eftir sveigjanleika og segir þörf á metnaðarfullum markmiðum, samkvæmt frétt BBC.Ráðstefnunni átti að ljúka á föstudagskvöldið en hún stendur enn yfir. Deilurnar á ráðstefnunni hafa að miklu leiti snúist um tæknileg atriði eins og kaup og sölu á útblásturskvóta, glufur á mögulegum sáttmálum og fjármögnun. Mótmælendur hafa fjölmennt við ráðstefnuna og krafist aðgerða frá ráðamönnum. Loftslagsmál Spánn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Uppfært 12:45 Ráðstefnunni lauk með málamyndasamkomulagi um að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda, samanborið við Parísarsamkomulagið frá 2015. Svo virðist sem að enginn komi sáttur frá ráðstefnunni en einn höfunda Parísarsamkomulagsins sagði þetta vera bestu mögulegu niðurstöðuna. Viðmiðin á ekki þeim lágmörkum sem vísindamenn segja nauðsynleg. Ekkert samkomulag náðist um kaup og sölu á útblásturskvóta.Upprunalega fréttin Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna á Spáni, sem kallast COP25, hefur einkennst af deilum og aðgerðarleysi þar sem stærri ríki standa í vegi þess að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða til að sporna gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Útlit er fyrir að niðurstaðan verði að ríki heimsins samþykki hófsama yfirlýsingu sem feli ekki í sér auknar takmarkanir á útblæstri. Ráðstefnan á að byggja á Parísarsamkomulaginu frá 2015. Vísindamenn segja að þau markmið sem samþykkt voru þá muni ekki duga til að halda hækkun meðalhitastigs undir tveimur gráðum á þessari öld. Það viðmið hefur þar að auki verið lækkað í eina og hálfa gráðu. Eins og staðan er í dag er útlit fyrir að meðalhitinn gæti hækkað um þrjár til fjórar gráður.Sjá einnig: Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkjaErindrekar Evrópusambandsins og smærri ríkja, þá sérstaklega eyríkja, hafa þrýst á aukin viðmið. Stærstu mengunarþjóðir heims eins og Bandaríkin, Brasilía, Ástralía og Indland segja hins vegar enga þörf á því að breyta núverandi áætlunum. Carolina Schmidt, umhverfisráðherra Chile sem stýrir ráðstefnunni, kallar eftir sveigjanleika og segir þörf á metnaðarfullum markmiðum, samkvæmt frétt BBC.Ráðstefnunni átti að ljúka á föstudagskvöldið en hún stendur enn yfir. Deilurnar á ráðstefnunni hafa að miklu leiti snúist um tæknileg atriði eins og kaup og sölu á útblásturskvóta, glufur á mögulegum sáttmálum og fjármögnun. Mótmælendur hafa fjölmennt við ráðstefnuna og krafist aðgerða frá ráðamönnum.
Loftslagsmál Spánn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira