Tannlæknafjölskylda á Selfossi sem gerir það gott Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2019 19:15 Afi hans er tannlæknir, mamma hans er tannlæknir, pabbi hans er tannlæknir og sjálfur er hann nýútskrifaður tannlæknir. Hér eru við að tala um Andra Hrafn Hallsson tuttugu og átta ára tannlæknir og Selfyssing, sem segist elska að vera í vinnunni með foreldrum sínum. Það eru alltaf einhverjir sem óttast að fara til tannlæknis og kvíða mikið fyrir því að setjast í stólinn á meðan aðrir eru sultuslakir og láta tannlækna ekki raska ró sinni. Tannlæknafjölskyldan á Selfossi hjá Tannlæknaþjónustunni er að gera við tennur alla daga hvort sem það er á stofu fjölskyldunnar á Hellu, Reykjavík eða Selfossi. Hallur og Petra hafa starfað lengi sem tannlæknar og pabbi Petru, Sigurður Líndal Viggósson en ekki hefði þeim dottið í hug að þau ættu eftir að vinna með syni sínum, sem er nýútskrifaður tannlæknir 28 ára gamall. „Það er búið að skóla hann nokkuð vel til hérna. Hann byrjaði á því að sendast, svo er hann búin að skúra, hann hefur verið klinka hjá okkur og núna er hann orðinn tannlæknir, hann virðist valda þessu nokkuð þokkalega“, segir Hallur Halldórsson, pabbi Andra.En hvað er talað um við eldhúsborðið heima hjá fjölskyldunni? „Fyrir hádegi er bara talað um tannstein og eftir hádegi viðgerðir og um kvöldið um önnur mál“, segir Hallur hlæjandi. „Hann er að standa sig gríðarlega vel, mjög vel, bæði duglegur að vinna og nær vel til fólks. Það gengur bara mjög vel hjá honum finnst mér“, segir Petra mamma Andra og bætir við; „Já, já, auðvitað gefum við honum góð ráð, við ræðum mikið vinnuna heima og svona en maður reynir auðvitað ekki alltaf að vera að skipta sér af, það væri nú frekar leiðinlegt fyrir hann.“ Andri Hrafn segir starf tannlæknis frábært og skemmtilegt.Vísir/MHH Andri Hrafn útskrifaðist í vor úr tannlæknadeildinni, eini strákurinn úr átta manna hópi. En hvernig finnst honum að vinna hjá foreldrum sínum „Það er mjög gott, þau eru mjög fús til að leiðbeina manni og gott að leita til þeirra. Ég myndi segja að ég væri heppin að fá að vinna við hliðina á þeim. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt starf, þess vegna er ég hérna alla daga því ég elska að vera í vinnunni“. Það vekur athygli þeirra sem sjá Andra Hrafn þegar hann er í stuttermabol að hann er með stór tattú á sitt hvorum handleggnum. „Það gerðist nú mest megni áður en ég fór í tannlæknirinn, þá var maður rosa rokkari“, segir hann brosandi. Annað af húðflúrunum, sem Andri Hrafn er með og vekur alltaf jafn mikla athygli þeirra sem sjá.Vísir/MHH Árborg Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Afi hans er tannlæknir, mamma hans er tannlæknir, pabbi hans er tannlæknir og sjálfur er hann nýútskrifaður tannlæknir. Hér eru við að tala um Andra Hrafn Hallsson tuttugu og átta ára tannlæknir og Selfyssing, sem segist elska að vera í vinnunni með foreldrum sínum. Það eru alltaf einhverjir sem óttast að fara til tannlæknis og kvíða mikið fyrir því að setjast í stólinn á meðan aðrir eru sultuslakir og láta tannlækna ekki raska ró sinni. Tannlæknafjölskyldan á Selfossi hjá Tannlæknaþjónustunni er að gera við tennur alla daga hvort sem það er á stofu fjölskyldunnar á Hellu, Reykjavík eða Selfossi. Hallur og Petra hafa starfað lengi sem tannlæknar og pabbi Petru, Sigurður Líndal Viggósson en ekki hefði þeim dottið í hug að þau ættu eftir að vinna með syni sínum, sem er nýútskrifaður tannlæknir 28 ára gamall. „Það er búið að skóla hann nokkuð vel til hérna. Hann byrjaði á því að sendast, svo er hann búin að skúra, hann hefur verið klinka hjá okkur og núna er hann orðinn tannlæknir, hann virðist valda þessu nokkuð þokkalega“, segir Hallur Halldórsson, pabbi Andra.En hvað er talað um við eldhúsborðið heima hjá fjölskyldunni? „Fyrir hádegi er bara talað um tannstein og eftir hádegi viðgerðir og um kvöldið um önnur mál“, segir Hallur hlæjandi. „Hann er að standa sig gríðarlega vel, mjög vel, bæði duglegur að vinna og nær vel til fólks. Það gengur bara mjög vel hjá honum finnst mér“, segir Petra mamma Andra og bætir við; „Já, já, auðvitað gefum við honum góð ráð, við ræðum mikið vinnuna heima og svona en maður reynir auðvitað ekki alltaf að vera að skipta sér af, það væri nú frekar leiðinlegt fyrir hann.“ Andri Hrafn segir starf tannlæknis frábært og skemmtilegt.Vísir/MHH Andri Hrafn útskrifaðist í vor úr tannlæknadeildinni, eini strákurinn úr átta manna hópi. En hvernig finnst honum að vinna hjá foreldrum sínum „Það er mjög gott, þau eru mjög fús til að leiðbeina manni og gott að leita til þeirra. Ég myndi segja að ég væri heppin að fá að vinna við hliðina á þeim. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt starf, þess vegna er ég hérna alla daga því ég elska að vera í vinnunni“. Það vekur athygli þeirra sem sjá Andra Hrafn þegar hann er í stuttermabol að hann er með stór tattú á sitt hvorum handleggnum. „Það gerðist nú mest megni áður en ég fór í tannlæknirinn, þá var maður rosa rokkari“, segir hann brosandi. Annað af húðflúrunum, sem Andri Hrafn er með og vekur alltaf jafn mikla athygli þeirra sem sjá.Vísir/MHH
Árborg Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira