Tala látinna komin í sextán Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2019 07:56 Lögreglan segist ætla að gera sitt besta til að finna þá stvo sem enn er saknað. GETTY/Almannavarnir Nýja-Sjálands. Tala látinna eftir eldgosið á eyjunni Whakaari eða Hvítueyju við Nýja-Sjáland er nú komin upp í sextán. Lík hafa fundist á eyjunni og einn lést á sjúkrahúsi. Tveggja er enn saknað og er verið að leita þeirra. Um tuttugu eru enn í alvarlegu ástandi. Sá sem lést í gær var frá Ástralíu og hafði verið fluttur þangað til aðhlynningar. Forsvarsmenn lögreglunnar á Nýja-Sjálandi segja aðstæður til leitarinnar á Whakaari séu erfiðar. Leitin taki á alla sem að henni koma en lögreglan muni gera sitt allra besta. Sex lík fundust á föstudaginn en var önnur tilraun gerð í gær þar sem leitarmenn fóru til eyjunnar en þeir höfðu aðeins súrefni til að leita í 75 mínútur og þurftu að snúa til baka án árangurs, samkvæmt New Zealand Herald.Einnig hafa kafarar leitað í sjónum í kringum eyjuna en það hefur gengið erfiðlega þar sem kafararnir segja erfitt að sjá mikið lengra en tvo metra fram fyrir sig vegna öskunnar í sjónum. Aðstæður eru erfiðar til leitar á Whakaari.Getty/Almannavarnir Nýja-Sjálands Talið er að 47 manns hafi verið á og við Whakaari síðasta mánudag þegar eldfjallið þar gaus án fyrirvara og sendi frá sér sjóðandi heita gufu, ösku og grjót.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraSamkvæmt BBC hefur eldfjallið á Whakaari ekkert látið á sér kræla síðan á mánudaginn en vísindamenn segja hættuna á nýju gosi enn mikla.Af þeim sextán sem eru látnir er búið að opinbera nöfn nokkurra þeirra.Tveir þeirra voru bræður frá Ástralíu sem voru 16 og 13 ára gamli. Þeir hétu Berend og Matthew Hollander. Leiðsögumaðurinn Tipene Maangi lét einnig lífið en hann var frá Nýja-Sjálandi. Þar að auki er búið að staðfesta að hinn ástralski Anthony Langford sé meðal hinna látnu. Hann var á Nýja-Sjálandi með eiginkonu sinni og tveimur börnum. Af þeim er talið að sonur hans Jesse sé sá eini úr fjölskyldunni sem hafi lifað af, samkvæmt NZ Herald.Gavin Dallow er einnig dáinn en hann var á eyjunni með stjúpdóttur sinni, Zoe Hosking, sem dó einnig. Hún var fimmtán ára gömul. Þá var Krystal Eve Browitt sú fyrsta sem staðfest var að hefði dáið. Hún var 21 árs gömul og var á ferðalagi með fjölskyldu sinni þegar gosið varð. Faðir hennar og systir eru á sjúkrahúsi. Nýja-Sjáland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Tala látinna eftir eldgosið á eyjunni Whakaari eða Hvítueyju við Nýja-Sjáland er nú komin upp í sextán. Lík hafa fundist á eyjunni og einn lést á sjúkrahúsi. Tveggja er enn saknað og er verið að leita þeirra. Um tuttugu eru enn í alvarlegu ástandi. Sá sem lést í gær var frá Ástralíu og hafði verið fluttur þangað til aðhlynningar. Forsvarsmenn lögreglunnar á Nýja-Sjálandi segja aðstæður til leitarinnar á Whakaari séu erfiðar. Leitin taki á alla sem að henni koma en lögreglan muni gera sitt allra besta. Sex lík fundust á föstudaginn en var önnur tilraun gerð í gær þar sem leitarmenn fóru til eyjunnar en þeir höfðu aðeins súrefni til að leita í 75 mínútur og þurftu að snúa til baka án árangurs, samkvæmt New Zealand Herald.Einnig hafa kafarar leitað í sjónum í kringum eyjuna en það hefur gengið erfiðlega þar sem kafararnir segja erfitt að sjá mikið lengra en tvo metra fram fyrir sig vegna öskunnar í sjónum. Aðstæður eru erfiðar til leitar á Whakaari.Getty/Almannavarnir Nýja-Sjálands Talið er að 47 manns hafi verið á og við Whakaari síðasta mánudag þegar eldfjallið þar gaus án fyrirvara og sendi frá sér sjóðandi heita gufu, ösku og grjót.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraSamkvæmt BBC hefur eldfjallið á Whakaari ekkert látið á sér kræla síðan á mánudaginn en vísindamenn segja hættuna á nýju gosi enn mikla.Af þeim sextán sem eru látnir er búið að opinbera nöfn nokkurra þeirra.Tveir þeirra voru bræður frá Ástralíu sem voru 16 og 13 ára gamli. Þeir hétu Berend og Matthew Hollander. Leiðsögumaðurinn Tipene Maangi lét einnig lífið en hann var frá Nýja-Sjálandi. Þar að auki er búið að staðfesta að hinn ástralski Anthony Langford sé meðal hinna látnu. Hann var á Nýja-Sjálandi með eiginkonu sinni og tveimur börnum. Af þeim er talið að sonur hans Jesse sé sá eini úr fjölskyldunni sem hafi lifað af, samkvæmt NZ Herald.Gavin Dallow er einnig dáinn en hann var á eyjunni með stjúpdóttur sinni, Zoe Hosking, sem dó einnig. Hún var fimmtán ára gömul. Þá var Krystal Eve Browitt sú fyrsta sem staðfest var að hefði dáið. Hún var 21 árs gömul og var á ferðalagi með fjölskyldu sinni þegar gosið varð. Faðir hennar og systir eru á sjúkrahúsi.
Nýja-Sjáland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira