Sænskt ungstirni stöðvaði sigurgöngu Barcelona Arnar Geir Halldórsson skrifar 14. desember 2019 17:15 Sterkt stig hjá Sociedad vísir/getty Barcelona lenti í vandræðum í spænsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið heimsótti Real Sociedad en þegar kom að leiknum í dag hafði Barcelona unnið fjóra deildarleiki í röð. Heimamenn fengu vítaspyrnu snemma leiks sem Mikel Oyarzabal færði sér í nyt en Antoine Griezmann jafnaði fyrir Börsunga, skömmu fyrir leikhlé, á sínum gamla heimavelli. Luis Suarez kom gestunum yfir snemma í síðari hálfleik en eftir klukkutíma leik jafnaði sænski framherjinn Alexander Isak metin fyrir Sociedad og þar við sat. Lokatölur 2-2. Úrslitin þýða að Real Madrid getur tyllt sér á topp deildarinnar takist liðinu að leggja Valencia að velli á morgun. Spænski boltinn
Barcelona lenti í vandræðum í spænsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið heimsótti Real Sociedad en þegar kom að leiknum í dag hafði Barcelona unnið fjóra deildarleiki í röð. Heimamenn fengu vítaspyrnu snemma leiks sem Mikel Oyarzabal færði sér í nyt en Antoine Griezmann jafnaði fyrir Börsunga, skömmu fyrir leikhlé, á sínum gamla heimavelli. Luis Suarez kom gestunum yfir snemma í síðari hálfleik en eftir klukkutíma leik jafnaði sænski framherjinn Alexander Isak metin fyrir Sociedad og þar við sat. Lokatölur 2-2. Úrslitin þýða að Real Madrid getur tyllt sér á topp deildarinnar takist liðinu að leggja Valencia að velli á morgun.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti